Sá fljótasti í 300 km/klst Finnur Thorlacius skrifar 26. mars 2014 09:38 Hennessy Venom GT hefur náð mestum hraða allra bíla, eða 435 km hraða og var það gert á flugbrautinni sem bandarísku geimskutlurnar lenda, Kennedy Space Center í Flórída. Ekki var þó hægt að skrá þetta sem heimsmet þar sem bíllinn fór ekki sömu leið til baka, en heimsmet er aðeins viðurkennt ef svo er gert og meðaltal hámarkshraðans báðar leiðir gildir sem heimsmetið. Hennessy Venom GT á þó annað met sem ekki er hægt að taka af þessum bíl, en hann er sá sneggsti í 300 km/klst. Hefur það verið viðurkennt af Guinness World Records. Það tekur hann ekki nema 13,63 sekúndur að ná þessum hraða. Bíllinn er með 7,0 lítra og 8 strokka vél með tveimur stórum forþjöppum sem skilar 1.244 hestöflum. Hennessy ætlar að reyna að ná metum á hinum ýmsu akstursbrautum á næstunni og er Nürburgring ein þeirra, en einnig brautirnar Laguna Seca og Circuit of the Americas. Hennessey ætlar aðeins að framleiða 30 bíla af þeirri gerð sem hraðaheimsmetið á og eru 20 þeirra þegar seldir. Sjá má bílinn setja metið í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent
Hennessy Venom GT hefur náð mestum hraða allra bíla, eða 435 km hraða og var það gert á flugbrautinni sem bandarísku geimskutlurnar lenda, Kennedy Space Center í Flórída. Ekki var þó hægt að skrá þetta sem heimsmet þar sem bíllinn fór ekki sömu leið til baka, en heimsmet er aðeins viðurkennt ef svo er gert og meðaltal hámarkshraðans báðar leiðir gildir sem heimsmetið. Hennessy Venom GT á þó annað met sem ekki er hægt að taka af þessum bíl, en hann er sá sneggsti í 300 km/klst. Hefur það verið viðurkennt af Guinness World Records. Það tekur hann ekki nema 13,63 sekúndur að ná þessum hraða. Bíllinn er með 7,0 lítra og 8 strokka vél með tveimur stórum forþjöppum sem skilar 1.244 hestöflum. Hennessy ætlar að reyna að ná metum á hinum ýmsu akstursbrautum á næstunni og er Nürburgring ein þeirra, en einnig brautirnar Laguna Seca og Circuit of the Americas. Hennessey ætlar aðeins að framleiða 30 bíla af þeirri gerð sem hraðaheimsmetið á og eru 20 þeirra þegar seldir. Sjá má bílinn setja metið í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent