13.000 pantanir í Tesla Model X Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2014 10:15 Þó svo að rafmagnsjepplingurinn Tesla Model X komi ekki á markað fyrr en í enda þessa árs hafa borist í hann 13.000 fyrirfram pantanir. Í Bandaríkjunum eru þær orðnar 9.900, í Evrópu 1.900, Kanada 400 og 800 í Kína. Tesla Model X er fyrsti rafmagnsjepplingurinn, fyrir utan Toyota RAV EV sem fæst aðeins í takmörkuðu magni. Tesla seldi 20.000 Model S bíla bara í Bandaríkjunum á síðasta ári, svo þessar magntölur eru ekki nýjar fyrir þennan nýja rafmagnsbílaframleiðanda frá Kaliforníu. Þegar opnað var fyrir pantanir á Tesla Model X árið 2012 bárust 500 pantanir einungis á fyrstu fjórum dögunum, að andvirði 40 milljón dollara. Það þýðir kaupverð uppá 80.000 dollara á hvern bíl, eða um 9 milljónir króna. Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent
Þó svo að rafmagnsjepplingurinn Tesla Model X komi ekki á markað fyrr en í enda þessa árs hafa borist í hann 13.000 fyrirfram pantanir. Í Bandaríkjunum eru þær orðnar 9.900, í Evrópu 1.900, Kanada 400 og 800 í Kína. Tesla Model X er fyrsti rafmagnsjepplingurinn, fyrir utan Toyota RAV EV sem fæst aðeins í takmörkuðu magni. Tesla seldi 20.000 Model S bíla bara í Bandaríkjunum á síðasta ári, svo þessar magntölur eru ekki nýjar fyrir þennan nýja rafmagnsbílaframleiðanda frá Kaliforníu. Þegar opnað var fyrir pantanir á Tesla Model X árið 2012 bárust 500 pantanir einungis á fyrstu fjórum dögunum, að andvirði 40 milljón dollara. Það þýðir kaupverð uppá 80.000 dollara á hvern bíl, eða um 9 milljónir króna.
Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent