John Wooden veitir Patreki innblástur Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. mars 2014 16:30 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka og austurríska handboltalandsliðsins, gerir fátt rangt þessa dagana en honum hefur aldrei gengið betur á sínum þjálfaraferli. Eftir erfiða tíma með Stjörnunni þar sem hrunið setti strik í reikninginn fór allt í vaskinn hjá Val á síðasta tímabili þar sem hann var látinn fara á miðju tímabili. „Við vorum ekki með nógu sterkt lið og það sást bara á því hvernig þeir fóru að versla eftir tímabilið,“ segir Patrekur Jóhannesson um tímann hjá Val. „Það var frábær skóli og ég er ánægður að hafa gengið í gegnum það og eins hjá Stjörnunni þegar allt fór á hausinn þar og menn hættu að henda pening í handboltann.“ Patrekur var í viðtali og nærmynd í sunnudags íþróttapakka Stöðvar 2 þar sem hann ræddi þetta blómaskeið á sínum ferli en hann þakkar sínum samstarfsmönnum sem hjálpuðu honum til dæmis þegar Patrekur var á EM í Austurríki. „Ég er með gott teymi í kringum mig. Það þarf allt að ganga upp en á móti gerist eins og í janúar þegar ég er ekki á staðnum í 2-3 vikur. Auðvitað er það óþægilegt en þegar ég er hérna á Íslandi get ég komið hingað klukkan átta og farið að undirbúa kvöldið,“ segir Patrekur sem er ánægður með starfið á Ásvöllum og pressunni sem því fylgir. „Haukar eru flott félag og kröfurnar eru miklar. Maður fann fyrir því í vetur þegar við vorum ekki búnir að tapa leik í einhverja fimm mánuði. Við töpuðum leik á móti Fram og þá kom hérna ein ágætis kona sem var óánægð og hún lét mig bara vita af því,“ segir hann.Óskar Ármannsson, aðstoðarþjálfari Hauka, og MatthíasÁrniIngimarsson, lýsa Patreki en varnar- og línurmaðurinn hefur þetta um þjálfarann sinn að segja: „Það sem sker Patta úr er hvað hann er rosalega áhugasamur um þetta. Hann er í þessu 9-5 og jafnvel lengur. Hann vinnur við þetta og er allan daginn að stúdera handbolta.“ Patrekur sækir innblástur m.a. í körfuboltaþjálfarann goðsagnakennda JohnWooden sem vann tíu meistaratitla með UCLA-háskólanum í Bandaríkjunum, þar af sjö í röð, en það hefur aldrei verið leikið eftir. Wooden starfaði þar á árunum 1948–1975. „Það var nú Óli Stef sem benti mér á þær bækur,“ segir Patrekur en innslagið allt má sjá í spilaranum hér að ofan.Vísir/Daníel Olís-deild karla Tengdar fréttir Tvö af þremur töpum Hauka í Safamýri - í vandræðum með varnarmúr Framara Sex leikja sigurgöngu Hauka í Olís-deild karla lauk í Safamýri í gær þegar liðið tapaði fyrir Íslandsmeisturum Fram, 21-18. 21. febrúar 2014 13:15 Umfjöllun: Fram - Haukar 21-18 | Fyrsta tap Hauka í fimm mánuði Íslandsmeistarar Fram stöðvuðu sigurgöngu Hauka með glæsilegum þriggja marka sigri, 21-18, á heimavelli sínum í Safamýri í kvöld. 20. febrúar 2014 16:33 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka og austurríska handboltalandsliðsins, gerir fátt rangt þessa dagana en honum hefur aldrei gengið betur á sínum þjálfaraferli. Eftir erfiða tíma með Stjörnunni þar sem hrunið setti strik í reikninginn fór allt í vaskinn hjá Val á síðasta tímabili þar sem hann var látinn fara á miðju tímabili. „Við vorum ekki með nógu sterkt lið og það sást bara á því hvernig þeir fóru að versla eftir tímabilið,“ segir Patrekur Jóhannesson um tímann hjá Val. „Það var frábær skóli og ég er ánægður að hafa gengið í gegnum það og eins hjá Stjörnunni þegar allt fór á hausinn þar og menn hættu að henda pening í handboltann.“ Patrekur var í viðtali og nærmynd í sunnudags íþróttapakka Stöðvar 2 þar sem hann ræddi þetta blómaskeið á sínum ferli en hann þakkar sínum samstarfsmönnum sem hjálpuðu honum til dæmis þegar Patrekur var á EM í Austurríki. „Ég er með gott teymi í kringum mig. Það þarf allt að ganga upp en á móti gerist eins og í janúar þegar ég er ekki á staðnum í 2-3 vikur. Auðvitað er það óþægilegt en þegar ég er hérna á Íslandi get ég komið hingað klukkan átta og farið að undirbúa kvöldið,“ segir Patrekur sem er ánægður með starfið á Ásvöllum og pressunni sem því fylgir. „Haukar eru flott félag og kröfurnar eru miklar. Maður fann fyrir því í vetur þegar við vorum ekki búnir að tapa leik í einhverja fimm mánuði. Við töpuðum leik á móti Fram og þá kom hérna ein ágætis kona sem var óánægð og hún lét mig bara vita af því,“ segir hann.Óskar Ármannsson, aðstoðarþjálfari Hauka, og MatthíasÁrniIngimarsson, lýsa Patreki en varnar- og línurmaðurinn hefur þetta um þjálfarann sinn að segja: „Það sem sker Patta úr er hvað hann er rosalega áhugasamur um þetta. Hann er í þessu 9-5 og jafnvel lengur. Hann vinnur við þetta og er allan daginn að stúdera handbolta.“ Patrekur sækir innblástur m.a. í körfuboltaþjálfarann goðsagnakennda JohnWooden sem vann tíu meistaratitla með UCLA-háskólanum í Bandaríkjunum, þar af sjö í röð, en það hefur aldrei verið leikið eftir. Wooden starfaði þar á árunum 1948–1975. „Það var nú Óli Stef sem benti mér á þær bækur,“ segir Patrekur en innslagið allt má sjá í spilaranum hér að ofan.Vísir/Daníel
Olís-deild karla Tengdar fréttir Tvö af þremur töpum Hauka í Safamýri - í vandræðum með varnarmúr Framara Sex leikja sigurgöngu Hauka í Olís-deild karla lauk í Safamýri í gær þegar liðið tapaði fyrir Íslandsmeisturum Fram, 21-18. 21. febrúar 2014 13:15 Umfjöllun: Fram - Haukar 21-18 | Fyrsta tap Hauka í fimm mánuði Íslandsmeistarar Fram stöðvuðu sigurgöngu Hauka með glæsilegum þriggja marka sigri, 21-18, á heimavelli sínum í Safamýri í kvöld. 20. febrúar 2014 16:33 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira
Tvö af þremur töpum Hauka í Safamýri - í vandræðum með varnarmúr Framara Sex leikja sigurgöngu Hauka í Olís-deild karla lauk í Safamýri í gær þegar liðið tapaði fyrir Íslandsmeisturum Fram, 21-18. 21. febrúar 2014 13:15
Umfjöllun: Fram - Haukar 21-18 | Fyrsta tap Hauka í fimm mánuði Íslandsmeistarar Fram stöðvuðu sigurgöngu Hauka með glæsilegum þriggja marka sigri, 21-18, á heimavelli sínum í Safamýri í kvöld. 20. febrúar 2014 16:33