Innlent

Tónlistarkonur halda málþing í Hörpu

Baldvin Þormóðsson skrifar
Þær tónlistarkonur sem standa fyrir félaginu Kítón.
Þær tónlistarkonur sem standa fyrir félaginu Kítón. visir/vilhelm
Kítón, félag kvenna í tónlist, stendur fyrir málþingi um stöðu kvenna í tónlist á Íslandi um helgina. Að því tilefni mun fjöldi tónlistarkvenna koma fram í Hörpu í dag og í kvöld.

Kítón er fyrsta félag tónlistarkvenna sem stofnað er á Íslandi, en félagið er þvert á tónlistarstrauma, bakgrunn og menntun.

Félagið hefur nú annað starfsár sitt með uppskeruhátíð í Hörpu.

Lára Rúnarsdóttir, tónlistarkona, er stofnandi Kítón. Hún segir tilgang félagsins að skapa jákvæða umræðu, samstöðu og samstarfsvettvang meðal tónlistarkvenna. Mikilvægt sé að vekja athygli á því að hallað sé á hlut kvenna í tónlistariðnaði á Íslandi.

Tónlistarkonur úr öllum áttum koma fram í Hörpu í dag til þess að vekja athygli á málstaðnum og er aðgangur ókeypis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×