Háfættur blæju-Golf Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2014 10:21 Snotrasti jepplingur frá Volkswagen, T-Roc. Jalopnik Volkswagen kynnir nú nýjan jeppling á bílasýningunni í Genf, bíl af minni gerðinni sem fengioð hefur nafnið T-Roc. Ólíklegt er þó að það verði hið endanlega nafn bílsins, sem sagt er að nær örugglega muni fara í framleiðslu. Bíllinn er smærri er Tiguan jepplingurinn og er að mörgu leiti sami bíllinn og Volkswagen Golf fólksbíllinn. Þessi nýi bíll er með sama undirvagn og Golf og forsvarsmenn Volkswagen hafa sagt að hann gæti fengið sama vélarúrval og býðst í Golf. Það gæti þýtt bensínvélar, dísilvélar, Plug-In-Hybrid og hreinan rafmagnsbíl. Eins og hann stendur á gólfinu í Genf er hann hinsvegar með 182 hestafla TDI dísilvél með tveggja lítra sprengirými. Sjö gíra sjálfskipting með tveimur kúplingum sér um að skila afli vélarinnar til allra hjólanna. Bíllinn er með opnanlegu þaki sem smeygt er handvirkt í skott bílsins. Annað sem er óvenjulegt við bílinn er að hann er þriggja dyra, nokkuð óvenjulegt fyrir jeppling. Það verður ekki tekið af þessum bíl að hann er fyrir augað og vonandi að framleiðsla hans verði. Svo mikil er eftirspurnin eftir jepplingum í heiminum, sérstaklega smáum, að það mun vafalaust ýta undir framleiðslu hans. Framleiðsla og þróun hans ætti ekki að vera Volkswagen mjög dýr þar sem stór hluti bílsins er sameiginlegur með Volkswagen Golf, bíl ársins í heiminum..Tekur þónokkurn svip frá Golf.Innanrýmið. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent
Volkswagen kynnir nú nýjan jeppling á bílasýningunni í Genf, bíl af minni gerðinni sem fengioð hefur nafnið T-Roc. Ólíklegt er þó að það verði hið endanlega nafn bílsins, sem sagt er að nær örugglega muni fara í framleiðslu. Bíllinn er smærri er Tiguan jepplingurinn og er að mörgu leiti sami bíllinn og Volkswagen Golf fólksbíllinn. Þessi nýi bíll er með sama undirvagn og Golf og forsvarsmenn Volkswagen hafa sagt að hann gæti fengið sama vélarúrval og býðst í Golf. Það gæti þýtt bensínvélar, dísilvélar, Plug-In-Hybrid og hreinan rafmagnsbíl. Eins og hann stendur á gólfinu í Genf er hann hinsvegar með 182 hestafla TDI dísilvél með tveggja lítra sprengirými. Sjö gíra sjálfskipting með tveimur kúplingum sér um að skila afli vélarinnar til allra hjólanna. Bíllinn er með opnanlegu þaki sem smeygt er handvirkt í skott bílsins. Annað sem er óvenjulegt við bílinn er að hann er þriggja dyra, nokkuð óvenjulegt fyrir jeppling. Það verður ekki tekið af þessum bíl að hann er fyrir augað og vonandi að framleiðsla hans verði. Svo mikil er eftirspurnin eftir jepplingum í heiminum, sérstaklega smáum, að það mun vafalaust ýta undir framleiðslu hans. Framleiðsla og þróun hans ætti ekki að vera Volkswagen mjög dýr þar sem stór hluti bílsins er sameiginlegur með Volkswagen Golf, bíl ársins í heiminum..Tekur þónokkurn svip frá Golf.Innanrýmið.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent