Fyrsti bíll Schreyer fyrir Hyundai Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2014 11:45 Hyundai Intrado jepplingurinn. Hinn virti bílahönnuður Peter Schreyer sem teiknað hefur alla bílalínu Kia uppá nýtt hefur nú teiknað sinn fyrst bíl fyrir systurfyrirtækið Hyundai. Þetta er jepplingur, hvað annað, sem fengið hefur nafnið Intrado. Hann er með litla glugga og harla óvenjulega vængi við báðar hjólaskálarnar. Getgátur eru uppi um að þessi bíll verði arftaki Hyundai iX35, sem heitir Tucson í Bandaríkjunum. Intrado er vetnisbíll og Hyundai sýnir hann nú á bílasýningunni í Genf. Í dag og á morgun eru blaðamannadagar á bílasýningunni áður en hún verður opnuð almenningi. Peter Schreyer er nú orðinn aðalhönnuður fyrir bæði fyrirtækin og einn af framkvæmdastjórum móðurfyrirtæksins Hyundai. Óvenjulegir vængir við hjólaskálarnar. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent
Hinn virti bílahönnuður Peter Schreyer sem teiknað hefur alla bílalínu Kia uppá nýtt hefur nú teiknað sinn fyrst bíl fyrir systurfyrirtækið Hyundai. Þetta er jepplingur, hvað annað, sem fengið hefur nafnið Intrado. Hann er með litla glugga og harla óvenjulega vængi við báðar hjólaskálarnar. Getgátur eru uppi um að þessi bíll verði arftaki Hyundai iX35, sem heitir Tucson í Bandaríkjunum. Intrado er vetnisbíll og Hyundai sýnir hann nú á bílasýningunni í Genf. Í dag og á morgun eru blaðamannadagar á bílasýningunni áður en hún verður opnuð almenningi. Peter Schreyer er nú orðinn aðalhönnuður fyrir bæði fyrirtækin og einn af framkvæmdastjórum móðurfyrirtæksins Hyundai. Óvenjulegir vængir við hjólaskálarnar.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent