Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 31-25 | Haukar með sópinn á lofti Guðmundur Marinó Ingvarsson á Ásvöllum skrifar 6. mars 2014 13:33 Tjörvi Þorgeirsson undirbýr línusendingu í leiknum í kvöld. Vísir/Daníel Haukar skelltu FH 31-25 í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Haukar unnu því alla þrjá nágranaslagina í deildinni í vetur og tróna sem fyrr á toppi deildarinnar. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi þó það leyndi sér ekki að liðin voru að leika í bikarhelginni um síðustu helgi. Þreytu merki voru á báðum liðum auk þess lykilmenn vantaði í bæði lið. Ásbjörn Friðriksson leikstjórnandi FH meiddist gegn Haukum í bikarnum á föstudaginn og vökvi kom inn á hnéið hjá Sigurbergi Sveinsson stórskyttu Hauka eftir bikarúrslitaleikinn. Haukar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik 15-13 en seinni hálfleikur var í raun aldrei spennandi. Haukar voru mun sterkari frá upphafi seinni hálfleiks og var mótspyrna FH máttlítil. Ekki hjálpaði til að Ísak Rafnsson fékk fingur í augað seint í fyrri hálfleik og kom ekki meira við sögu og Andri Berg Haraldsson fékk sína þriðju brottvísun áður en seinni hálfleikur var hálfnaður. Breiddin í liði Hauka naut sín í leiknum og liðið spilaði góðan varnarleik lengst af seinni hálfleik. Haukar eru enn með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar og er liði nú með 10 stigum meira en FH sem er í sjötta sæti.Árni Steinn Steinþórsson í kröppum dansi.Vísir/DaníelÞórður Rafn: Hafnarfjörður er rauður „Ég held ekki, sex ennþá meira sannfærandi sigrar kannski,“ sagði Þórður Rafn Guðmundsson aðspurður hvort eitthvað gæti verið betra en að vinna FH sex sinnum á sömu leiktíðinni. Haukar unnu alla þrjá leiki liðanna í deildinni auk þess að vinna þegar liðin mættust í deildarbikarnum, Hafnarfjarðarmótinu og undanúrslitum bikarsins um síðustu helgi. „Þetta er ógeðslega gaman, Hafnarfjörður er rauður. „Hún er ótrúlega erfið þessi bikarhelgi og menn voru þreyttir eftir hana. Við fögnuðum aðeins en vorum meðvitaðir um að það er erfitt að gíra sig upp í leik strax eftir bikar en það gerði þetta auðveldara að eiga FH í fyrsta leik eftir bikarinn. „Eins og skeður oft hjá okkur að þegar við finnum lyktina að því að við getum unnið þá smellur allt. Vörnin fór að ganga betur, það var ekki mikið um varnir í fyrri hálfleik,“ sagði Þórður. Sigurbergur Sveinsson gat ekki leikið með Haukum vegna vökva inni á hnénu en Haukar söknuðu hans ekki í kvöld. „Það eru allir klárir og Adam (Haukur Baumruk) er búinn að standa sig vel í vetur og fékk stórt hlutverk í kvöld og stóð sig ágætlega. Þetta er þvílík liðsheild og það eru allir klárir að gefa allt í þetta, alveg sama hvort menn spila í eina mínútu eða í 60 mínútur,“ sagði Þórður Rafn.Einar Rafn Eiðsson var markahæstur FH-inga.Vísir/DaníelAtli Rúnar: Langar helst að leggjast í parketið og grenja „Þeir virðast vera með gott tak á okkur. Þetta er viðbjóður og sérstaklega tæpri viku eftir að hafa dottið út á móti þeim í bikar,“ sagði Atli Rúnar Steinþórsson línumaður FH eftir leikinn. „Mig langar helst að leggjast í parketið og grenja,“ bætti Atli Rúnar við sem neyddist til að leika vörn í kvöld í fyrsta sinn í langan tíma. „Ísak missir sjónina á öðru auganu og svo fær Andri (Berg Haraldsson) rautt og við erum komnir út í einhverja fáránlega vörn sem við höfum aldrei æft. „Ég hef ekki spilað vörn í tíu ár í deildinni og þegar það þarf að nota mig þar þá erum við ekki í góðum málum. „Við byrjum seinni hálfleikinn afar illa og þetta er alveg eins og í bikarleiknum, við töpum þessu þá. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða en við erum engu að síður að spila ágætlega á löngum köflum. Það er jákvætt en við þurfum að peppa okkur betur upp í hálfleik,“ sagði Atli Rúnar. Olís-deild karla Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Haukar skelltu FH 31-25 í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Haukar unnu því alla þrjá nágranaslagina í deildinni í vetur og tróna sem fyrr á toppi deildarinnar. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi þó það leyndi sér ekki að liðin voru að leika í bikarhelginni um síðustu helgi. Þreytu merki voru á báðum liðum auk þess lykilmenn vantaði í bæði lið. Ásbjörn Friðriksson leikstjórnandi FH meiddist gegn Haukum í bikarnum á föstudaginn og vökvi kom inn á hnéið hjá Sigurbergi Sveinsson stórskyttu Hauka eftir bikarúrslitaleikinn. Haukar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik 15-13 en seinni hálfleikur var í raun aldrei spennandi. Haukar voru mun sterkari frá upphafi seinni hálfleiks og var mótspyrna FH máttlítil. Ekki hjálpaði til að Ísak Rafnsson fékk fingur í augað seint í fyrri hálfleik og kom ekki meira við sögu og Andri Berg Haraldsson fékk sína þriðju brottvísun áður en seinni hálfleikur var hálfnaður. Breiddin í liði Hauka naut sín í leiknum og liðið spilaði góðan varnarleik lengst af seinni hálfleik. Haukar eru enn með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar og er liði nú með 10 stigum meira en FH sem er í sjötta sæti.Árni Steinn Steinþórsson í kröppum dansi.Vísir/DaníelÞórður Rafn: Hafnarfjörður er rauður „Ég held ekki, sex ennþá meira sannfærandi sigrar kannski,“ sagði Þórður Rafn Guðmundsson aðspurður hvort eitthvað gæti verið betra en að vinna FH sex sinnum á sömu leiktíðinni. Haukar unnu alla þrjá leiki liðanna í deildinni auk þess að vinna þegar liðin mættust í deildarbikarnum, Hafnarfjarðarmótinu og undanúrslitum bikarsins um síðustu helgi. „Þetta er ógeðslega gaman, Hafnarfjörður er rauður. „Hún er ótrúlega erfið þessi bikarhelgi og menn voru þreyttir eftir hana. Við fögnuðum aðeins en vorum meðvitaðir um að það er erfitt að gíra sig upp í leik strax eftir bikar en það gerði þetta auðveldara að eiga FH í fyrsta leik eftir bikarinn. „Eins og skeður oft hjá okkur að þegar við finnum lyktina að því að við getum unnið þá smellur allt. Vörnin fór að ganga betur, það var ekki mikið um varnir í fyrri hálfleik,“ sagði Þórður. Sigurbergur Sveinsson gat ekki leikið með Haukum vegna vökva inni á hnénu en Haukar söknuðu hans ekki í kvöld. „Það eru allir klárir og Adam (Haukur Baumruk) er búinn að standa sig vel í vetur og fékk stórt hlutverk í kvöld og stóð sig ágætlega. Þetta er þvílík liðsheild og það eru allir klárir að gefa allt í þetta, alveg sama hvort menn spila í eina mínútu eða í 60 mínútur,“ sagði Þórður Rafn.Einar Rafn Eiðsson var markahæstur FH-inga.Vísir/DaníelAtli Rúnar: Langar helst að leggjast í parketið og grenja „Þeir virðast vera með gott tak á okkur. Þetta er viðbjóður og sérstaklega tæpri viku eftir að hafa dottið út á móti þeim í bikar,“ sagði Atli Rúnar Steinþórsson línumaður FH eftir leikinn. „Mig langar helst að leggjast í parketið og grenja,“ bætti Atli Rúnar við sem neyddist til að leika vörn í kvöld í fyrsta sinn í langan tíma. „Ísak missir sjónina á öðru auganu og svo fær Andri (Berg Haraldsson) rautt og við erum komnir út í einhverja fáránlega vörn sem við höfum aldrei æft. „Ég hef ekki spilað vörn í tíu ár í deildinni og þegar það þarf að nota mig þar þá erum við ekki í góðum málum. „Við byrjum seinni hálfleikinn afar illa og þetta er alveg eins og í bikarleiknum, við töpum þessu þá. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða en við erum engu að síður að spila ágætlega á löngum köflum. Það er jákvætt en við þurfum að peppa okkur betur upp í hálfleik,“ sagði Atli Rúnar.
Olís-deild karla Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira