Kjóstu og hafðu áhrif Ingibjörg Ósk Birgisdóttir skrifar 7. mars 2014 10:45 Ég hef setið í stjórn VR síðastliðin fjögur ár. Sá tími hefur verið sviptingasamur og hafa formennirnir verið þrír talsins á þeim skamma tíma. Margir stjórnarmenn VR hafa líka staldrað of stutt við. Á það ekki síst við um margar öflugar konur sem hafa ekki sóst eftir endurkjöri. Þessi mikla endurnýjun stjórnarmanna er of hröð. Þótt vitanlega sé gott og hollt í félagsstarfi að fá reglulega inn nýtt fólk með nýjar og ferskar hugmyndir þá má reynsla sem fólk öðlast og tekur töluverðan tíma að afla sér ekki glatast alveg svona hratt. Félagsmenn í stéttarfélögum gera réttilega kröfur til forystumanna en á stundum er gagnrýnin of hörð. Þetta leiðir til þess að fólk veigrar sér við að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir félögin – sem er slæmt því að eins og við vitum eru stéttarfélögin nauðsynlegur hluti samfélagsins – án þeirra gæti afrakstur baráttu vinnandi fólks fyrir bættum kjörum fljótlega orðið að engu. Á stjórnarferli mínum í VR hefur mér verið treyst til að gegna ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Skoðanaskipti innan launþegahreyfingarinnar eru lífleg og menn ekki á sama máli í einu og öllu frekar en annars staðar í þjóðfélaginu. Það má þó aldrei gleyma því að samstaða launafólks er langsterkasta baráttutækið og líklega það eina sem atvinnurekendur taka mark á í reynd og óttast. Það hlýtur að vera eitt af markmiðum allra þeirra sem vinna í þágu VR að stuðla að því að félagsmenn geti verið stoltir af félagi sínu, að þeir geti óhikað treyst félaginu til að gæta réttinda sinna í hvívetna. Ég gef að nýju kost á mér til stjórnarsetu af því að ég tel mig geta nýtt þá reynslu sem ég hef öðlast undanfarin fjögur ár til hagsbóta fyrir félagsmenn VR. Rafrænni allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna VR vegna kjörs í stjórn lýkur kl. 12 á hádegi föstudaginn 14. mars nk. Um feril og áherslur frambjóðenda að þessu sinni má lesa í VR-blaðinu og á heimasíðu félagsins. Ég hvet alla félagsmenn til að nýta sér atkvæðisrétt sinn.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ég hef setið í stjórn VR síðastliðin fjögur ár. Sá tími hefur verið sviptingasamur og hafa formennirnir verið þrír talsins á þeim skamma tíma. Margir stjórnarmenn VR hafa líka staldrað of stutt við. Á það ekki síst við um margar öflugar konur sem hafa ekki sóst eftir endurkjöri. Þessi mikla endurnýjun stjórnarmanna er of hröð. Þótt vitanlega sé gott og hollt í félagsstarfi að fá reglulega inn nýtt fólk með nýjar og ferskar hugmyndir þá má reynsla sem fólk öðlast og tekur töluverðan tíma að afla sér ekki glatast alveg svona hratt. Félagsmenn í stéttarfélögum gera réttilega kröfur til forystumanna en á stundum er gagnrýnin of hörð. Þetta leiðir til þess að fólk veigrar sér við að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir félögin – sem er slæmt því að eins og við vitum eru stéttarfélögin nauðsynlegur hluti samfélagsins – án þeirra gæti afrakstur baráttu vinnandi fólks fyrir bættum kjörum fljótlega orðið að engu. Á stjórnarferli mínum í VR hefur mér verið treyst til að gegna ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Skoðanaskipti innan launþegahreyfingarinnar eru lífleg og menn ekki á sama máli í einu og öllu frekar en annars staðar í þjóðfélaginu. Það má þó aldrei gleyma því að samstaða launafólks er langsterkasta baráttutækið og líklega það eina sem atvinnurekendur taka mark á í reynd og óttast. Það hlýtur að vera eitt af markmiðum allra þeirra sem vinna í þágu VR að stuðla að því að félagsmenn geti verið stoltir af félagi sínu, að þeir geti óhikað treyst félaginu til að gæta réttinda sinna í hvívetna. Ég gef að nýju kost á mér til stjórnarsetu af því að ég tel mig geta nýtt þá reynslu sem ég hef öðlast undanfarin fjögur ár til hagsbóta fyrir félagsmenn VR. Rafrænni allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna VR vegna kjörs í stjórn lýkur kl. 12 á hádegi föstudaginn 14. mars nk. Um feril og áherslur frambjóðenda að þessu sinni má lesa í VR-blaðinu og á heimasíðu félagsins. Ég hvet alla félagsmenn til að nýta sér atkvæðisrétt sinn.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar