Lífið

Lena Dunham var rekin frá HBO

Lena Dunham
Lena Dunham Vísir/Getty
Hún er stórstjarna í dag, en fyrir nokkrum árum síðan voru stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar HBO ekki jafn ánægðir með Lenu Dunham.

Í viðtali við Bill Simmons sagði Dunham:

„Ég var rekin eftir einn dag á setti á Mildred Pierce. Að vera rekinn er kannski fullt gróft - ég var látin fara, mjög fallega, eftir einn tökudag.“

Mildred Pierce er sjónvarpsþáttaröð sem sýnd var á HBO árið 2011.

„Mér var upprunalega sagt að það yrði þrír tökudagar en eftir hálfan dag sögðu þeir bara, Við fengum það sem við þurftum!“ 

„Ég veit að ég stóð mig hörmulega vegna þess að Ilene Landress, sem framleiðir Girls framleiddi líka Mildred Pierce og sagði mér að hún hefði verið að taka aukaleikara í prufur í kjallaranum til þess að koma í minn stað. Ég var alveg það léleg,“ hélt Dunham áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.