Handbolti

Þrettán íslensk mörk í sigri Emsdetten á Eisenach

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólafur Bjarki skoraði fjögur mörk.
Ólafur Bjarki skoraði fjögur mörk. Vísir/Bongarts
Emsdetten vann mikilvægan sigur á Eisenach, 27-25, á útivelli í uppgjöri nýliðanna í þýsku 1. deildinni í handbolta í dag.

Gestirnir voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15-11, gegn lærisveinum Aðalsteins Eyjólfssonar en liðin verma tvö neðstu sæti deildarinnar.

Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk fyrir Eisenach en Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði fjögur fyrir Emsdetten, Oddur Gretarsson þrjú og Ernir Hrafn Arnarson eitt mark.

Emsdetten er á botninum með sjö stig eftir sigurinn og færðist nær Eisenach sem er í næstneðsta sæti með ellefu stig.

Hannes Jón Jónsson er enn frá vegna veikinda hjá Eisenach og munar um minna.

Fyrr í dag vann svo Melsungen sigur á Bergischer, 34-29. Björgvin Páll Gústavsson varði tvö skot í marki Bergischer en Arnór Gunnarsson komst ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×