Körfubolti

Dómaranefnd kærir Magnús Þór

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur.
Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur. Vísir/Pjetur
Dómaranefnd KKÍ hefur ákveðið að senda inn kæru til aganefndar sambandsins vegna atviks sem átti sér stað í leik KR og Keflavíkur á mánudagskvöldið.

KR vann þá nauman sigur á Keflavík, 90-89, en um miðjan þriðja leikhluta fékk Brynjar Þór Björnsson, sem skoraði sigurkörfu KR, högg í andlitið frá Magnúsi Þór Gunnarssyni.

Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar, staðfesti í samtali við Vísi að nefndin hefði vísað málinu til aganefndar en Magnúsi var ekki refsað fyrir brotið í leiknum.

Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði við Vísi í gær að félagið ætlaði ekki að kæra atvikið en sagði að svona lagað ætti ekki að sjást á vellinum.

Magnús Þór birti í gær afsökunarbeiðni á heimasíðu Keflavíkur.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.