Skömmtunarhagfræði Sjálfstæðisflokksins? Helgi Haukur Hauksson skrifar 27. febrúar 2014 14:00 Námsmenn eru mikilvægur hópur fyrir sagmfélagið, þeir eru hópurinn sem mun koma til með að byggja grunnstoðir samfélagsins fyrir framtíðina. Ungt fólk skráir sig fullt áhuga og metnaðar til náms, sest á skólabekk, les í skræðum og skilar góðu verki. En hvað gerist að skóladegi loknum? Þá þarf hinn metnaðarfulli námsmaður að fara heim og borga reikninga svona eftir að hafa tæmt út af kortinu í matarinnkaupunum á leiðinni heim. Námsmenn þurfa nefninlega líka að borða, kaupa bækur, borga húsleigu og símreikninga. Svo ekki sé talað um barnafólk sem þarf að borga leikskólagjöld, kaupa föt á börnin og annað það sem tilheyrir barnauppeldi. En þetta allt saman er svo sem ekkert óeðlilegt, fólk þarf að lifa!Erfitt að ná endum saman Þegar námsmaðurinn er búinn að fá útgreidda sína mánaðarlegu greiðslu frá LÍN og búinn að vinna sem nemur í hæsta lagi fyrir 62500 kr. á mánuði án þess að námslán skerðist er nánast engin leið að klífa reikningamúrinn. Þegar þessar upphæðir hafa verið lagðar saman á námsmaðurinn, svo mjög vægt sé til orða tekið, erfitt með að ná endum saman. Skömmtunarhagfræði Lánasjóðsins þar sem námsmönnum eru skammtaðir peningar með barnshnefa er algerlega gjaldþrota. Ekki er um að ræða bætur eða beina framfærslu frá ríkinu heldur lán sem greidd eru til baka og þau eru greidd til baka þó vextir séu niðurgreiddir af ríkissjóði. Hækkun frítekjumarks námslána er sennilega sú leið sem er hvað einföldust til þess að bæta kjör námsmanna verulega. Leyfum námsmönnum að vinna og bjarga sér sjálfir!Mun Illugi skoða málið? Seint verður hægt að trúa því að Sjálfstæðisflokkurinn muni vilja leggja nafn sitt við skömmtunarhagfræði af þessu tagi. En þar liggur valdið nú í dag, sá ágæti maður Illugi Gunnarsson fer með þann málaflokk sem viðkemur LÍN getur ekki verið þekktur fyrir að styðja slíka vegferð. Ekki væri það í anda stefnu Sjálfstæðismanna að vera á móti því að fólk bjargi sér sjálft og vinni fyrir launum með heiðarlegum hætti. Ekki væri það í anda Sjálfstæðisflokksins að ýta undir svarta atvinnustarfsemi vegna þess að námsmenn eru að reyna að bjarga sér og komast á sama tíma hjá því að skerða námslán sín. Því vil ég treysta og trúa því að menntamálaráðherra leggi það til við stjórn LÍN við endurskoðun útlánareglan Lánasjóðsins að frítekjumark námslána verði hækkað verulega án þess að skerða önnur réttindi námsmanna. Þannig að námsmenn þurfi ekki að hokra með sultardropann í nefinu á næstu árum á sama tíma og við viljum stæra okkur af velferð og góðum aðbúnaði námsmanna í hvívetna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Námsmenn eru mikilvægur hópur fyrir sagmfélagið, þeir eru hópurinn sem mun koma til með að byggja grunnstoðir samfélagsins fyrir framtíðina. Ungt fólk skráir sig fullt áhuga og metnaðar til náms, sest á skólabekk, les í skræðum og skilar góðu verki. En hvað gerist að skóladegi loknum? Þá þarf hinn metnaðarfulli námsmaður að fara heim og borga reikninga svona eftir að hafa tæmt út af kortinu í matarinnkaupunum á leiðinni heim. Námsmenn þurfa nefninlega líka að borða, kaupa bækur, borga húsleigu og símreikninga. Svo ekki sé talað um barnafólk sem þarf að borga leikskólagjöld, kaupa föt á börnin og annað það sem tilheyrir barnauppeldi. En þetta allt saman er svo sem ekkert óeðlilegt, fólk þarf að lifa!Erfitt að ná endum saman Þegar námsmaðurinn er búinn að fá útgreidda sína mánaðarlegu greiðslu frá LÍN og búinn að vinna sem nemur í hæsta lagi fyrir 62500 kr. á mánuði án þess að námslán skerðist er nánast engin leið að klífa reikningamúrinn. Þegar þessar upphæðir hafa verið lagðar saman á námsmaðurinn, svo mjög vægt sé til orða tekið, erfitt með að ná endum saman. Skömmtunarhagfræði Lánasjóðsins þar sem námsmönnum eru skammtaðir peningar með barnshnefa er algerlega gjaldþrota. Ekki er um að ræða bætur eða beina framfærslu frá ríkinu heldur lán sem greidd eru til baka og þau eru greidd til baka þó vextir séu niðurgreiddir af ríkissjóði. Hækkun frítekjumarks námslána er sennilega sú leið sem er hvað einföldust til þess að bæta kjör námsmanna verulega. Leyfum námsmönnum að vinna og bjarga sér sjálfir!Mun Illugi skoða málið? Seint verður hægt að trúa því að Sjálfstæðisflokkurinn muni vilja leggja nafn sitt við skömmtunarhagfræði af þessu tagi. En þar liggur valdið nú í dag, sá ágæti maður Illugi Gunnarsson fer með þann málaflokk sem viðkemur LÍN getur ekki verið þekktur fyrir að styðja slíka vegferð. Ekki væri það í anda stefnu Sjálfstæðismanna að vera á móti því að fólk bjargi sér sjálft og vinni fyrir launum með heiðarlegum hætti. Ekki væri það í anda Sjálfstæðisflokksins að ýta undir svarta atvinnustarfsemi vegna þess að námsmenn eru að reyna að bjarga sér og komast á sama tíma hjá því að skerða námslán sín. Því vil ég treysta og trúa því að menntamálaráðherra leggi það til við stjórn LÍN við endurskoðun útlánareglan Lánasjóðsins að frítekjumark námslána verði hækkað verulega án þess að skerða önnur réttindi námsmanna. Þannig að námsmenn þurfi ekki að hokra með sultardropann í nefinu á næstu árum á sama tíma og við viljum stæra okkur af velferð og góðum aðbúnaði námsmanna í hvívetna.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar