Innlent

Mótmælin á Austurvelli - 4. dagur

Mikill fjöldi hefur safnast saman á Austurvelli síðustu daga og krafðist þess að ríkisstjórnin taki til baka þingsályktunartillögu um að aðildarviðræðum yrði hætt við ESB.
Mikill fjöldi hefur safnast saman á Austurvelli síðustu daga og krafðist þess að ríkisstjórnin taki til baka þingsályktunartillögu um að aðildarviðræðum yrði hætt við ESB. Fréttablaðið/Pjetur
Mótmæli eru hafin á Austurvelli fjórða daginn í röð. Mótmælt er fyrirhugaðri afturköllun aðildarviðræðna við Evrópusambandið.

Líkt og síðustu daga birtir Vísir myndir og athugasemdir tengdar mótmælunum sem almenningur birtir í gegnum samfélagsmiðla. Fréttir fyrri daga má finna fyrir neðan þær en nú þegar hafa á annað hundrað mynda verið birtar á þennan hátt.

Beina útsendingu frá mótmælunum má sjá í vefmyndavél á  heimasíðu Mílu.

Nú hafa um 38 þúsund manns skrifað undir á síðunni  thjod.is  þar sem skorað er Alþingi að leggja til hliðar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu.



Við biðjum þá sem eru staddir á Austurvelli og vilja miðla myndum eða athugasemdum til Vísis í gegnum Instagram eða Twitter að merkja færslurnar með #visir.


Tengdar fréttir

Mótmælin við Austurvöll - 3. dagur

Þriðju mótmælin á Austurvelli eru hafin en mótmælt er fyrirhugaðri afturköllun aðildarviðræðna við Evrópusambandið.

Rafmagnað andrúmsloft á Austurvelli í dag - Myndband

Vel á fjórða þúsund manns kom á Austurvöll til þess að mótmæla áætlun ríkisstjórnarinnar að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Enn er talsverður fjöldi staddur á Austurvelli.

Mótmæltu á Ráðhústorginu

Samstöðumótmæli voru á Ráðhústorginu á Akureyri dag. Mótmælin snéru að ákvörðun stjórnarflokkanna að draga umsókn Íslendinga inn í Evrópusambandið til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×