Telur afgreiðslu dómara tilhæfulausa Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 12. febrúar 2014 17:30 Stefán Karl hefur beðið skjólstæðing sinn afsökunar. VÍSIR/SAMSETT Stefán Karl Kristjánsson lögmaður hafnar því að hafa brotið gegn skjólstæðingi sínum eða sýnt dómi vanvirðu í yfirlýsingu sem hann sendi vegna frétta þess efnis að honum hefði verið gert að greiða 300 þúsund krónur í sekt. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness var Stefáni Karli gert að greiða sektina vegna ámælisverðra vinnubragða sem verjandi manns sem dæmdur var með í sama dómi í fjögurra mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot. „Ég tel afgreiðslu dómara tilhæfulausa og mun leita eftir því á öðrum vettvang að fá henni hnekkt,“ segir Stefán Karl í yfirlýsingunni. Með yfirlýsingu Stefáns Karls fylgdu endurrit úr þingbók Héraðsdóms Reykjaness og tölvupóstssamskipti milli dómara málsins, ákæruvalds og verjanda. Stefán Karl skrifar athugasemdir á þingbækurnar og segir í yfirlýsingu að hann finni að því að dómari hafi ekki tilkynnt verjanda um dagsetningar á fyrirtökum, að lögmæt boðuð forföll séu skráð sem ólögmæt. Hann segir þingbók málsins bera þess merki að vera breytt eftir á og að ekki hafi verið boðað til þinghalda með formlegum hætti. Dómari hafi misritað dagsetningar fyrirtöku og ekki leiðrétt. Hann segir göngin bera þess merki að dómari hafi átt í einhliða samskiptum við ákæruvald um frestun máls utan réttar. Í athugasemdum Stefáns Karls kemur fram að í fyrsta skipti sem hann mætti ekki í þinghald hafi hann verið lagður á sjúkrahús sama dag vegna botnlangabólgu en í það skipti mætti annar fulltrúi í stað Stefáns Karls. Í annað skipti sem hann mætti ekki vísar Stefán Karl til þess að hann hafi ekki verið látinn vita af þeirri því þinghaldi og ekki einu sinni eftir það og hann hafi ekki vitað fyrr en seint í nóvember að þinghald hafi verið þennan dag. Stefán Karl segir að ekki hafi verið haft samband við hann þegar hann mætti ekki við aðalmeðferð málsins nú í febrúar. „Að sönnu gerði ég mistök þegar ekki var mætt til aðalmeðferðar og er misritun í dagbók um að kenna. Vandræðalítið var fyrir dóminn að hafa samband við lögmannsstofuna og leita skýringa á útivist. Dómari kaus hins vegar að gera það ekki og undrar,“ segir í yfirlýsingu Stefáns Karls. Stefán Karl bað skjólstæðing sinn afsökunar á mistökum sínum og segir hann hafa tekið henni vel. Tengdar fréttir Lögmaður sektaður fyrir ítrekað skróp Stefán Karl Kristjánsson var í dag sektaður um 300 þúsund krónur fyrir að mæta ekki við aðalmeðferð hjá skjólstæðingi sínum. 11. febrúar 2014 17:01 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Stefán Karl Kristjánsson lögmaður hafnar því að hafa brotið gegn skjólstæðingi sínum eða sýnt dómi vanvirðu í yfirlýsingu sem hann sendi vegna frétta þess efnis að honum hefði verið gert að greiða 300 þúsund krónur í sekt. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness var Stefáni Karli gert að greiða sektina vegna ámælisverðra vinnubragða sem verjandi manns sem dæmdur var með í sama dómi í fjögurra mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot. „Ég tel afgreiðslu dómara tilhæfulausa og mun leita eftir því á öðrum vettvang að fá henni hnekkt,“ segir Stefán Karl í yfirlýsingunni. Með yfirlýsingu Stefáns Karls fylgdu endurrit úr þingbók Héraðsdóms Reykjaness og tölvupóstssamskipti milli dómara málsins, ákæruvalds og verjanda. Stefán Karl skrifar athugasemdir á þingbækurnar og segir í yfirlýsingu að hann finni að því að dómari hafi ekki tilkynnt verjanda um dagsetningar á fyrirtökum, að lögmæt boðuð forföll séu skráð sem ólögmæt. Hann segir þingbók málsins bera þess merki að vera breytt eftir á og að ekki hafi verið boðað til þinghalda með formlegum hætti. Dómari hafi misritað dagsetningar fyrirtöku og ekki leiðrétt. Hann segir göngin bera þess merki að dómari hafi átt í einhliða samskiptum við ákæruvald um frestun máls utan réttar. Í athugasemdum Stefáns Karls kemur fram að í fyrsta skipti sem hann mætti ekki í þinghald hafi hann verið lagður á sjúkrahús sama dag vegna botnlangabólgu en í það skipti mætti annar fulltrúi í stað Stefáns Karls. Í annað skipti sem hann mætti ekki vísar Stefán Karl til þess að hann hafi ekki verið látinn vita af þeirri því þinghaldi og ekki einu sinni eftir það og hann hafi ekki vitað fyrr en seint í nóvember að þinghald hafi verið þennan dag. Stefán Karl segir að ekki hafi verið haft samband við hann þegar hann mætti ekki við aðalmeðferð málsins nú í febrúar. „Að sönnu gerði ég mistök þegar ekki var mætt til aðalmeðferðar og er misritun í dagbók um að kenna. Vandræðalítið var fyrir dóminn að hafa samband við lögmannsstofuna og leita skýringa á útivist. Dómari kaus hins vegar að gera það ekki og undrar,“ segir í yfirlýsingu Stefáns Karls. Stefán Karl bað skjólstæðing sinn afsökunar á mistökum sínum og segir hann hafa tekið henni vel.
Tengdar fréttir Lögmaður sektaður fyrir ítrekað skróp Stefán Karl Kristjánsson var í dag sektaður um 300 þúsund krónur fyrir að mæta ekki við aðalmeðferð hjá skjólstæðingi sínum. 11. febrúar 2014 17:01 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Lögmaður sektaður fyrir ítrekað skróp Stefán Karl Kristjánsson var í dag sektaður um 300 þúsund krónur fyrir að mæta ekki við aðalmeðferð hjá skjólstæðingi sínum. 11. febrúar 2014 17:01