Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-Valur 21-31 | Valsmenn unnu stórsigur í Eyjum Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 13. febrúar 2014 18:15 Óli er með strákana sína í Eyjum. Lærisveinar Ólafs Stefánssonar í Val eru komnir á mikið skrið í Olís-deild karla en Valsliðið fagnaði sínum fjórða deildarsigri í röð í kvöld þegar liðið vann tíu marka sigur á ÍBV í Eyjum, 31-21. Bæði lið voru búin að vinna þrjá deildarleiki í röð en féllu út úr bikarnum í upphafi vikunnar. Valsmenn komu hinsvegar mun sterkari til baka frá þeim vonbrigðum og unnu sannfærandi sigur. Leikurinn varð aldrei spennandi en Valsmenn komust yfir í byrjun og héldu forystunni út allan leikinn. Það var eins og Eyjamenn hafi ekki mætt til leiks og fyir það var þeim svo sannarlega refsað. Flottur sóknarleikur og frábær varnarleikur Valsara í byrjun leiks skóp sigurinn. Gestirnir komust sjö mörkum yfir þegar einungis sautján mínútur voru liðnar en þá höfðu þeir Orri Freyr Gíslason og Sveinn Aron Sveinsson farið á kostum. Eyjamenn tóku leikhlé og reyndu að snúa leiknum sér í vil en það virtist vera þannig að fyrir hvert mark sem heimamenn skoruðu þá skoruðu Valsmenn eitt ef ekki tvö í bakið á þeim. Staðan í hálfleik var svo 8-17 og leikurinn nánast búinn. Valsmenn mættu ekki jafnsterkir til leiks í síðari hálfleik en Eyjamenn gengu á lagið og náðu að skora nokkur mörk. Á tveggja mínútna kafla tókst Eyjamönnum að skora fjögur mörk gegn engu frá Valsmönnum og voru þá komnir fjórum mörkum frá gestunum. Þá tók Ólafur Stefánsson leikhlé sem reyndist vera góð ákvörðun því að Valsmönnum tókst að auka forskotið í sjö mörk og þá voru einungis tíu mínútur eftir af leiknum. Munurinn var svo orðinn tíu mörk þegar að Geir Guðmundsson hafði prjónað sig í gegn nokkrum sinnum. Leiknum lauk svo með tveimur mörkum frá Finni Inga Stefánssyni og lokatölur því 21-31, liðin hafa því sætaskipti við topp deildarinnar en Eyjamenn geta endurheimt annað sætið takist þeim að vinna leikinn sem þeir eiga inni.Vignir Stefánsson: Bubbi er hrikalega flottur fyrir aftan „Þetta var mjög gott, erfiður leikur framan af. Þeir komust aðeins inn í þetta aftur, við vissum að þeir myndu ekki gefast upp. Það var gaman að koma hingað aftur og spila,“ sagði Vignir Stefánsson fyrrverandi leikmaður ÍBV og núverandi leikmaður Vals eftir stórsigur síðarnefnda liðsins í Eyjum í kvöld. „Vörnin nær vel saman og Bubbi er hrikalega flottur fyrir aftan. Við erum að bæta okkur og sérstaklega varnarlega,“ bætti Vignir við. „Við stökkum upp fyrir þá í bili og tökum bara þau stig sem eru í boði,“ voru lokaorð Vignis en hann skoraði tvö mörk úr tveimur skotum í dag.Arnar Pétursson: Þetta var alveg skelfilegt „Þetta var langt frá því að vera okkar dagur, þetta var alveg skelfilegt og þá sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar Pétursson annar þjálfara Eyjamanna eftir stórt tap þeirra fyrir Valsmönnum. „Við verðum að renna yfir það í kvöld hvað fór úrskeiðis. Sóknarlega erum við staðir og mætum bolta mjög illa,“ bætti Arnar við en fyrstu 22 mínútur leiksins skoruðu Eyjamenn aðeins fjögur mörk. „Menn áttu að hreyfa sig boltalaust, draga þá út úr stöðum og mæta á ferðinni þar sem þeir voru ekki en það gekk ekki eftir,“ sagði Arnar í lokin en hann segir að leikmenn hafi verið svekktir eftir bikarleikinn og að hans menn verði að hætta að svekkja sig á því og einbeita sér að því að spila góðan handbolta. Olís-deild karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Sjá meira
Lærisveinar Ólafs Stefánssonar í Val eru komnir á mikið skrið í Olís-deild karla en Valsliðið fagnaði sínum fjórða deildarsigri í röð í kvöld þegar liðið vann tíu marka sigur á ÍBV í Eyjum, 31-21. Bæði lið voru búin að vinna þrjá deildarleiki í röð en féllu út úr bikarnum í upphafi vikunnar. Valsmenn komu hinsvegar mun sterkari til baka frá þeim vonbrigðum og unnu sannfærandi sigur. Leikurinn varð aldrei spennandi en Valsmenn komust yfir í byrjun og héldu forystunni út allan leikinn. Það var eins og Eyjamenn hafi ekki mætt til leiks og fyir það var þeim svo sannarlega refsað. Flottur sóknarleikur og frábær varnarleikur Valsara í byrjun leiks skóp sigurinn. Gestirnir komust sjö mörkum yfir þegar einungis sautján mínútur voru liðnar en þá höfðu þeir Orri Freyr Gíslason og Sveinn Aron Sveinsson farið á kostum. Eyjamenn tóku leikhlé og reyndu að snúa leiknum sér í vil en það virtist vera þannig að fyrir hvert mark sem heimamenn skoruðu þá skoruðu Valsmenn eitt ef ekki tvö í bakið á þeim. Staðan í hálfleik var svo 8-17 og leikurinn nánast búinn. Valsmenn mættu ekki jafnsterkir til leiks í síðari hálfleik en Eyjamenn gengu á lagið og náðu að skora nokkur mörk. Á tveggja mínútna kafla tókst Eyjamönnum að skora fjögur mörk gegn engu frá Valsmönnum og voru þá komnir fjórum mörkum frá gestunum. Þá tók Ólafur Stefánsson leikhlé sem reyndist vera góð ákvörðun því að Valsmönnum tókst að auka forskotið í sjö mörk og þá voru einungis tíu mínútur eftir af leiknum. Munurinn var svo orðinn tíu mörk þegar að Geir Guðmundsson hafði prjónað sig í gegn nokkrum sinnum. Leiknum lauk svo með tveimur mörkum frá Finni Inga Stefánssyni og lokatölur því 21-31, liðin hafa því sætaskipti við topp deildarinnar en Eyjamenn geta endurheimt annað sætið takist þeim að vinna leikinn sem þeir eiga inni.Vignir Stefánsson: Bubbi er hrikalega flottur fyrir aftan „Þetta var mjög gott, erfiður leikur framan af. Þeir komust aðeins inn í þetta aftur, við vissum að þeir myndu ekki gefast upp. Það var gaman að koma hingað aftur og spila,“ sagði Vignir Stefánsson fyrrverandi leikmaður ÍBV og núverandi leikmaður Vals eftir stórsigur síðarnefnda liðsins í Eyjum í kvöld. „Vörnin nær vel saman og Bubbi er hrikalega flottur fyrir aftan. Við erum að bæta okkur og sérstaklega varnarlega,“ bætti Vignir við. „Við stökkum upp fyrir þá í bili og tökum bara þau stig sem eru í boði,“ voru lokaorð Vignis en hann skoraði tvö mörk úr tveimur skotum í dag.Arnar Pétursson: Þetta var alveg skelfilegt „Þetta var langt frá því að vera okkar dagur, þetta var alveg skelfilegt og þá sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar Pétursson annar þjálfara Eyjamanna eftir stórt tap þeirra fyrir Valsmönnum. „Við verðum að renna yfir það í kvöld hvað fór úrskeiðis. Sóknarlega erum við staðir og mætum bolta mjög illa,“ bætti Arnar við en fyrstu 22 mínútur leiksins skoruðu Eyjamenn aðeins fjögur mörk. „Menn áttu að hreyfa sig boltalaust, draga þá út úr stöðum og mæta á ferðinni þar sem þeir voru ekki en það gekk ekki eftir,“ sagði Arnar í lokin en hann segir að leikmenn hafi verið svekktir eftir bikarleikinn og að hans menn verði að hætta að svekkja sig á því og einbeita sér að því að spila góðan handbolta.
Olís-deild karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Sjá meira