Kona Stinky endurheimt eftir þrjá mánuði Jóhannes Stefánsson skrifar 1. febrúar 2014 13:26 Kona Stinky er keppnishjólið hans Gísla Freys. Mynd/Facebook Gísli Freyr Sverrisson endurheimti fokdýrt keppnishjól sitt með hjálp lögreglumanna sem biðu í launsátri á meðan hann fór og hitti þjófinn, eftir að því var stolið af sjöundu hæð í blokk í Engihjallanum. „Þetta byrjaði á því að ég skildi hjólið mitt eftir á gangi á 7. hæð í Engihjallanum því ég nennti ekki a þeirri sekúndu að fara inn með hjólið," segir Gísli Freyr Sverrisson. Gísli er bróðir Jóns Margeirs Sverrissonar, sundkappa. „Pabbi fer síðan og skutlar bróður mínum á sundæfingu og þegar hann kemur heim spyr hann mig: „Hvar er hjólið þitt?" Ég fór bara beint út að leita að því. Það var snjókoma í gangi þannig að ég gat elt förin eftir hjólið aftur fyrir blokkina. Þaðan lágu þau að Digranesskóla en vegna þess að það var nýbúið að ryðja hurfu förin og ég gat ekki elt þau lengra," segir Gísli.Löggan beið í launsátri á meðan þeir hittu þjófinn„Ég auglýsti á Facebook að hjólinu mínu hefði verið stolið, en það skilaði engu. Þetta hjól kostar nýtt hálfa milljón og ég er búinn að eyða miklum peningum í það, þannig að þetta var ótrúlega leiðinlegt," segir Gísli. „Þrem mánuðum seinna hringir félagi minn í mig og segir að sér hafi verið boðið Kona Stinky 2008 árgerð í skiptum fyrir vespuna sína. Ég veit að það eru bara til þrjú svona hjól á landinu og annar félagi minn á eitt þeirra. Ég hringdi í hann og hann sagði að hann væri ekki að reyna að selja sitt, svo að mig grunaði að þetta væri mitt hjól," segir Gísli. „Vinur minn þóttist hafa áhuga á að fá hjólið í skiptum fyrir vespuna og fékk senda mynd af því. Þá var ég viss um að þetta væri mitt hjól og lét lögregluna vita af því. Síðan fórum við bara að skoða hjólið og við vorum búnir að hitta lögguna. Þeir biðu bara í rólegheitunum í nágrenninu og eftir að hafa spjallað við seljandann fór einn okkar út og veifaði til löggunar sem kom bara. Þjófurinn reyndi fyrst að ljúga sig út úr þessu, en ég er allavega búinn að fá hjólið," segir Gísli Freyr Sverrisson. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Gísli Freyr Sverrisson endurheimti fokdýrt keppnishjól sitt með hjálp lögreglumanna sem biðu í launsátri á meðan hann fór og hitti þjófinn, eftir að því var stolið af sjöundu hæð í blokk í Engihjallanum. „Þetta byrjaði á því að ég skildi hjólið mitt eftir á gangi á 7. hæð í Engihjallanum því ég nennti ekki a þeirri sekúndu að fara inn með hjólið," segir Gísli Freyr Sverrisson. Gísli er bróðir Jóns Margeirs Sverrissonar, sundkappa. „Pabbi fer síðan og skutlar bróður mínum á sundæfingu og þegar hann kemur heim spyr hann mig: „Hvar er hjólið þitt?" Ég fór bara beint út að leita að því. Það var snjókoma í gangi þannig að ég gat elt förin eftir hjólið aftur fyrir blokkina. Þaðan lágu þau að Digranesskóla en vegna þess að það var nýbúið að ryðja hurfu förin og ég gat ekki elt þau lengra," segir Gísli.Löggan beið í launsátri á meðan þeir hittu þjófinn„Ég auglýsti á Facebook að hjólinu mínu hefði verið stolið, en það skilaði engu. Þetta hjól kostar nýtt hálfa milljón og ég er búinn að eyða miklum peningum í það, þannig að þetta var ótrúlega leiðinlegt," segir Gísli. „Þrem mánuðum seinna hringir félagi minn í mig og segir að sér hafi verið boðið Kona Stinky 2008 árgerð í skiptum fyrir vespuna sína. Ég veit að það eru bara til þrjú svona hjól á landinu og annar félagi minn á eitt þeirra. Ég hringdi í hann og hann sagði að hann væri ekki að reyna að selja sitt, svo að mig grunaði að þetta væri mitt hjól," segir Gísli. „Vinur minn þóttist hafa áhuga á að fá hjólið í skiptum fyrir vespuna og fékk senda mynd af því. Þá var ég viss um að þetta væri mitt hjól og lét lögregluna vita af því. Síðan fórum við bara að skoða hjólið og við vorum búnir að hitta lögguna. Þeir biðu bara í rólegheitunum í nágrenninu og eftir að hafa spjallað við seljandann fór einn okkar út og veifaði til löggunar sem kom bara. Þjófurinn reyndi fyrst að ljúga sig út úr þessu, en ég er allavega búinn að fá hjólið," segir Gísli Freyr Sverrisson.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira