Andlitslyftur BMW X3 Finnur Thorlacius skrifar 7. febrúar 2014 09:47 Lagleg andlitslyfting BMW X3. Núverandi kynslóð BMW X3 jepplingsins er frá árinu 2010 og því kominn tími á andlitslyftingu bílsins. Ekki er um að ræða kynslóðarbreytingu á bílnum heldur lítillegar en góðar útlitsbreytingar. Ennfremur bætir BMW við tveimur gerðum bílsins, þ.e. X3 sDrive 28i og X3 xDrive 28d svo hann verði enn færari um að keppa í sínum flokki bíla við sífjölgandi gerðir. X3 sDrive 28i er ekki með fjórhjóladrifi heldur aðeins framhjóladrifi og sá fyrsti af X3 gerð. Hann verður með 2,0 lítra forþjöppudrifinni bensínvél sem skilar 240 hestöflum. X3 sDrive 28d er með 2,0 lítra dísilvél með forþjöppu, 180 hestöfl. Bensínbíllinn er 6,2 sek. í hundrað en dísilbíllinn 7,9 sekúndur. Ódýrasta gerð BMW X3 í Bandaríkjunum kostar 39.325 dollara, eða 4,6 milljónir króna. Sala á þessum andlitslyfta BMW X3 hefst með vorinu og er hann af árgerð 2015.Snotur jepplingur.Innanrými BMW X3. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent
Núverandi kynslóð BMW X3 jepplingsins er frá árinu 2010 og því kominn tími á andlitslyftingu bílsins. Ekki er um að ræða kynslóðarbreytingu á bílnum heldur lítillegar en góðar útlitsbreytingar. Ennfremur bætir BMW við tveimur gerðum bílsins, þ.e. X3 sDrive 28i og X3 xDrive 28d svo hann verði enn færari um að keppa í sínum flokki bíla við sífjölgandi gerðir. X3 sDrive 28i er ekki með fjórhjóladrifi heldur aðeins framhjóladrifi og sá fyrsti af X3 gerð. Hann verður með 2,0 lítra forþjöppudrifinni bensínvél sem skilar 240 hestöflum. X3 sDrive 28d er með 2,0 lítra dísilvél með forþjöppu, 180 hestöfl. Bensínbíllinn er 6,2 sek. í hundrað en dísilbíllinn 7,9 sekúndur. Ódýrasta gerð BMW X3 í Bandaríkjunum kostar 39.325 dollara, eða 4,6 milljónir króna. Sala á þessum andlitslyfta BMW X3 hefst með vorinu og er hann af árgerð 2015.Snotur jepplingur.Innanrými BMW X3.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent