GM rétt hafði Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2014 12:15 Volkswagen CC Ekki munaði nema um 10.000 bílum á að Volkswagen skákaði General Motors sem næststærsti bílaframleiðandi heims. GM seldi 9,71 milljón bíla í fyrra en Volkswagen 9,70. Toyota á enn eftir að birta heildarsölutölu sína fyrir nýliðið ár. Ljóst er þó að Toyota er enn stærsti bílaframleiðandinn, en hefur þó líklega ekki náð 10 milljón bíla sölu og endar líklega í 9,9 milljón bílum. Í sölutölum Volkswagen er sala MAN og Scania trukka, en án þeirra var salan samt 9,5 milljón bílar. Vöxtur Volkswagen var örlítið meiri en hjá GM, eða 5,2% á móti 4,5% vexti GM. Sala Volkswagen í Kína nam 3,27 milljón bílum og jókst um 16%, en á meðan jókst sala GM um 11% þar og endaði í 3,16 milljón bílum. Fyrir vikið náði Volkswagen efsta sætinu af GM í Kína. Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent
Ekki munaði nema um 10.000 bílum á að Volkswagen skákaði General Motors sem næststærsti bílaframleiðandi heims. GM seldi 9,71 milljón bíla í fyrra en Volkswagen 9,70. Toyota á enn eftir að birta heildarsölutölu sína fyrir nýliðið ár. Ljóst er þó að Toyota er enn stærsti bílaframleiðandinn, en hefur þó líklega ekki náð 10 milljón bíla sölu og endar líklega í 9,9 milljón bílum. Í sölutölum Volkswagen er sala MAN og Scania trukka, en án þeirra var salan samt 9,5 milljón bílar. Vöxtur Volkswagen var örlítið meiri en hjá GM, eða 5,2% á móti 4,5% vexti GM. Sala Volkswagen í Kína nam 3,27 milljón bílum og jókst um 16%, en á meðan jókst sala GM um 11% þar og endaði í 3,16 milljón bílum. Fyrir vikið náði Volkswagen efsta sætinu af GM í Kína.
Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent