Lexus hefur framleiðslu í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2014 13:15 Lexus ES 350. MYND/Autoblog Lúxusbílaarmur Toyota, Lexus, hefur lagt megináherslu á sölu Lexus bíla í Bandaríkjunum. Lexus hefur þó ekki framleitt eitt einasta eintak þar í landi þó svo Toyota hafi framleitt Toyota bíla af miklum móð í Bandaríkjunum. Það er um það bil að fara að breytast. Í vikunni hófst framleiðsla á ES bíl Lexus í Georgetown í Kentucky, en þar hafa verið framleiddir Toyota bílar fram að þessu, þ.e. bílana Camry, Avalon og Venza. Framleiddir hafa verið 500.000 bílar þar á ári og einar 600.000 Toyota vélar. Þar ætlar Lexus nú að smíða 50.000 ES bíla á ári. Lexus seldi 72.581 ES bíla í Bandaríkjunum í fyrra svo fyrirsjánlegt er að Lexus þurfi áfram að flytja inn einhvern hluta þess bíls frá Japan, en Lexus hefur eingöngu verið framleiddur þar fram að þessu. Þessi stækkun verksmiðjunnar í Kentucky krefst 750 nýrra starfsmanna. Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent
Lúxusbílaarmur Toyota, Lexus, hefur lagt megináherslu á sölu Lexus bíla í Bandaríkjunum. Lexus hefur þó ekki framleitt eitt einasta eintak þar í landi þó svo Toyota hafi framleitt Toyota bíla af miklum móð í Bandaríkjunum. Það er um það bil að fara að breytast. Í vikunni hófst framleiðsla á ES bíl Lexus í Georgetown í Kentucky, en þar hafa verið framleiddir Toyota bílar fram að þessu, þ.e. bílana Camry, Avalon og Venza. Framleiddir hafa verið 500.000 bílar þar á ári og einar 600.000 Toyota vélar. Þar ætlar Lexus nú að smíða 50.000 ES bíla á ári. Lexus seldi 72.581 ES bíla í Bandaríkjunum í fyrra svo fyrirsjánlegt er að Lexus þurfi áfram að flytja inn einhvern hluta þess bíls frá Japan, en Lexus hefur eingöngu verið framleiddur þar fram að þessu. Þessi stækkun verksmiðjunnar í Kentucky krefst 750 nýrra starfsmanna.
Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent