Minnka neikvæðar hugsanir og ná betri tökum á huganum Ellý Ármanns skrifar 14. janúar 2014 13:30 „Mín áramótaheit eru í raun að festa enn betur í sessi þá lífssýn sem ég hef staðið fyrir síðustu ár. Ég hef alltaf verið náttúrubarn og aðhyllst fegurð skynseminnar þegar kemur að heilsunni og lífsstílnum í heild sinni. Ég ætla mér að halda áfram að borða hreinan mat – sem minnst af aukefnum og viðbættu hinu og þessu,“ segir Arndís Thorarensen framkvæmdastjóri Lifandi markaðar spurð um áramótaheitin hennar og bættan lífsstíl árið 2014.Tekur bætiefni „Með árunum hef ég minnkað kjötneysluna út frá dýraverndunarsjónarmiðum og þar vel ég fremur gæði en magn. Alla virka daga fæ ég mér engiferskot með cayenne pipar með starfsfólkinu á Lifandi markaði – þetta er hamingjustundin okkar á hverjum degi. Ekkert er betra en góður kaffibolli og kaffi verður eitt af stórunum ástunum í lífi mínu á nýju ári. Það er bara þannig. Ég er dugleg að muna eftir bætiefnunum mínum og þar ber helst að nefna D-vítamín, Magnesíum og Græna góða duftið í Grænu þrumunni minni.“Minnka neikvæða hugsun „Svo er mér mikið umhugað um tímann, að nýta tímann sem ég hef betur. Fjölskyldan er númer eitt, búa til góðar stundir með mínum nánustu og njóta hvers augnabliks. Nútíminn er svo hraður og áreitið svo mikið og ég hef ákveðið á nýja árinu verði ég meira á staðnum þar sem ég er í stað þess að láta ytra umhverfi trufla mig. Eitt af því sem mér er einnig umhugað um þessa dagana er að minnka neikvæðar hugsanir og ná betri tökum á huganum. Velja og hafna , setja mörk og finna frelsið og hamingjuna í því.“ Einfalda æfingaplanið„Á nýja árinu ætla ég mér að einfalda æfingaplanið. Líkamsræktin er hluti af náttúrulega lífsstílnum, við eigum bara einn líkama og hann ber að vernda og viðhalda. Besta líkamsræktin er oft nær okkur en við höldum, ég er mikið að ganga þessa dagana, langir og góðir göngutúrar viðhalda góðu hreysti og eru frábær heilun. Ég er búin að vera eins og Forrest Gump að ganga út um allan bæinn síðustu misseri og það er bara frábært. Síðan er það jógað auðvitað núna á nýja árinu, spurning um að byrja á því fyrir alvöru núna,“ segir Arndís. Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
„Mín áramótaheit eru í raun að festa enn betur í sessi þá lífssýn sem ég hef staðið fyrir síðustu ár. Ég hef alltaf verið náttúrubarn og aðhyllst fegurð skynseminnar þegar kemur að heilsunni og lífsstílnum í heild sinni. Ég ætla mér að halda áfram að borða hreinan mat – sem minnst af aukefnum og viðbættu hinu og þessu,“ segir Arndís Thorarensen framkvæmdastjóri Lifandi markaðar spurð um áramótaheitin hennar og bættan lífsstíl árið 2014.Tekur bætiefni „Með árunum hef ég minnkað kjötneysluna út frá dýraverndunarsjónarmiðum og þar vel ég fremur gæði en magn. Alla virka daga fæ ég mér engiferskot með cayenne pipar með starfsfólkinu á Lifandi markaði – þetta er hamingjustundin okkar á hverjum degi. Ekkert er betra en góður kaffibolli og kaffi verður eitt af stórunum ástunum í lífi mínu á nýju ári. Það er bara þannig. Ég er dugleg að muna eftir bætiefnunum mínum og þar ber helst að nefna D-vítamín, Magnesíum og Græna góða duftið í Grænu þrumunni minni.“Minnka neikvæða hugsun „Svo er mér mikið umhugað um tímann, að nýta tímann sem ég hef betur. Fjölskyldan er númer eitt, búa til góðar stundir með mínum nánustu og njóta hvers augnabliks. Nútíminn er svo hraður og áreitið svo mikið og ég hef ákveðið á nýja árinu verði ég meira á staðnum þar sem ég er í stað þess að láta ytra umhverfi trufla mig. Eitt af því sem mér er einnig umhugað um þessa dagana er að minnka neikvæðar hugsanir og ná betri tökum á huganum. Velja og hafna , setja mörk og finna frelsið og hamingjuna í því.“ Einfalda æfingaplanið„Á nýja árinu ætla ég mér að einfalda æfingaplanið. Líkamsræktin er hluti af náttúrulega lífsstílnum, við eigum bara einn líkama og hann ber að vernda og viðhalda. Besta líkamsræktin er oft nær okkur en við höldum, ég er mikið að ganga þessa dagana, langir og góðir göngutúrar viðhalda góðu hreysti og eru frábær heilun. Ég er búin að vera eins og Forrest Gump að ganga út um allan bæinn síðustu misseri og það er bara frábært. Síðan er það jógað auðvitað núna á nýja árinu, spurning um að byrja á því fyrir alvöru núna,“ segir Arndís.
Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein