Handbolti

Aron: Þetta stig gæti orðið mjög dýrmætt í framhaldinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari.
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari. vísir/Daníel
Íslenska handboltalandsliðið var grátlega nálægt því að vinna annan leik sinn í röð á EM í Danmörku þegar liðið gerði 27-27 jafntefli við Ungverja í Álaborg í kvöld. Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari sá þetta bæði sem unnið og tapað stig.

„Það er blendnar tilfinningar eftir þennan leik. Eftir erfiða byrjun þá er þetta unnið stig en eins og seinni hálfleikurinn þróaðist þá er maður auðvitað svekktur að hafa tapað stigi,“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands, í samtali við Einar Örn Jónsson í útsendingu RÚV eftir jafnteflið á móti Ungverjum í kvöld.

„Þetta var hörkuleikur. Við byrjuðum svolítið illa og vorum alltof passívir í vörninni en við náum svo að loka henni og Bjarki kemur sterkur inn. Aron Rafn vex síðan í markinu og þá sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Aron.

„Þórir fékk aftan í lærið dettur út í upphafi þannig að það mikið álag á Geira og Rúnari það sem eftir lifði leiks og við vorum án hornamanns. Við verðum samt að muna það að það var mjög mikilvægt að taka stig í kvöld,“ sagði Aron.

„Það var mjög mikilvægt að taka þetta stig og það gæti verið mjög dýrmætt í framhaldinu,“ sagði Aron.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×