Kia GT4 Stinger í Detroit Finnur Thorlacius skrifar 16. janúar 2014 00:01 Laglegur lítill sportari frá Kia. Einn af athygliverðari bílum sem svipt hefur verið hulunni af á bílasýningunni í Detroit er þessi sportbíll frá Kia. Vilja sumir meina að hann sé ekki bara tilraunabíll heldur sé þess ekki langt að bíða að hann rúlli af framleiðslulínu Kia. Bíllinn hefur fengið nafnið Kia GT4 Stinger og er 315 hestafla tryllitæki og fyrsti raunverulegi sportbíll Kia. Kia er þekkt fyrir það að smíða flesta þá bíla sem fyrirtækið hefur kynnt þó svo að forsvarsmenn Kia segi að þessi bíll sé aðeins hugmyndabíll, en vonandi eru þeir að fela upplýsingar með því. Eins og hér hefur áður verið greint frá áður á hann að keppa í verði við Toyota GT86/Subaru BRZ sportbílinn, en hann er samt miklu öflugri. Þessi bíll mun væntanlega, ef hann fer í framleiðslu, eiga margt sameiginlegt með Hyundai Genesis sem Hyundai framleiddi að mestu fyrir Bandaríkjamarkað, rétt eins og þessum bíl yrði ætlað. Kia GT4 Stinger er með 2+2 sætafyrirkomulag og hann er beinskiptur, en þetta á hvorttveggja vel við sportbíl. Bíllinn er á 20 tommu felgum og fimmtán tommu Brembo bremsur sjá um að stöðva hann á örskömmum tíma, sem ætti ekki að vera svo erfitt fyrir 1.300 kílóa bíl. Því er ekki að neita að bíllinn er fallegur og langt húdd hans og coupe-lag hans eykur á sportlegt útlitið. Hann er ekki svo ólíkur Nissan 240Z með langt húdd og halaklipptan enda og er þar ekki svo leiðum að líkjast. Hrikalega flottur að innan og með körfusæti. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent
Einn af athygliverðari bílum sem svipt hefur verið hulunni af á bílasýningunni í Detroit er þessi sportbíll frá Kia. Vilja sumir meina að hann sé ekki bara tilraunabíll heldur sé þess ekki langt að bíða að hann rúlli af framleiðslulínu Kia. Bíllinn hefur fengið nafnið Kia GT4 Stinger og er 315 hestafla tryllitæki og fyrsti raunverulegi sportbíll Kia. Kia er þekkt fyrir það að smíða flesta þá bíla sem fyrirtækið hefur kynnt þó svo að forsvarsmenn Kia segi að þessi bíll sé aðeins hugmyndabíll, en vonandi eru þeir að fela upplýsingar með því. Eins og hér hefur áður verið greint frá áður á hann að keppa í verði við Toyota GT86/Subaru BRZ sportbílinn, en hann er samt miklu öflugri. Þessi bíll mun væntanlega, ef hann fer í framleiðslu, eiga margt sameiginlegt með Hyundai Genesis sem Hyundai framleiddi að mestu fyrir Bandaríkjamarkað, rétt eins og þessum bíl yrði ætlað. Kia GT4 Stinger er með 2+2 sætafyrirkomulag og hann er beinskiptur, en þetta á hvorttveggja vel við sportbíl. Bíllinn er á 20 tommu felgum og fimmtán tommu Brembo bremsur sjá um að stöðva hann á örskömmum tíma, sem ætti ekki að vera svo erfitt fyrir 1.300 kílóa bíl. Því er ekki að neita að bíllinn er fallegur og langt húdd hans og coupe-lag hans eykur á sportlegt útlitið. Hann er ekki svo ólíkur Nissan 240Z með langt húdd og halaklipptan enda og er þar ekki svo leiðum að líkjast. Hrikalega flottur að innan og með körfusæti.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent