Kaupendur VW e-up fá hefðbundna bíla að láni Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2014 13:15 Volkswagen e-up rafmagnsbíllinn. Volkswagen býður nú þýskum kaupendum rafmagnsbílsins Volkswagen e-up 30 daga afnot á ári af hefðbundnum brunabílum. Er það gert til að örva sölu bílsins og eyða þeirra hræðslu kaupenda að það dugi ekki að eiga aðeins rafmagnsbíl. Með þessu geta kaupendur e-up fengið að láni langdrægari bensín- eða dísilbíla ef fara á lengri vegalengdir. Það sem meira er, þá verður þessi fría þjónusta í boði fyrstu 3 árin eftir kaup á rafmagnsbílnum smáa. Þetta tilboð Volkswagen er í sama anda og Nissan býður breskum kaupendum Nissan Leaf rafmagnsbílsins, en þeim býðst þó aðeins að fá að láni hefðbundna bíla í 14 daga, en endurgjaldslaust eins og í tilfelli Volkswagen. Hvort að þessi aðferð til að örva sölu rafmagnsbíla sé eitthvað sem allir framleiðendur rafmagnsbíla muni grípa til á næstunni er óvíst, en í Bandaríkjunum hefur þessu ekki verið beitt ennþá. Þar hefur verð þeirra einfaldlega verið lækkað umtalsvert. Það hefur orðið til þess að bæði Nissan Leaf og Chevrolet Volt seldust í meira en 20.000 eintökum á síðasta ári og tvöfaldaðist sala Nissan Leaf milli ára. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent
Volkswagen býður nú þýskum kaupendum rafmagnsbílsins Volkswagen e-up 30 daga afnot á ári af hefðbundnum brunabílum. Er það gert til að örva sölu bílsins og eyða þeirra hræðslu kaupenda að það dugi ekki að eiga aðeins rafmagnsbíl. Með þessu geta kaupendur e-up fengið að láni langdrægari bensín- eða dísilbíla ef fara á lengri vegalengdir. Það sem meira er, þá verður þessi fría þjónusta í boði fyrstu 3 árin eftir kaup á rafmagnsbílnum smáa. Þetta tilboð Volkswagen er í sama anda og Nissan býður breskum kaupendum Nissan Leaf rafmagnsbílsins, en þeim býðst þó aðeins að fá að láni hefðbundna bíla í 14 daga, en endurgjaldslaust eins og í tilfelli Volkswagen. Hvort að þessi aðferð til að örva sölu rafmagnsbíla sé eitthvað sem allir framleiðendur rafmagnsbíla muni grípa til á næstunni er óvíst, en í Bandaríkjunum hefur þessu ekki verið beitt ennþá. Þar hefur verð þeirra einfaldlega verið lækkað umtalsvert. Það hefur orðið til þess að bæði Nissan Leaf og Chevrolet Volt seldust í meira en 20.000 eintökum á síðasta ári og tvöfaldaðist sala Nissan Leaf milli ára.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent