Ávinningur af aðildarviðræðunum við ESB Elvar Örn Arason skrifar 8. mars 2014 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur fullyrt að það sé ekki hægt að ljúka aðildarviðræðunum og leyfa þjóðinni að taka afstöðu til aðildarsamningsins. Hörðustu andstæðingar ESB-aðildar staðhæfa í sífellu að það sé ekkert til sem heiti að „kíkja í pakkann“, með aðildarviðræðum. Norðmenn hafa þó í tvígang hafnað aðildarsamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu árin 1972 og 1994. Andstæðingar ESB segja að það sé ekki hægt að bera þetta saman þar sem aðildarferlið hafi gerbreyst eftir að ríkin í Austur-Evrópu gengu í sambandið. Þessi fullyrðing á ekki við rök að styðjast þar sem markmiðið með aðildarviðræðum hefur ávallt verið það sama. Það hefur engin eðlisbreyting átt sér stað frá því að sambandið byrjaði að taka á móti nýjum aðildarríkjum. Kröfurnar sem Noregur þurfti að uppfylla sem umsóknarríki voru í grundvallaratriðum þær sömu í bæði skiptin. Aðildarviðræður hafa í gegnum tíðina fyrst og fremst snúist um að ganga úr skugga um að aðildarríkið geti innleitt í löggjöf sína og framkvæmt alla þá löggjöf, reglur og stefnumið sem í gildi eru hjá ESB. Það er á hinn bóginn rétt að aðildarferlið sjálft hefur mótast og tekið breytingum á þeim tveimur áratugum sem liðnir eru frá því að Noregur felldi aðildarsamninginn árið 1994. ESB sjálft hefur þróast og nýir sáttmálar litið dagsins ljós.Allra hagur Eftir lok kalda stríðsins og fall járntjaldsins sótti fjöldi ríkja um aðild að ESB sem voru talsvert frábrugðin þeim ríkjum sem áður höfðu gengið í sambandið. Það var flókið og kostnaðarsamt að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnsýslunni á skömmum tíma og því var ákveðið að veita umsóknarríkjum stuðning, bæði í formi peningastyrkja og sérfræðiþekkingar. Þegar Ísland sótti formlega um aðild árið 2009 kaus fyrrverandi ríkisstjórn að nýta sér þann stuðning sem stóð umsóknarríkjum til boða. Verkefnin voru valin með tilliti til þess að þau nýttust óháð aðild og það kom skýrt fram af hálfu ESB að ekki þurfti að endurgreiða styrkina, ef ekki kæmi til aðildar. Íslensk stjórnsýsla og samfélag mun hagnast á aðildarferlinu. Ferlið sjálft og þátttaka stofnana í margs konar verkefnum tengdum viðræðunum mun efla getu þeirra til að fást við krefjandi verkefni í framtíðinni. Jafnframt myndi landsbyggðinni, með aðkomu sveitarfélaga, standa til boða umfangsmiklir styrkir til nýsköpunar og atvinnuþróunar. Það er því allra hagur að ljúka aðildarviðræðunum hvort sem samningurinn verður samþykktur eða honum synjað af þjóðinni. Auk þess fengi þjóðin loksins tækifæri til að útkljá þetta pólitíska deilumál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur fullyrt að það sé ekki hægt að ljúka aðildarviðræðunum og leyfa þjóðinni að taka afstöðu til aðildarsamningsins. Hörðustu andstæðingar ESB-aðildar staðhæfa í sífellu að það sé ekkert til sem heiti að „kíkja í pakkann“, með aðildarviðræðum. Norðmenn hafa þó í tvígang hafnað aðildarsamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu árin 1972 og 1994. Andstæðingar ESB segja að það sé ekki hægt að bera þetta saman þar sem aðildarferlið hafi gerbreyst eftir að ríkin í Austur-Evrópu gengu í sambandið. Þessi fullyrðing á ekki við rök að styðjast þar sem markmiðið með aðildarviðræðum hefur ávallt verið það sama. Það hefur engin eðlisbreyting átt sér stað frá því að sambandið byrjaði að taka á móti nýjum aðildarríkjum. Kröfurnar sem Noregur þurfti að uppfylla sem umsóknarríki voru í grundvallaratriðum þær sömu í bæði skiptin. Aðildarviðræður hafa í gegnum tíðina fyrst og fremst snúist um að ganga úr skugga um að aðildarríkið geti innleitt í löggjöf sína og framkvæmt alla þá löggjöf, reglur og stefnumið sem í gildi eru hjá ESB. Það er á hinn bóginn rétt að aðildarferlið sjálft hefur mótast og tekið breytingum á þeim tveimur áratugum sem liðnir eru frá því að Noregur felldi aðildarsamninginn árið 1994. ESB sjálft hefur þróast og nýir sáttmálar litið dagsins ljós.Allra hagur Eftir lok kalda stríðsins og fall járntjaldsins sótti fjöldi ríkja um aðild að ESB sem voru talsvert frábrugðin þeim ríkjum sem áður höfðu gengið í sambandið. Það var flókið og kostnaðarsamt að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnsýslunni á skömmum tíma og því var ákveðið að veita umsóknarríkjum stuðning, bæði í formi peningastyrkja og sérfræðiþekkingar. Þegar Ísland sótti formlega um aðild árið 2009 kaus fyrrverandi ríkisstjórn að nýta sér þann stuðning sem stóð umsóknarríkjum til boða. Verkefnin voru valin með tilliti til þess að þau nýttust óháð aðild og það kom skýrt fram af hálfu ESB að ekki þurfti að endurgreiða styrkina, ef ekki kæmi til aðildar. Íslensk stjórnsýsla og samfélag mun hagnast á aðildarferlinu. Ferlið sjálft og þátttaka stofnana í margs konar verkefnum tengdum viðræðunum mun efla getu þeirra til að fást við krefjandi verkefni í framtíðinni. Jafnframt myndi landsbyggðinni, með aðkomu sveitarfélaga, standa til boða umfangsmiklir styrkir til nýsköpunar og atvinnuþróunar. Það er því allra hagur að ljúka aðildarviðræðunum hvort sem samningurinn verður samþykktur eða honum synjað af þjóðinni. Auk þess fengi þjóðin loksins tækifæri til að útkljá þetta pólitíska deilumál í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun