Ávinningur af aðildarviðræðunum við ESB Elvar Örn Arason skrifar 8. mars 2014 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur fullyrt að það sé ekki hægt að ljúka aðildarviðræðunum og leyfa þjóðinni að taka afstöðu til aðildarsamningsins. Hörðustu andstæðingar ESB-aðildar staðhæfa í sífellu að það sé ekkert til sem heiti að „kíkja í pakkann“, með aðildarviðræðum. Norðmenn hafa þó í tvígang hafnað aðildarsamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu árin 1972 og 1994. Andstæðingar ESB segja að það sé ekki hægt að bera þetta saman þar sem aðildarferlið hafi gerbreyst eftir að ríkin í Austur-Evrópu gengu í sambandið. Þessi fullyrðing á ekki við rök að styðjast þar sem markmiðið með aðildarviðræðum hefur ávallt verið það sama. Það hefur engin eðlisbreyting átt sér stað frá því að sambandið byrjaði að taka á móti nýjum aðildarríkjum. Kröfurnar sem Noregur þurfti að uppfylla sem umsóknarríki voru í grundvallaratriðum þær sömu í bæði skiptin. Aðildarviðræður hafa í gegnum tíðina fyrst og fremst snúist um að ganga úr skugga um að aðildarríkið geti innleitt í löggjöf sína og framkvæmt alla þá löggjöf, reglur og stefnumið sem í gildi eru hjá ESB. Það er á hinn bóginn rétt að aðildarferlið sjálft hefur mótast og tekið breytingum á þeim tveimur áratugum sem liðnir eru frá því að Noregur felldi aðildarsamninginn árið 1994. ESB sjálft hefur þróast og nýir sáttmálar litið dagsins ljós.Allra hagur Eftir lok kalda stríðsins og fall járntjaldsins sótti fjöldi ríkja um aðild að ESB sem voru talsvert frábrugðin þeim ríkjum sem áður höfðu gengið í sambandið. Það var flókið og kostnaðarsamt að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnsýslunni á skömmum tíma og því var ákveðið að veita umsóknarríkjum stuðning, bæði í formi peningastyrkja og sérfræðiþekkingar. Þegar Ísland sótti formlega um aðild árið 2009 kaus fyrrverandi ríkisstjórn að nýta sér þann stuðning sem stóð umsóknarríkjum til boða. Verkefnin voru valin með tilliti til þess að þau nýttust óháð aðild og það kom skýrt fram af hálfu ESB að ekki þurfti að endurgreiða styrkina, ef ekki kæmi til aðildar. Íslensk stjórnsýsla og samfélag mun hagnast á aðildarferlinu. Ferlið sjálft og þátttaka stofnana í margs konar verkefnum tengdum viðræðunum mun efla getu þeirra til að fást við krefjandi verkefni í framtíðinni. Jafnframt myndi landsbyggðinni, með aðkomu sveitarfélaga, standa til boða umfangsmiklir styrkir til nýsköpunar og atvinnuþróunar. Það er því allra hagur að ljúka aðildarviðræðunum hvort sem samningurinn verður samþykktur eða honum synjað af þjóðinni. Auk þess fengi þjóðin loksins tækifæri til að útkljá þetta pólitíska deilumál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur fullyrt að það sé ekki hægt að ljúka aðildarviðræðunum og leyfa þjóðinni að taka afstöðu til aðildarsamningsins. Hörðustu andstæðingar ESB-aðildar staðhæfa í sífellu að það sé ekkert til sem heiti að „kíkja í pakkann“, með aðildarviðræðum. Norðmenn hafa þó í tvígang hafnað aðildarsamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu árin 1972 og 1994. Andstæðingar ESB segja að það sé ekki hægt að bera þetta saman þar sem aðildarferlið hafi gerbreyst eftir að ríkin í Austur-Evrópu gengu í sambandið. Þessi fullyrðing á ekki við rök að styðjast þar sem markmiðið með aðildarviðræðum hefur ávallt verið það sama. Það hefur engin eðlisbreyting átt sér stað frá því að sambandið byrjaði að taka á móti nýjum aðildarríkjum. Kröfurnar sem Noregur þurfti að uppfylla sem umsóknarríki voru í grundvallaratriðum þær sömu í bæði skiptin. Aðildarviðræður hafa í gegnum tíðina fyrst og fremst snúist um að ganga úr skugga um að aðildarríkið geti innleitt í löggjöf sína og framkvæmt alla þá löggjöf, reglur og stefnumið sem í gildi eru hjá ESB. Það er á hinn bóginn rétt að aðildarferlið sjálft hefur mótast og tekið breytingum á þeim tveimur áratugum sem liðnir eru frá því að Noregur felldi aðildarsamninginn árið 1994. ESB sjálft hefur þróast og nýir sáttmálar litið dagsins ljós.Allra hagur Eftir lok kalda stríðsins og fall járntjaldsins sótti fjöldi ríkja um aðild að ESB sem voru talsvert frábrugðin þeim ríkjum sem áður höfðu gengið í sambandið. Það var flókið og kostnaðarsamt að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnsýslunni á skömmum tíma og því var ákveðið að veita umsóknarríkjum stuðning, bæði í formi peningastyrkja og sérfræðiþekkingar. Þegar Ísland sótti formlega um aðild árið 2009 kaus fyrrverandi ríkisstjórn að nýta sér þann stuðning sem stóð umsóknarríkjum til boða. Verkefnin voru valin með tilliti til þess að þau nýttust óháð aðild og það kom skýrt fram af hálfu ESB að ekki þurfti að endurgreiða styrkina, ef ekki kæmi til aðildar. Íslensk stjórnsýsla og samfélag mun hagnast á aðildarferlinu. Ferlið sjálft og þátttaka stofnana í margs konar verkefnum tengdum viðræðunum mun efla getu þeirra til að fást við krefjandi verkefni í framtíðinni. Jafnframt myndi landsbyggðinni, með aðkomu sveitarfélaga, standa til boða umfangsmiklir styrkir til nýsköpunar og atvinnuþróunar. Það er því allra hagur að ljúka aðildarviðræðunum hvort sem samningurinn verður samþykktur eða honum synjað af þjóðinni. Auk þess fengi þjóðin loksins tækifæri til að útkljá þetta pólitíska deilumál í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun