Stöðvum stríðsnauðganir Stuart Gill skrifar 10. júní 2014 00:00 Beiting kynferðisofbeldis í stríði er meðal alvarlegustu mannréttindabrota sem eiga sér stað á okkar dögum. Það er erfitt að skjalfesta sannanir um það og enn erfiðara að rannsaka það. Fremjendur slíkra brota eira engu, því þetta snýst ekki um kynlíf heldur ofbeldi, drottnun og að útbreiða ótta og skelfingu. Það gengur ekki lengur að maður með byssu fyrirskipi eða fremji nauðgun og komist upp með það refsingarlaust vegna þess að glæpurinn var framinn í stríði. Rétt eins og þjóðir heims gátu komið sér saman um að úthýsa jarðsprengjum af vígvöllum mun heimsbyggðin nú verða að koma sér saman um að binda enda á beitingu kynferðisofbeldis í stríðsátökum. Dagana tíunda til þrettánda júní munu breski utanríkisráðherrann William Hague og sérlegur erindreki SÞ, Angelina Jolie, verða gestgjafar alþjóðlegrar ráðstefnu sem markar hápunkt hnattrænnar herferðar sem helguð er þessu markmiði. Ráðstefnan ber yfirskriftina Global Summit to End Sexual Violence in Conflict. Hana munu sækja fulltrúar ríkisstjórna, borgarasamtaka, herja og dómskerfa mikils fjölda landa úr öllum heimsálfum. Fulltrúi íslenskra stjórnvalda verður Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Almenningi er líka boðið að taka virkan þátt. Úti um allan heim mun fólk sameinast um kröfuna um að nauðganir og kynferðisofbeldi verði fjarlægt úr vopnabúri grimmdarinnar. Sá stuðningur sem Íslendingar hafa veitt þessari herferð er dýrmætur. Eftir hádegið í dag munu forsætisráðherra og fleiri ráðherrar úr ríkisstjórn Íslands, ásamt mörgu fleira fólki, standa með mér í Breska sendiráðinu að því að lýsa samstöðu þjóða okkar í baráttunni gegn kynferðisofbeldi í stríði. Hver sá sem þetta les er líka hvattur til að taka þátt. Að lestri þessa greinarstúfs loknum hvet ég þig, lesandi góður, til að fara á Youtube og horfa þar á stuttmyndina Don‘t believe the thumbnail, this is the stuff for nightmares. Hún sýnir hrylling nauðgana og kynferðisofbeldis frá sjónarhóli barns á einu af ótal átakasvæðum heimsins. Ég er viss um að það mun breyta heimsmynd þinni að horfa á þessa mynd. Þú getur svo tekið þátt í umræðunni á samfélagsmiðlum undir #TimeToAct og fylgst með á Facebook- og Twitter-síðum sendiráðsins undir notandanafninu ukiniceland. Láttu orðið berast meðal vina og vandamanna, og legðu þitt af mörkum til að binda enda á þessa hroðalegu glæpi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Beiting kynferðisofbeldis í stríði er meðal alvarlegustu mannréttindabrota sem eiga sér stað á okkar dögum. Það er erfitt að skjalfesta sannanir um það og enn erfiðara að rannsaka það. Fremjendur slíkra brota eira engu, því þetta snýst ekki um kynlíf heldur ofbeldi, drottnun og að útbreiða ótta og skelfingu. Það gengur ekki lengur að maður með byssu fyrirskipi eða fremji nauðgun og komist upp með það refsingarlaust vegna þess að glæpurinn var framinn í stríði. Rétt eins og þjóðir heims gátu komið sér saman um að úthýsa jarðsprengjum af vígvöllum mun heimsbyggðin nú verða að koma sér saman um að binda enda á beitingu kynferðisofbeldis í stríðsátökum. Dagana tíunda til þrettánda júní munu breski utanríkisráðherrann William Hague og sérlegur erindreki SÞ, Angelina Jolie, verða gestgjafar alþjóðlegrar ráðstefnu sem markar hápunkt hnattrænnar herferðar sem helguð er þessu markmiði. Ráðstefnan ber yfirskriftina Global Summit to End Sexual Violence in Conflict. Hana munu sækja fulltrúar ríkisstjórna, borgarasamtaka, herja og dómskerfa mikils fjölda landa úr öllum heimsálfum. Fulltrúi íslenskra stjórnvalda verður Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Almenningi er líka boðið að taka virkan þátt. Úti um allan heim mun fólk sameinast um kröfuna um að nauðganir og kynferðisofbeldi verði fjarlægt úr vopnabúri grimmdarinnar. Sá stuðningur sem Íslendingar hafa veitt þessari herferð er dýrmætur. Eftir hádegið í dag munu forsætisráðherra og fleiri ráðherrar úr ríkisstjórn Íslands, ásamt mörgu fleira fólki, standa með mér í Breska sendiráðinu að því að lýsa samstöðu þjóða okkar í baráttunni gegn kynferðisofbeldi í stríði. Hver sá sem þetta les er líka hvattur til að taka þátt. Að lestri þessa greinarstúfs loknum hvet ég þig, lesandi góður, til að fara á Youtube og horfa þar á stuttmyndina Don‘t believe the thumbnail, this is the stuff for nightmares. Hún sýnir hrylling nauðgana og kynferðisofbeldis frá sjónarhóli barns á einu af ótal átakasvæðum heimsins. Ég er viss um að það mun breyta heimsmynd þinni að horfa á þessa mynd. Þú getur svo tekið þátt í umræðunni á samfélagsmiðlum undir #TimeToAct og fylgst með á Facebook- og Twitter-síðum sendiráðsins undir notandanafninu ukiniceland. Láttu orðið berast meðal vina og vandamanna, og legðu þitt af mörkum til að binda enda á þessa hroðalegu glæpi.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun