Siðadómar um nemendur? Henry Alexander Henrysson skrifar 31. janúar 2014 06:00 Í lögum um grunnskóla segir að námið eigi að efla borgaravitund, sjálfsvitund og siðgæðisvitund nemenda. Ég hef ekki rekist á neina umræðu um að þessi lagabókstafur sé óraunhæfur. Á tyllidögum halda skólastjórar og skólameistarar ræður þar sem þeir minna á kjarna menntunar sem felst í þroska nemenda og þátttöku þeirra í samfélaginu. Áheyrendur kinka iðulega kolli. Undanfarið hef ég í fyrirlestrum spurt kennara hvort við eigum ekki að stefna á að útskrifa nemendur í 10. bekk sem þekkja kosti samvinnu, bera traust til eigin skynsemi, eru víðsýnir, skýrir í hugsun og reiðubúnir að breyta eigin skoðunum? „Jú, svo sannarlega!“ er svarið. En nú ber svo við að eftir nokkurra ára starf þar sem reynt hefur verið að skrifa aðalnámskrá grunnskóla sem er ætlað að framfylgja lagabókstafnum og vera svar við menntahugsjónum sem njóta almennrar viðurkenningar þá spretta fram úrtöluraddir. Ný aðalnámskrá felur hvorki í sér að felldur verði dómur um það hvort nemandi sé hæfur til að vera borgari í lýðræðissamfélagi eða að felldir séu siðadómar um mannkosti viðkomandi. Slík gagnrýni bendir til að skilningur á lykilhugtökum sé takmarkaður. Það hefur engum dottið í hug að draga línu í sandinn um hvaða nemendur teljast óhæfir til að vera þátttakendur í samfélaginu. Og siðadómar eru ekki það sama og mat á því hvort ungt fólk hafi sýnt fram á með úrlausn margvíslegra verkefna að það geri sér grein fyrir afleiðingum gerða sinna.Þekkingaratriði og leikni Markmiðið með því að setja inn hæfniviðmið í námskrá, sem svo matsviðmið byggja á, er að reyna að svara spurningunni hvers vegna viðkomandi greinar eru kenndar. Á bak við hvert hæfniviðmið felast þekkingaratriði og leikni sem nemendur verða að tileinka sér. Það er mikill misskilningur að hæfni feli hvorki í sér ákveðið námsefni né tiltekið námsmat. Mat á hæfni einstaklings er ekki bara „huglægt mat“ sem á sér engan grundvöll. Hugsum okkur til dæmis nemanda sem flytur erindi um virkjanamál í 10. bekk. Í erindinu kemur fram skýr skilningur á því hvernig mismunandi hagsmunir og gildi takast á í málflutningi virkjanasinna og náttúruverndarfólks. Sami nemandi skilar svo ritgerð um málefni Reykjavíkurflugvallar sem fjallar um réttindi og skyldur höfuðborgarbúa. Hann tekur að lokum próf sem sýnir fram á ágætan skilning á hlutverkum helstu stofnana samfélagsins. Hvers vegna er það svo erfitt að gefa honum þá umsögn að hann hafi sýnt fram á hæfni sem nýtist honum sem þátttakanda í lýðræðislegu samfélagi? Liggur það ekki fyrir miðað við framlag hans? Umræðan undanfarna daga sýnir kannski betur en nokkuð annað þörfina á að við ráðumst í þessar breytingar. Þær gagnrýnisraddir sem hafa verið háværastar undanfarið sýna svo ekki verður um villst hvert vandamálið er. Markmiðið hlýtur að vera að ungt fólk sem lýkur skólagöngu hafi hæfni til að kynna sér mál til hlítar og myndi sér skoðun á réttum forsendum. Engin gögn benda til þess að þær leiðir sem hingað til hefur verið farið eftir skili miklum árangri til að þetta markmið náist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í lögum um grunnskóla segir að námið eigi að efla borgaravitund, sjálfsvitund og siðgæðisvitund nemenda. Ég hef ekki rekist á neina umræðu um að þessi lagabókstafur sé óraunhæfur. Á tyllidögum halda skólastjórar og skólameistarar ræður þar sem þeir minna á kjarna menntunar sem felst í þroska nemenda og þátttöku þeirra í samfélaginu. Áheyrendur kinka iðulega kolli. Undanfarið hef ég í fyrirlestrum spurt kennara hvort við eigum ekki að stefna á að útskrifa nemendur í 10. bekk sem þekkja kosti samvinnu, bera traust til eigin skynsemi, eru víðsýnir, skýrir í hugsun og reiðubúnir að breyta eigin skoðunum? „Jú, svo sannarlega!“ er svarið. En nú ber svo við að eftir nokkurra ára starf þar sem reynt hefur verið að skrifa aðalnámskrá grunnskóla sem er ætlað að framfylgja lagabókstafnum og vera svar við menntahugsjónum sem njóta almennrar viðurkenningar þá spretta fram úrtöluraddir. Ný aðalnámskrá felur hvorki í sér að felldur verði dómur um það hvort nemandi sé hæfur til að vera borgari í lýðræðissamfélagi eða að felldir séu siðadómar um mannkosti viðkomandi. Slík gagnrýni bendir til að skilningur á lykilhugtökum sé takmarkaður. Það hefur engum dottið í hug að draga línu í sandinn um hvaða nemendur teljast óhæfir til að vera þátttakendur í samfélaginu. Og siðadómar eru ekki það sama og mat á því hvort ungt fólk hafi sýnt fram á með úrlausn margvíslegra verkefna að það geri sér grein fyrir afleiðingum gerða sinna.Þekkingaratriði og leikni Markmiðið með því að setja inn hæfniviðmið í námskrá, sem svo matsviðmið byggja á, er að reyna að svara spurningunni hvers vegna viðkomandi greinar eru kenndar. Á bak við hvert hæfniviðmið felast þekkingaratriði og leikni sem nemendur verða að tileinka sér. Það er mikill misskilningur að hæfni feli hvorki í sér ákveðið námsefni né tiltekið námsmat. Mat á hæfni einstaklings er ekki bara „huglægt mat“ sem á sér engan grundvöll. Hugsum okkur til dæmis nemanda sem flytur erindi um virkjanamál í 10. bekk. Í erindinu kemur fram skýr skilningur á því hvernig mismunandi hagsmunir og gildi takast á í málflutningi virkjanasinna og náttúruverndarfólks. Sami nemandi skilar svo ritgerð um málefni Reykjavíkurflugvallar sem fjallar um réttindi og skyldur höfuðborgarbúa. Hann tekur að lokum próf sem sýnir fram á ágætan skilning á hlutverkum helstu stofnana samfélagsins. Hvers vegna er það svo erfitt að gefa honum þá umsögn að hann hafi sýnt fram á hæfni sem nýtist honum sem þátttakanda í lýðræðislegu samfélagi? Liggur það ekki fyrir miðað við framlag hans? Umræðan undanfarna daga sýnir kannski betur en nokkuð annað þörfina á að við ráðumst í þessar breytingar. Þær gagnrýnisraddir sem hafa verið háværastar undanfarið sýna svo ekki verður um villst hvert vandamálið er. Markmiðið hlýtur að vera að ungt fólk sem lýkur skólagöngu hafi hæfni til að kynna sér mál til hlítar og myndi sér skoðun á réttum forsendum. Engin gögn benda til þess að þær leiðir sem hingað til hefur verið farið eftir skili miklum árangri til að þetta markmið náist.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun