Stúdentar líða fyrir lögbrot Illuga Eva Brá Önnudóttir skrifar 31. janúar 2014 15:00 Síðastliðið haust lagði Illugi Gunnarsson 1,5% niðurskurðarkröfu á Lánasjóð íslenskra námsmanna. Því markmiði ætlaði hann að ná með því að hækka námsframvindukröfu sjóðsins í 22 einingar og þannig þrengja lántakendahópinn. Sú stefnubreyting varð að engu þegar námsmannahreyfingarnar kærðu þá framkvæmd og unnu fullnaðarsigur. Þrátt fyrir niðurstöðu dómsins miðaði fjárframlag ríkisins til LÍN ekki við að lántakendahópurinn héldist óbreyttur heldur gerði það ráð fyrir fyrirhugaðri ólöglegri aðgerð Illuga. Illugi hélt þó niðurskurðarkröfu sinni enn til streitu og mætti henni með því að láta sjóðinn ganga á eigið fé. Þessar ákvarðanir hans hafa valdið því að enn stærra gat þarf nú að brúa í rekstri sjóðsins. Námsmenn eiga því ekki einungis í vændum að lántakendahópurinn verði þrengdur heldur enn frekari kjaraskerðingu í komandi úthlutunarreglum. Skerðingu sem nemur þeirri upphæð sem féll á sjóðinn vegna þess að Illugi gat ekki framkvæmt aðgerð sem var frá upphafi ólögmæt. Ráðherra er því beinlínis að refsa námsmönnum fyrir að hafa andmælt lögbroti og verður það að teljast uggvænlegt fordæmi fyrir hvern þann sem hyggst leita réttar síns gegn stjórnvöldum í framtíðinni. Á sama tíma og ráðherra lagði þessar birgðar á lánasjóðinn hreykti hann sér af því að grunnframfærslan skyldi hækkuð um 3%, hækkun sem nemur ekki verðbólgu síðasta árs. Hann lagði þó ekki aukið fé til sjóðsins vegna þessarar lögbundnu verðbólguhækkunar heldur jók enn á vanda hans með fyrrnefndum ákvörðunum sínum. Ofan á þetta dró Illugi til baka fyrirhugaða hækkun frítekjumarksins úr 750.000 kr. í 900.000 kr. sem var hugsuð til að mæta verðlagsþróun undanfarinna fjögurra ára. Frítekjumarkið hefur því ekki verið hækkað síðan árið 2009 með tilheyrandi kjararýrnun fyrir stúdenta í takt við hækkandi verðlag. Ráðherrann sem rak prófkjörs- og alþingiskosningabaráttu sína á gífuryrðum um fjárfestingu í menntamálum og mikilvægi þess að menntamál yrðu í forgrunni stjórnarstefnunnar hefur því sem sagt séð til þess að nú þarf að brúa 350 milljóna króna gat í rekstri sjóðsins. Ef hann fellur ekki frá þessum pólitísku ákvörðunum sínum munu þær endurspeglast í úthlutunarreglum næsta árs. Lántakendahópurinn verður þrengdur og lánakjör skert. Það sem áður var félagslegur jöfnunarsjóður mun vega að jafnrétti til náms. Ráðherra sækir peninga í vasa stéttarinnar sem hefur mátt þola hvað mestar kjaraskerðingar á undanförnum árum; í vasa stúdenta. Lífskjör námsmanna munu líða fyrir lögbrot Illuga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Síðastliðið haust lagði Illugi Gunnarsson 1,5% niðurskurðarkröfu á Lánasjóð íslenskra námsmanna. Því markmiði ætlaði hann að ná með því að hækka námsframvindukröfu sjóðsins í 22 einingar og þannig þrengja lántakendahópinn. Sú stefnubreyting varð að engu þegar námsmannahreyfingarnar kærðu þá framkvæmd og unnu fullnaðarsigur. Þrátt fyrir niðurstöðu dómsins miðaði fjárframlag ríkisins til LÍN ekki við að lántakendahópurinn héldist óbreyttur heldur gerði það ráð fyrir fyrirhugaðri ólöglegri aðgerð Illuga. Illugi hélt þó niðurskurðarkröfu sinni enn til streitu og mætti henni með því að láta sjóðinn ganga á eigið fé. Þessar ákvarðanir hans hafa valdið því að enn stærra gat þarf nú að brúa í rekstri sjóðsins. Námsmenn eiga því ekki einungis í vændum að lántakendahópurinn verði þrengdur heldur enn frekari kjaraskerðingu í komandi úthlutunarreglum. Skerðingu sem nemur þeirri upphæð sem féll á sjóðinn vegna þess að Illugi gat ekki framkvæmt aðgerð sem var frá upphafi ólögmæt. Ráðherra er því beinlínis að refsa námsmönnum fyrir að hafa andmælt lögbroti og verður það að teljast uggvænlegt fordæmi fyrir hvern þann sem hyggst leita réttar síns gegn stjórnvöldum í framtíðinni. Á sama tíma og ráðherra lagði þessar birgðar á lánasjóðinn hreykti hann sér af því að grunnframfærslan skyldi hækkuð um 3%, hækkun sem nemur ekki verðbólgu síðasta árs. Hann lagði þó ekki aukið fé til sjóðsins vegna þessarar lögbundnu verðbólguhækkunar heldur jók enn á vanda hans með fyrrnefndum ákvörðunum sínum. Ofan á þetta dró Illugi til baka fyrirhugaða hækkun frítekjumarksins úr 750.000 kr. í 900.000 kr. sem var hugsuð til að mæta verðlagsþróun undanfarinna fjögurra ára. Frítekjumarkið hefur því ekki verið hækkað síðan árið 2009 með tilheyrandi kjararýrnun fyrir stúdenta í takt við hækkandi verðlag. Ráðherrann sem rak prófkjörs- og alþingiskosningabaráttu sína á gífuryrðum um fjárfestingu í menntamálum og mikilvægi þess að menntamál yrðu í forgrunni stjórnarstefnunnar hefur því sem sagt séð til þess að nú þarf að brúa 350 milljóna króna gat í rekstri sjóðsins. Ef hann fellur ekki frá þessum pólitísku ákvörðunum sínum munu þær endurspeglast í úthlutunarreglum næsta árs. Lántakendahópurinn verður þrengdur og lánakjör skert. Það sem áður var félagslegur jöfnunarsjóður mun vega að jafnrétti til náms. Ráðherra sækir peninga í vasa stéttarinnar sem hefur mátt þola hvað mestar kjaraskerðingar á undanförnum árum; í vasa stúdenta. Lífskjör námsmanna munu líða fyrir lögbrot Illuga.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar