Fyrsti olíurisinn kemur í leitina á Drekasvæði Kristján Már Unnarsson skrifar 17. janúar 2014 11:45 Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri, í miðið, afhenti fyrstu leyfin í janúar í fyrra að viðstöddum Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvegaráðherra og Ola Borten Moe olíumálaráðherra Noregs. Vísir/Stefán Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í næstu viku, þann 22. janúar. Þetta verður stærsta sérleyfið til þessa í íslenskri lögsögu. Það markar jafnframt fyrstu innkomu eins af olíurisum heims að olíuleitinni, kínverska félagsins CNOOC. Leyfisúthlutunin sætir einnig tíðindum á alþjóðavettvangi sökum þess að þarna taka höndum saman kínverskt og norskt ríkisolíufélög. Samskipti Noregs og Kína hafa verið við frostmark frá því norska Nóbelsverðlaunanefndin veitti kínverskum andófsmanni friðarverðlaunin árið 2010 og hefur Reuters-fréttastofan velt því upp hvort Norðmenn líti á þetta sem tækifæri til að leita sátta við Kínverja.Sérleyfin þrjú á Drekasvæðinu. Petoro er 25% aðili að þeim öllum.Orkustofnun veitir leyfið til hóps þriggja aðila. CNOOC verður með 60% og rekstraraðili leyfisins. Norska félagið Petoro verður með 25% og Eykon Energy, sem er í íslenskri eigu, verður með 15%. Helstu aðstandendur Eykons eru Heiðar Már Guðjónsson, Gunnlaugur Jónsson og Norðmaðurinn Terje Hagevang. Fyrstu tveimur sérleyfunum á landgrunni Íslands var úthlutað í Ráðherrabústaðnum við Tjörnina þann 4. janúar í fyrra, að viðstöddum ráðherrum olíumála Íslands og Noregs, Steingrími J. Sigfússyni og Ola Borten Moe. Norski olíumálaráðherrann lýsti athöfninni þá sem sögulegri fyrir Norðmenn þar sem þetta væri í fyrsta sinn sem norska ríkið tæki beinan þátt í olíuleit utan lögsögu Noregs. Ekki er búist við að erlendir ráðherrar verði við athöfnina að þessu sinni. Tengdar fréttir Stórþingið samþykkti að ganga inn í Drekaleyfið Norska Stórþingið staðfesti í dag þátttöku norska ríkisins í þriðja olíuleitarleyfinu á íslenska Drekasvæðinu, með samþykkt sérstakrar fjárveitingar til verkefnisins á fjárlögum Noregs. 16. desember 2013 19:04 Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 Þrjár sterkar samstæður í olíuleit á Drekasvæðinu Norska ríkisstjórnin ákvað í dag að nýta rétt sinn til aðildar að þriðja sérleyfinu á Drekasvæðinu og auka þannig þátttöku sína í olíuleit á íslenska landgrunninu. 22. nóvember 2013 18:45 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í næstu viku, þann 22. janúar. Þetta verður stærsta sérleyfið til þessa í íslenskri lögsögu. Það markar jafnframt fyrstu innkomu eins af olíurisum heims að olíuleitinni, kínverska félagsins CNOOC. Leyfisúthlutunin sætir einnig tíðindum á alþjóðavettvangi sökum þess að þarna taka höndum saman kínverskt og norskt ríkisolíufélög. Samskipti Noregs og Kína hafa verið við frostmark frá því norska Nóbelsverðlaunanefndin veitti kínverskum andófsmanni friðarverðlaunin árið 2010 og hefur Reuters-fréttastofan velt því upp hvort Norðmenn líti á þetta sem tækifæri til að leita sátta við Kínverja.Sérleyfin þrjú á Drekasvæðinu. Petoro er 25% aðili að þeim öllum.Orkustofnun veitir leyfið til hóps þriggja aðila. CNOOC verður með 60% og rekstraraðili leyfisins. Norska félagið Petoro verður með 25% og Eykon Energy, sem er í íslenskri eigu, verður með 15%. Helstu aðstandendur Eykons eru Heiðar Már Guðjónsson, Gunnlaugur Jónsson og Norðmaðurinn Terje Hagevang. Fyrstu tveimur sérleyfunum á landgrunni Íslands var úthlutað í Ráðherrabústaðnum við Tjörnina þann 4. janúar í fyrra, að viðstöddum ráðherrum olíumála Íslands og Noregs, Steingrími J. Sigfússyni og Ola Borten Moe. Norski olíumálaráðherrann lýsti athöfninni þá sem sögulegri fyrir Norðmenn þar sem þetta væri í fyrsta sinn sem norska ríkið tæki beinan þátt í olíuleit utan lögsögu Noregs. Ekki er búist við að erlendir ráðherrar verði við athöfnina að þessu sinni.
Tengdar fréttir Stórþingið samþykkti að ganga inn í Drekaleyfið Norska Stórþingið staðfesti í dag þátttöku norska ríkisins í þriðja olíuleitarleyfinu á íslenska Drekasvæðinu, með samþykkt sérstakrar fjárveitingar til verkefnisins á fjárlögum Noregs. 16. desember 2013 19:04 Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 Þrjár sterkar samstæður í olíuleit á Drekasvæðinu Norska ríkisstjórnin ákvað í dag að nýta rétt sinn til aðildar að þriðja sérleyfinu á Drekasvæðinu og auka þannig þátttöku sína í olíuleit á íslenska landgrunninu. 22. nóvember 2013 18:45 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Stórþingið samþykkti að ganga inn í Drekaleyfið Norska Stórþingið staðfesti í dag þátttöku norska ríkisins í þriðja olíuleitarleyfinu á íslenska Drekasvæðinu, með samþykkt sérstakrar fjárveitingar til verkefnisins á fjárlögum Noregs. 16. desember 2013 19:04
Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30
Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45
Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45
Þrjár sterkar samstæður í olíuleit á Drekasvæðinu Norska ríkisstjórnin ákvað í dag að nýta rétt sinn til aðildar að þriðja sérleyfinu á Drekasvæðinu og auka þannig þátttöku sína í olíuleit á íslenska landgrunninu. 22. nóvember 2013 18:45