Fyrsti olíurisinn kemur í leitina á Drekasvæði Kristján Már Unnarsson skrifar 17. janúar 2014 11:45 Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri, í miðið, afhenti fyrstu leyfin í janúar í fyrra að viðstöddum Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvegaráðherra og Ola Borten Moe olíumálaráðherra Noregs. Vísir/Stefán Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í næstu viku, þann 22. janúar. Þetta verður stærsta sérleyfið til þessa í íslenskri lögsögu. Það markar jafnframt fyrstu innkomu eins af olíurisum heims að olíuleitinni, kínverska félagsins CNOOC. Leyfisúthlutunin sætir einnig tíðindum á alþjóðavettvangi sökum þess að þarna taka höndum saman kínverskt og norskt ríkisolíufélög. Samskipti Noregs og Kína hafa verið við frostmark frá því norska Nóbelsverðlaunanefndin veitti kínverskum andófsmanni friðarverðlaunin árið 2010 og hefur Reuters-fréttastofan velt því upp hvort Norðmenn líti á þetta sem tækifæri til að leita sátta við Kínverja.Sérleyfin þrjú á Drekasvæðinu. Petoro er 25% aðili að þeim öllum.Orkustofnun veitir leyfið til hóps þriggja aðila. CNOOC verður með 60% og rekstraraðili leyfisins. Norska félagið Petoro verður með 25% og Eykon Energy, sem er í íslenskri eigu, verður með 15%. Helstu aðstandendur Eykons eru Heiðar Már Guðjónsson, Gunnlaugur Jónsson og Norðmaðurinn Terje Hagevang. Fyrstu tveimur sérleyfunum á landgrunni Íslands var úthlutað í Ráðherrabústaðnum við Tjörnina þann 4. janúar í fyrra, að viðstöddum ráðherrum olíumála Íslands og Noregs, Steingrími J. Sigfússyni og Ola Borten Moe. Norski olíumálaráðherrann lýsti athöfninni þá sem sögulegri fyrir Norðmenn þar sem þetta væri í fyrsta sinn sem norska ríkið tæki beinan þátt í olíuleit utan lögsögu Noregs. Ekki er búist við að erlendir ráðherrar verði við athöfnina að þessu sinni. Tengdar fréttir Stórþingið samþykkti að ganga inn í Drekaleyfið Norska Stórþingið staðfesti í dag þátttöku norska ríkisins í þriðja olíuleitarleyfinu á íslenska Drekasvæðinu, með samþykkt sérstakrar fjárveitingar til verkefnisins á fjárlögum Noregs. 16. desember 2013 19:04 Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 Þrjár sterkar samstæður í olíuleit á Drekasvæðinu Norska ríkisstjórnin ákvað í dag að nýta rétt sinn til aðildar að þriðja sérleyfinu á Drekasvæðinu og auka þannig þátttöku sína í olíuleit á íslenska landgrunninu. 22. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Sjá meira
Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í næstu viku, þann 22. janúar. Þetta verður stærsta sérleyfið til þessa í íslenskri lögsögu. Það markar jafnframt fyrstu innkomu eins af olíurisum heims að olíuleitinni, kínverska félagsins CNOOC. Leyfisúthlutunin sætir einnig tíðindum á alþjóðavettvangi sökum þess að þarna taka höndum saman kínverskt og norskt ríkisolíufélög. Samskipti Noregs og Kína hafa verið við frostmark frá því norska Nóbelsverðlaunanefndin veitti kínverskum andófsmanni friðarverðlaunin árið 2010 og hefur Reuters-fréttastofan velt því upp hvort Norðmenn líti á þetta sem tækifæri til að leita sátta við Kínverja.Sérleyfin þrjú á Drekasvæðinu. Petoro er 25% aðili að þeim öllum.Orkustofnun veitir leyfið til hóps þriggja aðila. CNOOC verður með 60% og rekstraraðili leyfisins. Norska félagið Petoro verður með 25% og Eykon Energy, sem er í íslenskri eigu, verður með 15%. Helstu aðstandendur Eykons eru Heiðar Már Guðjónsson, Gunnlaugur Jónsson og Norðmaðurinn Terje Hagevang. Fyrstu tveimur sérleyfunum á landgrunni Íslands var úthlutað í Ráðherrabústaðnum við Tjörnina þann 4. janúar í fyrra, að viðstöddum ráðherrum olíumála Íslands og Noregs, Steingrími J. Sigfússyni og Ola Borten Moe. Norski olíumálaráðherrann lýsti athöfninni þá sem sögulegri fyrir Norðmenn þar sem þetta væri í fyrsta sinn sem norska ríkið tæki beinan þátt í olíuleit utan lögsögu Noregs. Ekki er búist við að erlendir ráðherrar verði við athöfnina að þessu sinni.
Tengdar fréttir Stórþingið samþykkti að ganga inn í Drekaleyfið Norska Stórþingið staðfesti í dag þátttöku norska ríkisins í þriðja olíuleitarleyfinu á íslenska Drekasvæðinu, með samþykkt sérstakrar fjárveitingar til verkefnisins á fjárlögum Noregs. 16. desember 2013 19:04 Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 Þrjár sterkar samstæður í olíuleit á Drekasvæðinu Norska ríkisstjórnin ákvað í dag að nýta rétt sinn til aðildar að þriðja sérleyfinu á Drekasvæðinu og auka þannig þátttöku sína í olíuleit á íslenska landgrunninu. 22. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Sjá meira
Stórþingið samþykkti að ganga inn í Drekaleyfið Norska Stórþingið staðfesti í dag þátttöku norska ríkisins í þriðja olíuleitarleyfinu á íslenska Drekasvæðinu, með samþykkt sérstakrar fjárveitingar til verkefnisins á fjárlögum Noregs. 16. desember 2013 19:04
Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30
Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45
Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45
Þrjár sterkar samstæður í olíuleit á Drekasvæðinu Norska ríkisstjórnin ákvað í dag að nýta rétt sinn til aðildar að þriðja sérleyfinu á Drekasvæðinu og auka þannig þátttöku sína í olíuleit á íslenska landgrunninu. 22. nóvember 2013 18:45