Stoltur að Latibær sé íslenskt hugvit Magnús Scheving skrifar 18. janúar 2014 06:00 Latibær verður tuttugu ára á árinu og á þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar. Á þessum tveimur áratugum hefur Latibær farið frá því að vera hugmynd á blaði til þess að festa sig í sessi sem vörumerki heilsu og skemmtunar og hreyft börn um allan heim. Þó svo að í dag framleiði Latibær ekki aðeins sjónvarpsefni heldur leiksýningar, bækur, tónlist og taki þátt í heilsuátaki með ríkisstjórnum um allan heim, þá byggir sá árangur á stoðum sjónvarpsþáttanna, íslensku hugviti sem var hrint í framkvæmd af íslensku kvikmyndagerðarfólki. Þættir sem hafa verið tilnefndir til og hlotið miklar viðurkenningar á alþjóðavettvangi, má þar nefna BAFTA-, EMMY- og Edduverðlaun og eru orðnir að þekktu vörumerki sem nær til 500 milljóna heimila í 170 löndum. Því miður á kvikmynda- og sjónvarpsgerð í landinu undir högg að sækja. Í núverandi fjárlagafrumvarpi er lagt til að skorið verði umtalsvert niður til kvikmyndagerðar og hefur það veruleg áhrif á framleiðslu sjónvarpsefnis. Frá því að Latibær var fyrst settur á fót 1994, hefur hann skapað mörg hundruð störf á Íslandi og gegnt stóru hlutverki við þróun og eflingu íslensks kvikmyndaiðnaðar, þ.m.t með rekstri kvikmyndavers í Garðabæ síðan 2004. Þeir einstaklingar sem starfað hafa hjá fyrirtækinu hafa fengið þjálfun og þekkingu á sviði sjónrænnar tölvuvinnslu, tæknitöku, hljóðs, búningagerðar, leikmyndar, svo fátt eitt sé nefnt. Fjölmargir stigu sín fyrstu skref í þessum iðnaði á Íslandi hjá Latabæ. Margir þeirra sinna enn innlendri framleiðslu af miklum móð og hafa skapað sér sess í fremstu röð meðal kvikmyndagerðarfólks í heiminum. Þau fjölmörgu erlendu kvikmyndaverkefni sem hingað koma bera vitni um það.Hátíð í skugga niðurskurðar Án stuðnings iðnaðarráðuneytisins hefði Latibær aldrei verið framleiddur á Íslandi og sá ávinningur sem hlotist hefur af verkefninu í formi þekkingar, tekna og afleiddra starfa hefði ekki skilað sér til landsins. Í 20 ár hefur Latibær skapað yfir 100 ársverk að meðaltali í föstum eða afleiddum störfum og á síðustu tveimur og hálfu ári hafa 4,5 milljarðar króna komið inn í íslenska hagkerfið vegna framleiðslu þáttanna. Það er ein stærsta erlenda fjárfestingin á Íslandi á þessu tímabili. Þó að sýnt hafi verið fram á með ótvíræðum rannsóknarniðurstöðum að skapandi greinar skili margfalt meiru til baka en lagt er til af ríkinu, þá er enn þrengt að iðnaðinum sem gegnir stóru hlutverki í íslensku atvinnu- og menningarlífi og er virkasti menningarmiðill okkar tíma. Í skugga niðurskurðarins heldur íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían uppskeruhátíð sína, Edduna. Eins og það var mikilvægt fyrir okkur í Latabæ að fá stuðning iðnaðarráðuneytisins, nutum við einnig góðs af því að vera útnefnd til Edduverðlauna þegar við stigum okkar fyrstu skref. Við erum mjög stolt af því að hafa unnið heiðursverðlaun ÍKSA (Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar) á sínum tíma og gat Latibær nýtt sér þann byr sem verðlaunin veita. Í fyrra kom út þriðja þáttaröðin um lífið í Latabæ og hafa þættirnir nú þegar verið seldir til rúmlega 120 landa. Latibær er mest sýnda íslenska sjónvarpsefni allra tíma og því eðlilegt að við eftirlátum öðrum að nýta þann stökkpall sem Eddan getur verið og höfum því ákveðið að gefa ekki kost á okkur til forvals Eddunnar. Ég vil nota tækifærið og þakka öllu því fólki sem komið hefur að gerð þáttanna um Latabæ í gegnum tíðina, óska öllum þátttakendum Eddunnar velfarnaðar og velgengni á komandi hátíð og ég vil trúa því að allir þeir nýliðar sem sitja á þingi og í ráðherrastólum sjái þann ótvíræða hag þess að styðja við atvinnugreinina og endurskoði framlög sín til íslenskrar kvikmyndagerðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Latibær verður tuttugu ára á árinu og á þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar. Á þessum tveimur áratugum hefur Latibær farið frá því að vera hugmynd á blaði til þess að festa sig í sessi sem vörumerki heilsu og skemmtunar og hreyft börn um allan heim. Þó svo að í dag framleiði Latibær ekki aðeins sjónvarpsefni heldur leiksýningar, bækur, tónlist og taki þátt í heilsuátaki með ríkisstjórnum um allan heim, þá byggir sá árangur á stoðum sjónvarpsþáttanna, íslensku hugviti sem var hrint í framkvæmd af íslensku kvikmyndagerðarfólki. Þættir sem hafa verið tilnefndir til og hlotið miklar viðurkenningar á alþjóðavettvangi, má þar nefna BAFTA-, EMMY- og Edduverðlaun og eru orðnir að þekktu vörumerki sem nær til 500 milljóna heimila í 170 löndum. Því miður á kvikmynda- og sjónvarpsgerð í landinu undir högg að sækja. Í núverandi fjárlagafrumvarpi er lagt til að skorið verði umtalsvert niður til kvikmyndagerðar og hefur það veruleg áhrif á framleiðslu sjónvarpsefnis. Frá því að Latibær var fyrst settur á fót 1994, hefur hann skapað mörg hundruð störf á Íslandi og gegnt stóru hlutverki við þróun og eflingu íslensks kvikmyndaiðnaðar, þ.m.t með rekstri kvikmyndavers í Garðabæ síðan 2004. Þeir einstaklingar sem starfað hafa hjá fyrirtækinu hafa fengið þjálfun og þekkingu á sviði sjónrænnar tölvuvinnslu, tæknitöku, hljóðs, búningagerðar, leikmyndar, svo fátt eitt sé nefnt. Fjölmargir stigu sín fyrstu skref í þessum iðnaði á Íslandi hjá Latabæ. Margir þeirra sinna enn innlendri framleiðslu af miklum móð og hafa skapað sér sess í fremstu röð meðal kvikmyndagerðarfólks í heiminum. Þau fjölmörgu erlendu kvikmyndaverkefni sem hingað koma bera vitni um það.Hátíð í skugga niðurskurðar Án stuðnings iðnaðarráðuneytisins hefði Latibær aldrei verið framleiddur á Íslandi og sá ávinningur sem hlotist hefur af verkefninu í formi þekkingar, tekna og afleiddra starfa hefði ekki skilað sér til landsins. Í 20 ár hefur Latibær skapað yfir 100 ársverk að meðaltali í föstum eða afleiddum störfum og á síðustu tveimur og hálfu ári hafa 4,5 milljarðar króna komið inn í íslenska hagkerfið vegna framleiðslu þáttanna. Það er ein stærsta erlenda fjárfestingin á Íslandi á þessu tímabili. Þó að sýnt hafi verið fram á með ótvíræðum rannsóknarniðurstöðum að skapandi greinar skili margfalt meiru til baka en lagt er til af ríkinu, þá er enn þrengt að iðnaðinum sem gegnir stóru hlutverki í íslensku atvinnu- og menningarlífi og er virkasti menningarmiðill okkar tíma. Í skugga niðurskurðarins heldur íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían uppskeruhátíð sína, Edduna. Eins og það var mikilvægt fyrir okkur í Latabæ að fá stuðning iðnaðarráðuneytisins, nutum við einnig góðs af því að vera útnefnd til Edduverðlauna þegar við stigum okkar fyrstu skref. Við erum mjög stolt af því að hafa unnið heiðursverðlaun ÍKSA (Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar) á sínum tíma og gat Latibær nýtt sér þann byr sem verðlaunin veita. Í fyrra kom út þriðja þáttaröðin um lífið í Latabæ og hafa þættirnir nú þegar verið seldir til rúmlega 120 landa. Latibær er mest sýnda íslenska sjónvarpsefni allra tíma og því eðlilegt að við eftirlátum öðrum að nýta þann stökkpall sem Eddan getur verið og höfum því ákveðið að gefa ekki kost á okkur til forvals Eddunnar. Ég vil nota tækifærið og þakka öllu því fólki sem komið hefur að gerð þáttanna um Latabæ í gegnum tíðina, óska öllum þátttakendum Eddunnar velfarnaðar og velgengni á komandi hátíð og ég vil trúa því að allir þeir nýliðar sem sitja á þingi og í ráðherrastólum sjái þann ótvíræða hag þess að styðja við atvinnugreinina og endurskoði framlög sín til íslenskrar kvikmyndagerðar.
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun