Schumacher var með upptökuvél á hjálminum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2014 10:07 Nordic Photos / Getty Frönsk yfirvöld hafa staðfest að Michael Schumacher hafi verið með upptökuvél á hjálmi sínum þegar hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í frönsku ölpunum fyrir rúmri viku síðan. Franska sjónvarpsstöðin BFMTV hafði fullyrt þetta og þetta var svo staðfest á blaðamannafundi franskra yfirvalda í morgun. Þá var tilkynnt að rannsókn lögreglu á slysinu væri formlega lokið. Á fundinum í morgun kom fram að Schumacher hafi fallið þegar hann lenti á grjóti sem var falið í snjónum. Við það hafi hann missti skíðin undan sér. „Schumacher var mjög góður skíðamaður en hann fór utan brautar og rak annað skíðið sitt í stein. Hann féll og rak höfuðið í annan stein. Hann var níu metrum frá brautinni þegar hann féll,“ sagði saksóknarinn Patrick Quincy á blaðamannafundinum í morgun. „Myndefnið úr vélinni á hjálmi hans var mjög gott og gaf mjög skýra mynd af því sem gerðist. Við getum notað efnið til að endurskapa atburðina.“ Hann mun ekki hafa verið á óeðlilegum hraða sem helst í hendur við það sem umboðsmaður Schumacher, Sabine Kehm, hefur áður sagt auk vitnisburði sjónarvotta. „Við getum ekki fullyrt um hversu hratt hann fór en þegar hann fór utan brautarinnar sló hann ekki af. Hann var á eðlilegum hraða miðað við að hann var afar fær skíðamaður sem hafði farið utan brautar,“ sagði einn rannsóknaraðilinn að slysinu. Rannsókn yfirvalda í Frakklandi beindist meðal annars að því hvort að rétt hafi verið staðið að merkingum á skíðaleiðum í brekkunni þar sem Schumacher var, auk þess hvort að búnaður hans hafi verið gallaður eða bilaður. Hins vegar leiddi rannsóknin ekkert óeðlilegt í ljós hvað þetta varðar. Schumacher er enn haldið sofandi eftir slysið sem átti sér stað fyrir rúmri viku síðan. Hann hlaut alvarlega höfuðáverka og er enn talinn í lífshættu. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Frönsk yfirvöld hafa staðfest að Michael Schumacher hafi verið með upptökuvél á hjálmi sínum þegar hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í frönsku ölpunum fyrir rúmri viku síðan. Franska sjónvarpsstöðin BFMTV hafði fullyrt þetta og þetta var svo staðfest á blaðamannafundi franskra yfirvalda í morgun. Þá var tilkynnt að rannsókn lögreglu á slysinu væri formlega lokið. Á fundinum í morgun kom fram að Schumacher hafi fallið þegar hann lenti á grjóti sem var falið í snjónum. Við það hafi hann missti skíðin undan sér. „Schumacher var mjög góður skíðamaður en hann fór utan brautar og rak annað skíðið sitt í stein. Hann féll og rak höfuðið í annan stein. Hann var níu metrum frá brautinni þegar hann féll,“ sagði saksóknarinn Patrick Quincy á blaðamannafundinum í morgun. „Myndefnið úr vélinni á hjálmi hans var mjög gott og gaf mjög skýra mynd af því sem gerðist. Við getum notað efnið til að endurskapa atburðina.“ Hann mun ekki hafa verið á óeðlilegum hraða sem helst í hendur við það sem umboðsmaður Schumacher, Sabine Kehm, hefur áður sagt auk vitnisburði sjónarvotta. „Við getum ekki fullyrt um hversu hratt hann fór en þegar hann fór utan brautarinnar sló hann ekki af. Hann var á eðlilegum hraða miðað við að hann var afar fær skíðamaður sem hafði farið utan brautar,“ sagði einn rannsóknaraðilinn að slysinu. Rannsókn yfirvalda í Frakklandi beindist meðal annars að því hvort að rétt hafi verið staðið að merkingum á skíðaleiðum í brekkunni þar sem Schumacher var, auk þess hvort að búnaður hans hafi verið gallaður eða bilaður. Hins vegar leiddi rannsóknin ekkert óeðlilegt í ljós hvað þetta varðar. Schumacher er enn haldið sofandi eftir slysið sem átti sér stað fyrir rúmri viku síðan. Hann hlaut alvarlega höfuðáverka og er enn talinn í lífshættu.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira