„… allir eru skrýtnir, og líka þú“* Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 11. júní 2014 07:00 Við hötum öll eitthvað. Það er þegar við förum að hata aðrar manneskjur sem hlutirnir verða alvarlegir. Þá fyrst skemmtum við skrattanum og bjóðum honum í grill í leiðinni. Fordæmum hatur en ekki fólk. Við verðum að tala saman, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í því felst ekki samþykki á rasisma. Í því felst að samræða og virk hlustun er eina leiðin til að hafa jákvæð áhrif. Við sem óttumst ekki nálægð við múslima í samfélaginu megum ekki sjálf gera okkur sek um hiklausa réttlætingu á öllu sem kemur frá okkur sjálfum og vandlætingu á öllu sem kemur frá hinum. Skuldbindum okkur frekar til að reyna að finna sameiginlegan flöt sem við getum byrjað að tala saman út frá. Kannski þurfum við að fara alla leið til upphafsins í þeirri leit og segja: Ókei, við erum öll manneskjur, við getum verið sammála um það. Hættum að vera reaktíf og verðum próaktíf. Hættum að vera þolendur og verðum gerendur. Annars kemur Breivik einhvern daginn og bankar upp á. Sagan segir okkur að einhliða fordæming á fólki sem er hallt undir áróður útlendingahatara gerir tvennt: 1. Þjappar saman þeim sem eru sammála okkur nú þegar og brýnir þeirra vopn. 2. Rekur þá sem eru ósammála okkur í felur að brýna sín vopn. Í umhverfi einhliða fordæmingar verður engin samræða. Þótt okkur langi óstjórnlega (í báðum hópum) að það virki að segja: „Þetta er rangt hjá þér, þú ert vitlaus og málið er dautt,“ þá er það ekki þannig. Enginn vill láta tala niður til sín. Þetta á við um þá sem eru hræddir við hatrið sem streymir upp úr iðrum jarðar. Það á við um þá sem hatrinu er hellt yfir. Og það á líka við um þá sem hata. Oft erum við í öllum þessum hópum samtímis.Arfavondir félagar Rasismi og fasismi, þessir arfavondu félagar, þrífast best í samfélagi þar sem ekki er hlustað á fólk. Þar sem fólk fær ekki aðgang að kjötkötlunum, lýðræði er ábótavant, margir hafa það skítt. Það er ekki að ástæðulausu sem stórveldi verða til. Það þarf svart og hvítt, eitthvað til að hata hinum megin. Í landi þar sem við ætlum vonandi ekki að byggja Berlínarmúr getum við ekki afgreitt hlutina með köldu stríði. Við tökumst á, hér og nú. Ég legg til nokkuð mjög róttækt: Setjumst til borðs með ætluðum óvinum okkar og athugum hvort ekki er hægt að hreyfa málið eitthvað áfram í átt til friðar. Hlustum á fólk segja frá því hvað það er hrætt við, hverju því er illa við. Höldum stillingu okkar. Verum vel upplýst. Hlustum á tilfinningar. Hættum að fordæma og förum að hlusta, ekki á hatur – við tökum aldrei undir það – heldur á fólk. *Úr „Álfablokkin“, lag og texti eftir KK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Við hötum öll eitthvað. Það er þegar við förum að hata aðrar manneskjur sem hlutirnir verða alvarlegir. Þá fyrst skemmtum við skrattanum og bjóðum honum í grill í leiðinni. Fordæmum hatur en ekki fólk. Við verðum að tala saman, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í því felst ekki samþykki á rasisma. Í því felst að samræða og virk hlustun er eina leiðin til að hafa jákvæð áhrif. Við sem óttumst ekki nálægð við múslima í samfélaginu megum ekki sjálf gera okkur sek um hiklausa réttlætingu á öllu sem kemur frá okkur sjálfum og vandlætingu á öllu sem kemur frá hinum. Skuldbindum okkur frekar til að reyna að finna sameiginlegan flöt sem við getum byrjað að tala saman út frá. Kannski þurfum við að fara alla leið til upphafsins í þeirri leit og segja: Ókei, við erum öll manneskjur, við getum verið sammála um það. Hættum að vera reaktíf og verðum próaktíf. Hættum að vera þolendur og verðum gerendur. Annars kemur Breivik einhvern daginn og bankar upp á. Sagan segir okkur að einhliða fordæming á fólki sem er hallt undir áróður útlendingahatara gerir tvennt: 1. Þjappar saman þeim sem eru sammála okkur nú þegar og brýnir þeirra vopn. 2. Rekur þá sem eru ósammála okkur í felur að brýna sín vopn. Í umhverfi einhliða fordæmingar verður engin samræða. Þótt okkur langi óstjórnlega (í báðum hópum) að það virki að segja: „Þetta er rangt hjá þér, þú ert vitlaus og málið er dautt,“ þá er það ekki þannig. Enginn vill láta tala niður til sín. Þetta á við um þá sem eru hræddir við hatrið sem streymir upp úr iðrum jarðar. Það á við um þá sem hatrinu er hellt yfir. Og það á líka við um þá sem hata. Oft erum við í öllum þessum hópum samtímis.Arfavondir félagar Rasismi og fasismi, þessir arfavondu félagar, þrífast best í samfélagi þar sem ekki er hlustað á fólk. Þar sem fólk fær ekki aðgang að kjötkötlunum, lýðræði er ábótavant, margir hafa það skítt. Það er ekki að ástæðulausu sem stórveldi verða til. Það þarf svart og hvítt, eitthvað til að hata hinum megin. Í landi þar sem við ætlum vonandi ekki að byggja Berlínarmúr getum við ekki afgreitt hlutina með köldu stríði. Við tökumst á, hér og nú. Ég legg til nokkuð mjög róttækt: Setjumst til borðs með ætluðum óvinum okkar og athugum hvort ekki er hægt að hreyfa málið eitthvað áfram í átt til friðar. Hlustum á fólk segja frá því hvað það er hrætt við, hverju því er illa við. Höldum stillingu okkar. Verum vel upplýst. Hlustum á tilfinningar. Hættum að fordæma og förum að hlusta, ekki á hatur – við tökum aldrei undir það – heldur á fólk. *Úr „Álfablokkin“, lag og texti eftir KK.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun