Matur

Spínatfylltur kjúklingur - UPPSKRIFT

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Matgæðingurinn Thelma Þorbergsdóttir heldur úti blogginu Freistingar Thelmu og deilir hér með lesendum uppskrift að einföldum og gómsætum kvöldverði.

Spínatfylltur kjúklingur með mossarella, tagliatelle og salati

3-4 kjúklingabringur

70 g brauðrasp

30 g parmasan ostur

2 egg, létthrærð

150 g frosið spínat, afþýtt

6 msk kotasæla

Fersk mossarellakúla

Ólífuolía

1 dós tómatpastasósa

Salt og pipar 

500 g tagliatelle

ferskt salat að vild 


Aðferð

Hitið ofninn í 230 gráður og penslið eldfast mót með ólífuolíu að innan. Skerið kjúklingabringurnar langsum í tvennt þannig að úr einni bringu verða til tveir hlutar. Kryddið bringurnar með salti og pipar.
 
Blandið brauðraspinu og 4 msk af parmasanosti saman í skál. Létthrærið eggin og setjið þau í skál til þess að auðvelt verði að dýfa kjúklingnum ofan í.
 
Afhýðið spínatið og kreistið allt vatn úr því, klippið það mjög fínt og blandið því saman við restinni af parmasonostinum, 2 msk af hrærðu eggjunum, kotasælunni og hrærið allt vel saman.
 
Setjið 2 msk af spínatblöndunni á hverja kjúklingabringu og dreifið vel úr því, rúllið bringunni upp og látið samskeytin á kjúklingnum snúa niður. Dýfið kjúklingnum ofan í hrærðu eggin og svo strax í brauðraspið og passið að kjúklingurinn þekist vel með raspinu. Setjið kjúklinginn í eldfast mót smurt með ólífuolíu og látið samskeytin snúa niður.

Bakið kjúklinginn í 25 mínútur, takið hann svo út og setjið 2-3 msk af tómatpastasósu yfir hverja bringu. Skerið mossarellukúluna langsumt í 6 bita og leggið yfir hverja kjúklingabringu og bakið í 5 mínútur til viðbótar eða þar til osturinn hefur náð að bráðna alveg. 
 
Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pokanum og berið fram með kjúklingnum og restinni af pastasósunni ásamt fersku salati af vild.

Tengdar fréttir

Mexikósk lkl-tacobaka

Uppskrift í lágkolvetna útgáfu. Unnur Karen Guðmundsdóttir bloggar á síðunni Hér er matur um mat…
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.