Matur

Cinnabon-ostakaka - UPPSKRIFT

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Systurnar Tobba og Stína blogga um mat á síðunni Eldhússystur. Uppskriftin sem þær deila er að skemmtilegum eftirrétti sem sameinar tvenns konar gotterí – ostakökur og kanilsnúða.

Cinnabon-ostakaka

Botninn150 g (¾ bolli) sykur

76 g (¼ bolli) mjúkt smjör

1 egg

125 ml (½ bolli) mjólk

1 msk. vanilludropar

256 g (2 bollar) hveiti

2 tsk. lyftiduft

½ tsk. saltDeigið

450 g rjómaostur

130 g (5/8 bolli) sykur

1 msk. vanilludropar

1 msk. rifinn sítrónubörkur eða

1 msk. sítrónusafi

1 msk. hveiti

3 eggKanilfylling76 g (⅓ bolli) smjör

220 g (1 bolli) púðursykur

3 msk. kanillGlassúr2 msk. rjómaostur

2 msk. smjör, mjúkt

1 msk. sítrónusafi

2 tsk. vanilludropar

125 g (1 bolli) flórsykur

mjólk ef þynna þarf kremiðLeiðbeiningarHitið ofninn í 175°C. Leggið bökunarpappír yfir botninn á smelluformi og smellið síðan forminu saman. Smyrjið hliðarnar á forminu með smjöri.

Botninn

Þeytið saman sykur, smjör og egg þar til blandan er ljós og létt. Hrærið mjólkina og vanilludropana saman við og leggið til hliðar.

Sigtið saman hveitið, lyftiduftið og saltið. Hrærið hveitiblönduna saman við smjörblönduna, deigið á að vera vel þykkt. Setjið til hliðar.

Deig

Þeytið saman öll innihaldsefnin þar til deigið er létt og ljóst. Setjið til hliðar.

Kanilfylling

Bræðið smjörið, hrærið púðursykurinn og kanilinn saman við smjörið. Setjið til hliðar.

Kakan sett saman

Takið helminginn af botndeiginu og smyrjið því á botninn á smelluforminu. Því næst er rjómaostsdeiginu hellt í formið. Takið hinn helminginn af botndeiginu og dreifið „slettum“ af því yfir kökuna með matskeið. Takið kanilfyllinguna og dreifið henni einnig með „slettum“ yfir kökuna. Takið hníf og dreifið vel úr slettunum. Bakið í 45 mín., kakan brúnast lítillega.

Eftir að hún er komin úr ofninum fellur hún svolítið. Látið kökuna kólna og takið hana úr forminu. Berið kökuna fram með glassúr.

Glassúr

Þeytið saman rjómaostinn og smjörið þar til það er létt og ljóst. Hrærið sítrónusafann og vanilludropana saman við, að lokum er flórsykri bætt út í og hrært. Ef glassúrinn er of þykkur er hægt að þynna hann með mjólk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.