Í New York eiga 56% fjölskyldna ekki bíl Finnur Thorlacius skrifar 27. janúar 2014 09:44 Bílaeign minnkar í Bandarískum borgum. Í bílalandinu Bandaríkjunum hefur orðið sú þróun á undanförnum árum að fólki í borgum sem ekki kýs að eiga bíl hefur fjölgað mjög. Í sex stærstu borgum Bandaríkjanna eru meira en 30% fjölskyldna bíllausar og hefur New York nokkra sérstöðu, þar sem 56,5% fjölskyldna eiga ekki bíl þar. Er þetta í nokkru ósamræmi við landið í heild því að 90,8% fjölskyldna í Bandaríkjunum öllum eiga bíl, en þeim hefur þó farið örlítið fækkandi á síðustu árum. Af 30 stærstu borgum Bandaríkjanna hefur orðið fækkun bíla í 21 þeirri á síðustu fimm árum. Stærri borgirnar hafa mikla sérstöðu í þessum efnum, enda vafalaust erfitt að vera bíllaus í dreifðari byggðum landsins og smábæjum. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent
Í bílalandinu Bandaríkjunum hefur orðið sú þróun á undanförnum árum að fólki í borgum sem ekki kýs að eiga bíl hefur fjölgað mjög. Í sex stærstu borgum Bandaríkjanna eru meira en 30% fjölskyldna bíllausar og hefur New York nokkra sérstöðu, þar sem 56,5% fjölskyldna eiga ekki bíl þar. Er þetta í nokkru ósamræmi við landið í heild því að 90,8% fjölskyldna í Bandaríkjunum öllum eiga bíl, en þeim hefur þó farið örlítið fækkandi á síðustu árum. Af 30 stærstu borgum Bandaríkjanna hefur orðið fækkun bíla í 21 þeirri á síðustu fimm árum. Stærri borgirnar hafa mikla sérstöðu í þessum efnum, enda vafalaust erfitt að vera bíllaus í dreifðari byggðum landsins og smábæjum.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent