Í New York eiga 56% fjölskyldna ekki bíl Finnur Thorlacius skrifar 27. janúar 2014 09:44 Bílaeign minnkar í Bandarískum borgum. Í bílalandinu Bandaríkjunum hefur orðið sú þróun á undanförnum árum að fólki í borgum sem ekki kýs að eiga bíl hefur fjölgað mjög. Í sex stærstu borgum Bandaríkjanna eru meira en 30% fjölskyldna bíllausar og hefur New York nokkra sérstöðu, þar sem 56,5% fjölskyldna eiga ekki bíl þar. Er þetta í nokkru ósamræmi við landið í heild því að 90,8% fjölskyldna í Bandaríkjunum öllum eiga bíl, en þeim hefur þó farið örlítið fækkandi á síðustu árum. Af 30 stærstu borgum Bandaríkjanna hefur orðið fækkun bíla í 21 þeirri á síðustu fimm árum. Stærri borgirnar hafa mikla sérstöðu í þessum efnum, enda vafalaust erfitt að vera bíllaus í dreifðari byggðum landsins og smábæjum. Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent
Í bílalandinu Bandaríkjunum hefur orðið sú þróun á undanförnum árum að fólki í borgum sem ekki kýs að eiga bíl hefur fjölgað mjög. Í sex stærstu borgum Bandaríkjanna eru meira en 30% fjölskyldna bíllausar og hefur New York nokkra sérstöðu, þar sem 56,5% fjölskyldna eiga ekki bíl þar. Er þetta í nokkru ósamræmi við landið í heild því að 90,8% fjölskyldna í Bandaríkjunum öllum eiga bíl, en þeim hefur þó farið örlítið fækkandi á síðustu árum. Af 30 stærstu borgum Bandaríkjanna hefur orðið fækkun bíla í 21 þeirri á síðustu fimm árum. Stærri borgirnar hafa mikla sérstöðu í þessum efnum, enda vafalaust erfitt að vera bíllaus í dreifðari byggðum landsins og smábæjum.
Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent