Range Rover framleiddur í Kína Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2014 09:23 Range Rover Evoque settur saman í nýju verksmiðjunni í Kína. Fram til þessa dags hafa allir bílar Jaguar/Land Rover verið framleiddir í Bretlandi. Sú breyting varð á þessu í vikunni að samsetningarverksmiðja Jaguar/Land Rover opnaði í Changshu í Kína. Í þessari verksmiðju verður hægt að framleiða 130.000 bíla á ári. Verksmiðjan kostaði fyrirtækið, ásamt samstarfsaðila sínum Chery í Kína, 216 milljarða króna. Chery er einn af stærri bílaframleiðendum í Kína. Verksmiðjan þekur 0,4 ferkílómetra landsvæðis. Fyrsti bíllinn sem Jaguar/Land Rover framleiðir í verksmiðjunni er Range Rover Evoque, en einn fimmti af hverjum framleiddum slíkum bíl selst nú í Kína. Kína er stærsti markaður fyrir Jaguar/Land Rover bíla og þar seljast nú yfir 100.000 bílar á ári. Næsti bíll sem framleiddur verður í nýju verksmiðjunni er Land Rover Discovery Sport en svo mun einnig koma að framleiðslu Jaguar bíla, líklega XE eða XF bílum af lengri gerðum, en í Kína er mikill smekkur fyrir lengri gerðum bíla þar sem efnameira fólk er með bílstjóra og því verður að fara vel um farþega í aftursætunum. Jaguar/Land Rover ætlar næst að opna verksmiðju í Brasilíu og stefnir í að hún opni árið 2016. Þá eru uppi áform um að reisa verksmiðju í Bandaríkjunum á næstunni en bílar Jaguar/Land Rover seljast mjög vel vestanhafs. Jaguar/Land Rover er þó alls ekki að gleyma heimamarkaðnum í Evrópu, en ný verksmiðja sem framleiðir bílvélar opnar í Wolverhampton í Englandi við lok þessa mánaðar og mun Elísabet Bretadrottning vígja verksmiðjuna. Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent
Fram til þessa dags hafa allir bílar Jaguar/Land Rover verið framleiddir í Bretlandi. Sú breyting varð á þessu í vikunni að samsetningarverksmiðja Jaguar/Land Rover opnaði í Changshu í Kína. Í þessari verksmiðju verður hægt að framleiða 130.000 bíla á ári. Verksmiðjan kostaði fyrirtækið, ásamt samstarfsaðila sínum Chery í Kína, 216 milljarða króna. Chery er einn af stærri bílaframleiðendum í Kína. Verksmiðjan þekur 0,4 ferkílómetra landsvæðis. Fyrsti bíllinn sem Jaguar/Land Rover framleiðir í verksmiðjunni er Range Rover Evoque, en einn fimmti af hverjum framleiddum slíkum bíl selst nú í Kína. Kína er stærsti markaður fyrir Jaguar/Land Rover bíla og þar seljast nú yfir 100.000 bílar á ári. Næsti bíll sem framleiddur verður í nýju verksmiðjunni er Land Rover Discovery Sport en svo mun einnig koma að framleiðslu Jaguar bíla, líklega XE eða XF bílum af lengri gerðum, en í Kína er mikill smekkur fyrir lengri gerðum bíla þar sem efnameira fólk er með bílstjóra og því verður að fara vel um farþega í aftursætunum. Jaguar/Land Rover ætlar næst að opna verksmiðju í Brasilíu og stefnir í að hún opni árið 2016. Þá eru uppi áform um að reisa verksmiðju í Bandaríkjunum á næstunni en bílar Jaguar/Land Rover seljast mjög vel vestanhafs. Jaguar/Land Rover er þó alls ekki að gleyma heimamarkaðnum í Evrópu, en ný verksmiðja sem framleiðir bílvélar opnar í Wolverhampton í Englandi við lok þessa mánaðar og mun Elísabet Bretadrottning vígja verksmiðjuna.
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent