Toyota greiðir konu 1.500 milljónir vegna ófullnægjandi öryggisbeltis Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2014 10:00 Toyota 4Runner. Í þessari viku var kveðinn upp sá dómur í Kaliforníu að Toyota skuli gert að greiða 22 ára konu 1.500 milljónir króna í skaðabætur vegna ófullnægjandi öryggisbeltis í bíl sem hún var farþegi í. Konan er nú lömuð fyrir neðan mitti, en hún var farþegi í bílnum sem lenti á tré á um 50 kílómetra ferð. Það athygliverða við þenna dóm er að konan valdi það sjálfviljug að setjast uppí bíl hjá drukknum ökumanni, en hún var 17 ára þegar slysið varð árið 2010. Í bílnum var öryggisbelti í aftursætinu sem aðeins strengist yfir mitti farþega og þegar bíllinn endaði á tré kastaðist efri hluti líkama konunnar fram með þeim afleiðingum að hún hlaut mænuskaða og lamaðist. Dómarinn í málinu taldi að þessháttar öryggisbelti væri ófullnægjandi og beltið ætti að ná yfir axlir farþega eins og flest öryggisbelti bíla eru. Bílgerðin var Toyota 4Runner af árgerð 1996. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent
Í þessari viku var kveðinn upp sá dómur í Kaliforníu að Toyota skuli gert að greiða 22 ára konu 1.500 milljónir króna í skaðabætur vegna ófullnægjandi öryggisbeltis í bíl sem hún var farþegi í. Konan er nú lömuð fyrir neðan mitti, en hún var farþegi í bílnum sem lenti á tré á um 50 kílómetra ferð. Það athygliverða við þenna dóm er að konan valdi það sjálfviljug að setjast uppí bíl hjá drukknum ökumanni, en hún var 17 ára þegar slysið varð árið 2010. Í bílnum var öryggisbelti í aftursætinu sem aðeins strengist yfir mitti farþega og þegar bíllinn endaði á tré kastaðist efri hluti líkama konunnar fram með þeim afleiðingum að hún hlaut mænuskaða og lamaðist. Dómarinn í málinu taldi að þessháttar öryggisbelti væri ófullnægjandi og beltið ætti að ná yfir axlir farþega eins og flest öryggisbelti bíla eru. Bílgerðin var Toyota 4Runner af árgerð 1996.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent