Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 22-25 | Botnliðið skellti toppliðinu Henry Birgir Gunnarsson í N1-höllinni skrifar 23. október 2014 15:41 Vísir/Stefán Afturelding tapaði sínum fyrsta leik í Olís-deild karla í kvöld er botnlið HK kom í heimsókn í Mosfellsbæinn. Það voru ekki margir sem áttu von á því að botnlið HK færi að stríða toppliði Aftureldingar en annað kom á daginn. HK-ingar mættu geysilega vel stemmdir og til í að gera Mosfellingum lífið leitt. Það er nákvæmlega það sem þeir gerðu. Leikurinn var frekar illa spilaður af beggja hálfu en ótrúlegt markvarsla Lárusar Helga í marki HK gerði gæfumuninn fyrir HK. Lárus varði 12 bolta í fyrri hálfleik og var með 60 prósent markvörslu. Að minnsta kosti helmingur þessara skota var úr dauðafærum. Mögnuð frammistaða. HK gat leyft sér að tapa boltanum ítrekað á klaufalegan hátt en var samt með forskot í leiknum. Mest var forskotið fjögur mörk, 7-11, en þrem mörkum munaði á liðunum í leikhléi, 8-11. Sóknarleikur HK var ekkert sérstakur en liðið var komið með gott sjálfstraust í lok hálfleiksins. Aftur á móti allt í molum hjá Aftureldingu í sókninni. Það var allt annað að sjá Mosfellinga í upphafi síðari hálfleiks. Meiri hraði og grimmd. Það tók þá aðeins tíu mínútur að jafna leikinn, 15-15. Þá féll þeim allur ketill í eld og allt fór í sama farið. Liðið fór að tapa boltanum klaufalega hvað eftir annað og HK komst á bragðið. Þegar tíu mínútur lifðu leiks var HK komið með fjögurra marka forskot á ný, 17-21. Afturelding reyndi allt sem liðið gat til að jafna leikinn. Meðal annars að spila á sjö mönnum í sókn. Þegar leikurinn virtist vera búinn gaf HK færi á sér. Gríðarlegt stress kom í leikmenn og þeir hleyptu Aftureldingu aftur inn í leikinn. Munurinn aðeins eitt mark þegar mínúta var eftir. Eftir mikinn darraðardans á lokamínútunni náði HK að landa þriggja marka sigri sem var alls ekki eins öruggur og lokatölurnar segja. Sigurinn þó fyllilega verðskuldaður. HK mætti með viljann að vopni og bar enga virðingu fyrir toppliðinu. Liðið barðist grimmilega og sótti af hugrekki lengstum. Liðið hefði þó aldrei unnið leikinn án stórleiks Lárusar í markinu. Sá var magnaður. Garðar skoraði góð mörk og lét fjölmarga feila ekki slá sig út af laginu. Afturelding var aldrei líkt sjálfu sér í dag. Það er eiginlega galið að tala um vanmat en það leit þannig út. Leikur beggja liða var alls ekki gallalaus en mistök Mosfellinga voru allt of mörg. Það er búið að hampa þeim mikið víða og ef mið er tekið af þessum leik þá virðast þeir ekki höndla pressuna. Þetta var aftur á móti bara einn leikur og verður áhugavert að sjá hvernig Afturelding svarar þessu tapi.Lárus: Fór um mig á tímabili "Ég fór í klassískan leikdags Serrano. Það gerði mér greinilega gott," segir Lárus Helgi Ólafsson, markvörður HK, og hlær dátt. Sú máltíð virkaði heldur betur því hann fór algjörlega á kostum í kvöld. "Þetta var frábær liðssigur. Það gekk mjög vel hjá mér og sérstaklega í dauðafærunum. Það var stór plús. Ef vörnin er sterk verða færin þrengri," sagði Lárus en málið er samt að vörnin var ekkert alltaf of sterk. Þess vegna var hann einmitt að verja heilan haug af dauðafærum. "Ég lýg því ekki að það fór um mig á tímabili undir lokin. Mér fannst við vera hættir að sækja á markið og vorum að missa boltann klaufalega." Eins og von var fagnaði HK sigrinum hreint ógurlega. Liðið mátti vel við því. Óvæntur og flottur sigur sem gefur liðinu byr í seglin. "Þú getur rétt ímyndað mér hvað þetta gefur okkur mikið. Eftir að hafa aðeins unnið einn leik þá var virkilega gaman að vinna. Þó svo það hafi gengið illa þá hafa allir verið léttir á æfingum og ekki fýlusvipur á neinum. Það verður heldur ekki eftir þennan leik."Einar Andri: Vorum andlega fjarverandi "Þetta var mjög slakur leikur af okkar hálfu. Þetta var langt frá því sem við höfum verið að gera að undanförnu," segir svekktur þjálfari Aftureldingar, Einar Andri Einarsson. "Mér fannst við vera andlega fjarverandi í leiknum. Við erum með 21 tapaðan bolta og gerum óskiljanleg, barnaleg mistök. Það segir mér að við vorum ekki tilbúnir í slaginn." Það er mikið búið að láta með liðið eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Getur Einar Andri skrifað þetta tap á vanmat? "Ég trúi því ekki að það sé vanmat hjá okkur. Það þarf að setjast alvarlega yfir hvað var að í kvöld. Ég tek samt ekkert af HK sem var að berjast. Þetta var samt bara einn leikur og það geta allir unnið alla í þessari deild. Við ætlum ekkert að grafa okkur of djúpt eftir þetta en við verðum samt að draga lærdóm af þessu. "Við fengum tækifæri til að snúa þessu við en við áttum ekkert meira skilið. Ég skrifa þetta tap á slaka frammistöðu leikmanna." Olís-deild karla Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Afturelding tapaði sínum fyrsta leik í Olís-deild karla í kvöld er botnlið HK kom í heimsókn í Mosfellsbæinn. Það voru ekki margir sem áttu von á því að botnlið HK færi að stríða toppliði Aftureldingar en annað kom á daginn. HK-ingar mættu geysilega vel stemmdir og til í að gera Mosfellingum lífið leitt. Það er nákvæmlega það sem þeir gerðu. Leikurinn var frekar illa spilaður af beggja hálfu en ótrúlegt markvarsla Lárusar Helga í marki HK gerði gæfumuninn fyrir HK. Lárus varði 12 bolta í fyrri hálfleik og var með 60 prósent markvörslu. Að minnsta kosti helmingur þessara skota var úr dauðafærum. Mögnuð frammistaða. HK gat leyft sér að tapa boltanum ítrekað á klaufalegan hátt en var samt með forskot í leiknum. Mest var forskotið fjögur mörk, 7-11, en þrem mörkum munaði á liðunum í leikhléi, 8-11. Sóknarleikur HK var ekkert sérstakur en liðið var komið með gott sjálfstraust í lok hálfleiksins. Aftur á móti allt í molum hjá Aftureldingu í sókninni. Það var allt annað að sjá Mosfellinga í upphafi síðari hálfleiks. Meiri hraði og grimmd. Það tók þá aðeins tíu mínútur að jafna leikinn, 15-15. Þá féll þeim allur ketill í eld og allt fór í sama farið. Liðið fór að tapa boltanum klaufalega hvað eftir annað og HK komst á bragðið. Þegar tíu mínútur lifðu leiks var HK komið með fjögurra marka forskot á ný, 17-21. Afturelding reyndi allt sem liðið gat til að jafna leikinn. Meðal annars að spila á sjö mönnum í sókn. Þegar leikurinn virtist vera búinn gaf HK færi á sér. Gríðarlegt stress kom í leikmenn og þeir hleyptu Aftureldingu aftur inn í leikinn. Munurinn aðeins eitt mark þegar mínúta var eftir. Eftir mikinn darraðardans á lokamínútunni náði HK að landa þriggja marka sigri sem var alls ekki eins öruggur og lokatölurnar segja. Sigurinn þó fyllilega verðskuldaður. HK mætti með viljann að vopni og bar enga virðingu fyrir toppliðinu. Liðið barðist grimmilega og sótti af hugrekki lengstum. Liðið hefði þó aldrei unnið leikinn án stórleiks Lárusar í markinu. Sá var magnaður. Garðar skoraði góð mörk og lét fjölmarga feila ekki slá sig út af laginu. Afturelding var aldrei líkt sjálfu sér í dag. Það er eiginlega galið að tala um vanmat en það leit þannig út. Leikur beggja liða var alls ekki gallalaus en mistök Mosfellinga voru allt of mörg. Það er búið að hampa þeim mikið víða og ef mið er tekið af þessum leik þá virðast þeir ekki höndla pressuna. Þetta var aftur á móti bara einn leikur og verður áhugavert að sjá hvernig Afturelding svarar þessu tapi.Lárus: Fór um mig á tímabili "Ég fór í klassískan leikdags Serrano. Það gerði mér greinilega gott," segir Lárus Helgi Ólafsson, markvörður HK, og hlær dátt. Sú máltíð virkaði heldur betur því hann fór algjörlega á kostum í kvöld. "Þetta var frábær liðssigur. Það gekk mjög vel hjá mér og sérstaklega í dauðafærunum. Það var stór plús. Ef vörnin er sterk verða færin þrengri," sagði Lárus en málið er samt að vörnin var ekkert alltaf of sterk. Þess vegna var hann einmitt að verja heilan haug af dauðafærum. "Ég lýg því ekki að það fór um mig á tímabili undir lokin. Mér fannst við vera hættir að sækja á markið og vorum að missa boltann klaufalega." Eins og von var fagnaði HK sigrinum hreint ógurlega. Liðið mátti vel við því. Óvæntur og flottur sigur sem gefur liðinu byr í seglin. "Þú getur rétt ímyndað mér hvað þetta gefur okkur mikið. Eftir að hafa aðeins unnið einn leik þá var virkilega gaman að vinna. Þó svo það hafi gengið illa þá hafa allir verið léttir á æfingum og ekki fýlusvipur á neinum. Það verður heldur ekki eftir þennan leik."Einar Andri: Vorum andlega fjarverandi "Þetta var mjög slakur leikur af okkar hálfu. Þetta var langt frá því sem við höfum verið að gera að undanförnu," segir svekktur þjálfari Aftureldingar, Einar Andri Einarsson. "Mér fannst við vera andlega fjarverandi í leiknum. Við erum með 21 tapaðan bolta og gerum óskiljanleg, barnaleg mistök. Það segir mér að við vorum ekki tilbúnir í slaginn." Það er mikið búið að láta með liðið eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Getur Einar Andri skrifað þetta tap á vanmat? "Ég trúi því ekki að það sé vanmat hjá okkur. Það þarf að setjast alvarlega yfir hvað var að í kvöld. Ég tek samt ekkert af HK sem var að berjast. Þetta var samt bara einn leikur og það geta allir unnið alla í þessari deild. Við ætlum ekkert að grafa okkur of djúpt eftir þetta en við verðum samt að draga lærdóm af þessu. "Við fengum tækifæri til að snúa þessu við en við áttum ekkert meira skilið. Ég skrifa þetta tap á slaka frammistöðu leikmanna."
Olís-deild karla Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita