Rolls Royce fjórfaldast á 10 árum Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2014 11:45 Rolls Royce bílar. Fyrir um 10 árum síðan framleiddi breski bílaframleiðandinn Rolls Royce aðeins um 1.000 bíla á ári, en á næsta ári er gert ráð fyrir ríflega 4.000 bíla sölu. Í ár stefnir í 3.500 bíla sölu en með tilkomu nýrrar gerðar, Rolls Royce Wraith verður fjögur þúsund bíla markinu vafalaust náð á næsta ári. Í heimi bílaframleiðenda eru það ekki margir bílar sem Rolls Royce framleiðir og meira að segja bliknar framleiðsla Rolls Royce við hlið aðalkeppinautarins Bentley sem selur um 10.000 bíla á ári. Bílar fyrirtækjanna eru þó það dýrir að velta þeirra beggja er umtalsverð og hagnaðurinn ágætur. Hagnaður af rekstri Rolls Royce er það mikill að fyrirtækið þarf ekki lengur að seilast í vasa eigandi síns, BMW, til að fjármagna þróun á nýjum bílgerðum. Rolls Royce selur nú bílgerðirnar Phantom, Phantom Coupe, Ghost og Wraith og til stendur að bæta stórum lúxusjeppa í flóruna og stendur þróun þess bíls nú yfir. Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent
Fyrir um 10 árum síðan framleiddi breski bílaframleiðandinn Rolls Royce aðeins um 1.000 bíla á ári, en á næsta ári er gert ráð fyrir ríflega 4.000 bíla sölu. Í ár stefnir í 3.500 bíla sölu en með tilkomu nýrrar gerðar, Rolls Royce Wraith verður fjögur þúsund bíla markinu vafalaust náð á næsta ári. Í heimi bílaframleiðenda eru það ekki margir bílar sem Rolls Royce framleiðir og meira að segja bliknar framleiðsla Rolls Royce við hlið aðalkeppinautarins Bentley sem selur um 10.000 bíla á ári. Bílar fyrirtækjanna eru þó það dýrir að velta þeirra beggja er umtalsverð og hagnaðurinn ágætur. Hagnaður af rekstri Rolls Royce er það mikill að fyrirtækið þarf ekki lengur að seilast í vasa eigandi síns, BMW, til að fjármagna þróun á nýjum bílgerðum. Rolls Royce selur nú bílgerðirnar Phantom, Phantom Coupe, Ghost og Wraith og til stendur að bæta stórum lúxusjeppa í flóruna og stendur þróun þess bíls nú yfir.
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent