Aftur eða fram Einar Benediktsson skrifar 19. mars 2014 07:00 Argentína er að sögn eina landið, sem farið hefur þróunarferilinn aftur á bak, þ.e. frá velmegun í fátækt. Á sínum tíma var Argentína ríkara þjóðfélag en Þýskaland eða Frakkland en er nú ekki hálfdrættingur þeirra. Hagstjórn Argentínu síðustu áratugina er saga síendurtekinna mistaka óábyrgrar stjórnmálaforystu. Eftir endurtekin kreppuskeið hefur tekið við óbeislaður fjáraustur hins opinbera, mikil skattlagning á útflutning og víðtæk innflutningshöft. Enn gætir áhrifa af því pólitíska þjóðernisrugli, sem kennt er við þau Juan og Evitu Perón og að allt hið illa komi frá spákaupmennsku stórvelda eða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Óreiða Argentínu hefur líka grafið undan Mercosur, tollabandalagi grannríkja. Minnisstæð er heimsókn til Úrúgvæ, þá er bjartsýni ríkti um framtíð þessa efnahagssamstarfs og að Montevídeó fengi sama hlutverk og Brussel í ESB. Sé litið til Evrópusambandsins er Eistland dæmi til hins gagnstæða. Eftir að Eistar komust undan yfirráðum Sovétríkjanna 1991 greip ríkisstjórn ungra fullhuga, 35 ára að meðalaldri, af festu til aðgerða og tryggði aðild að NATO og Evrópusambandinu. Ánægju- og lærdómsríkt var að vera samtíða fyrsta sendiherra þeirra í Washington, Toomas Henrik Ilves, nú forseta Eistlands. Uppbygging þeirra byggði á einkavæðingu, frjálsum viðskiptum, ábyrgri fjármálamálastefnu með jöfnum tekjuskatti, nú 21 %. Þá var efnahagsvanda áranna 2008-2009 svarað með miklum samdráttaraðgerðum í niðurskurði ríkisútgjalda og evran varð lögeyrir í Eistlandi. Á árunum 2010-2013 var hagvöxtur að meðaltali um 4%. Eistland er í fremstu röð landa heims í tæknivæðingu og laðar til sín erlenda fjárfesta.Lexía fyrir okkur? Gæti þróun Argentínu og Eistlands hugsanlega verið lexía fyrir okkur sem erum enn önnur þjóðfélagsleg útgáfa? Væntanlega verður að draga þá ályktun, að utan ytri skilyrða sé það mannlegi þátturinn sem skilur milli þjóða í árangri. Þjóðfélagslegur þroski birtist í ábyrgu og heiðarlegu stjórnmálalífi, sem leiðir til trausts á að stefna stjórnvalda vinni að almannaheill. Því fylgir skilningur á því að stefnumörk í hagstjórn, eins og ESB leitast við að ná, séu til heilla. Og er ekki þar að finna margrædda gjá milli þjóðar og þings á Íslandi? Víst er spillingin í Suður-Ameríku mikil, en þá má líka spyrja hvort Íslendingar séu þar sögulegir sakleysingar. Það er nú að falla í gleymsku að tveir stærstu stjórnmálaflokkar landsins stunduðu í áratugi svokölluð helmingaskipti, sem þá voru tryggð með fjárfestingar- og innflutningsleyfaveitingum, skipun bankastjóra, fjáraustri sitt á hvað í sveitakjördæmin o.s.frv. Nú horfir Eistland til bjartrar framtíðar í Myntbandalagi Evrópu. Þeir lögðu á sig þann aga að mæta Maastricht-skilyrðunum til upptöku evrunnar varðandi verðbólgu, ríkisskuldir, viðskiptahalla og hagvöxt. Það er einmitt þetta verkefni sem okkur ber að leysa sem aðildarríki að ESB. Á því ríður framtíðarheill Íslands en ekki í niðurstöðum samninga um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál ef þeir verða okkur aðgengilegir svo sem forystumenn Evrópusambandsins hafa tekið fram. Þeir bíða þolinmóðir eftir því að við tökum upp þráðinn á ný. Við blasa erfiðustu verkefni sem Íslendingar hafa þurft að glíma við. Það er að losna úr heljargreipum ónýts gjaldmiðils, sem fest hefur landið í höftum lamandi efnahagslífið og framfarir. Um afnám gjaldeyrishaftanna og uppgjör búa föllnu bankanna, hefur Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagt: „Ég held að það sé mikilvægt að menn hafi það í huga að þetta er mjög stórt og flókið mál, þarna fáum við eitt skot og það verður að heppnast.“ Ekki vil ég trúa að að Ísland verði viðskila við Evrópusambandið þegar meirihluti þjóðarinnar vill sjá og taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæði. Án þeirrar aðildar og nýs gjaldmiðils myndum við dragast ört aftur úr og fljótlega lenda í einhverju fyrra þróunarstigi vegna atgervisflótta og vöntunar fjárfestinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Argentína er að sögn eina landið, sem farið hefur þróunarferilinn aftur á bak, þ.e. frá velmegun í fátækt. Á sínum tíma var Argentína ríkara þjóðfélag en Þýskaland eða Frakkland en er nú ekki hálfdrættingur þeirra. Hagstjórn Argentínu síðustu áratugina er saga síendurtekinna mistaka óábyrgrar stjórnmálaforystu. Eftir endurtekin kreppuskeið hefur tekið við óbeislaður fjáraustur hins opinbera, mikil skattlagning á útflutning og víðtæk innflutningshöft. Enn gætir áhrifa af því pólitíska þjóðernisrugli, sem kennt er við þau Juan og Evitu Perón og að allt hið illa komi frá spákaupmennsku stórvelda eða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Óreiða Argentínu hefur líka grafið undan Mercosur, tollabandalagi grannríkja. Minnisstæð er heimsókn til Úrúgvæ, þá er bjartsýni ríkti um framtíð þessa efnahagssamstarfs og að Montevídeó fengi sama hlutverk og Brussel í ESB. Sé litið til Evrópusambandsins er Eistland dæmi til hins gagnstæða. Eftir að Eistar komust undan yfirráðum Sovétríkjanna 1991 greip ríkisstjórn ungra fullhuga, 35 ára að meðalaldri, af festu til aðgerða og tryggði aðild að NATO og Evrópusambandinu. Ánægju- og lærdómsríkt var að vera samtíða fyrsta sendiherra þeirra í Washington, Toomas Henrik Ilves, nú forseta Eistlands. Uppbygging þeirra byggði á einkavæðingu, frjálsum viðskiptum, ábyrgri fjármálamálastefnu með jöfnum tekjuskatti, nú 21 %. Þá var efnahagsvanda áranna 2008-2009 svarað með miklum samdráttaraðgerðum í niðurskurði ríkisútgjalda og evran varð lögeyrir í Eistlandi. Á árunum 2010-2013 var hagvöxtur að meðaltali um 4%. Eistland er í fremstu röð landa heims í tæknivæðingu og laðar til sín erlenda fjárfesta.Lexía fyrir okkur? Gæti þróun Argentínu og Eistlands hugsanlega verið lexía fyrir okkur sem erum enn önnur þjóðfélagsleg útgáfa? Væntanlega verður að draga þá ályktun, að utan ytri skilyrða sé það mannlegi þátturinn sem skilur milli þjóða í árangri. Þjóðfélagslegur þroski birtist í ábyrgu og heiðarlegu stjórnmálalífi, sem leiðir til trausts á að stefna stjórnvalda vinni að almannaheill. Því fylgir skilningur á því að stefnumörk í hagstjórn, eins og ESB leitast við að ná, séu til heilla. Og er ekki þar að finna margrædda gjá milli þjóðar og þings á Íslandi? Víst er spillingin í Suður-Ameríku mikil, en þá má líka spyrja hvort Íslendingar séu þar sögulegir sakleysingar. Það er nú að falla í gleymsku að tveir stærstu stjórnmálaflokkar landsins stunduðu í áratugi svokölluð helmingaskipti, sem þá voru tryggð með fjárfestingar- og innflutningsleyfaveitingum, skipun bankastjóra, fjáraustri sitt á hvað í sveitakjördæmin o.s.frv. Nú horfir Eistland til bjartrar framtíðar í Myntbandalagi Evrópu. Þeir lögðu á sig þann aga að mæta Maastricht-skilyrðunum til upptöku evrunnar varðandi verðbólgu, ríkisskuldir, viðskiptahalla og hagvöxt. Það er einmitt þetta verkefni sem okkur ber að leysa sem aðildarríki að ESB. Á því ríður framtíðarheill Íslands en ekki í niðurstöðum samninga um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál ef þeir verða okkur aðgengilegir svo sem forystumenn Evrópusambandsins hafa tekið fram. Þeir bíða þolinmóðir eftir því að við tökum upp þráðinn á ný. Við blasa erfiðustu verkefni sem Íslendingar hafa þurft að glíma við. Það er að losna úr heljargreipum ónýts gjaldmiðils, sem fest hefur landið í höftum lamandi efnahagslífið og framfarir. Um afnám gjaldeyrishaftanna og uppgjör búa föllnu bankanna, hefur Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagt: „Ég held að það sé mikilvægt að menn hafi það í huga að þetta er mjög stórt og flókið mál, þarna fáum við eitt skot og það verður að heppnast.“ Ekki vil ég trúa að að Ísland verði viðskila við Evrópusambandið þegar meirihluti þjóðarinnar vill sjá og taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæði. Án þeirrar aðildar og nýs gjaldmiðils myndum við dragast ört aftur úr og fljótlega lenda í einhverju fyrra þróunarstigi vegna atgervisflótta og vöntunar fjárfestinga.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun