Stundaðu líkamsrækt fyrir sálina Ásgeir Ólafsson skrifar 19. mars 2014 14:05 Það er löngu sannað að þeir sem stunda reglulega líkamsrækt líður andlega betur og eru í betra jafnvægi en þeir sem gera það ekki. Þú eflist andlega og verður öruggari með sjálfan þig og um leið færari í mannlegum samskiptum. Þú einangrast síður og það bætir um betur í lífslöngun þína. Þú dregur andann og lifir lífinu í fleiri litum. Hvers vegna stundar þá aðeins um þriðjungur manna og barna líkamsrækt sem hafa líkamlega burði í það? Líkamrækt, hugtakið að rækta líkama sinn, er margslungin. Það er hægt að stunda alls kyns hreyfingu. Þú þarft ekki og ættir ekki að fara eftir því sem aðrir gera. Þú getur, og átt að finna þína eigin leiðir í að hreyfa þig. Hvað þykir þér skemmtilegast og hvað þykir þér leiðinlegt? Einbeittu þér að skemmtilegum hlutum og slepptu þessu leiðinlega. Góður vinur minn kenndi mér að halda upp á allt það sem þú mögulega getur haldið upp á. Sama hversu “lítið” aðrir segja það vera. Andleg líkamrækt er annað hugtak. Það er sem dæmi að bjóða skemmtilegu fólki í heimsókn og eiga með þeim kvöldstund. Sami vinur minn eignaðist rándýra koníaksflösku að gjöf sem var orðin 30 ára gömul í skáp hans. Hann beðið í öll þessi ár að opna hana. Hann fann ekki rétta tilefnið. Sagan um flöskuna endaði þannig að hann opnaði hana á ómerkilegu þriðjudagskvöldi eitt sumarið, þegar faðir hans kom í heimsókn í spjall sem hann gerði reglulega. Þeir kláruðu flöskuna og urðu glaðir. Hann viðurkenndi síðar að hafa flækt málin með þessa flösku og gert hana of stóra í sínu lífi. Þetta var bara flaska af koníaki. Algengast er, og miða ég þá út frá minni reynslu, að þeir sem ætla sér að stunda líkamrækt, mikla það fyrir sér og gera of mikið úr því líkt og vinur minn gerði með koníaksflöskuna. Þetta á ekki að vera svona flókið. Inn í breytuna kemur þetta. Allir ætla og telja sig þurfa að ná einhverjum mælanlegum árangri í stað þess að næra sálina eina með hreyfingunni. Kílóin þurfa að fjúka hratt og ummálið sömuleiðis. Þannig gera þeir sig að mælanlegum “hlut” í hápressu þjóðfélagi sem með megrunarkúrum og öfgum, hefur ákveðið hvernig mannskepnan skal líta út. Hvað á sér svo stað innra með þér þegar þú nærð ekki þessu mælanlega sem samfélagið setur? Þú verður vonsvikinn og hreyfingin sem áður var svo skemmtileg fellur um sig sjálfa og þú átt það til að hætta öllu. Þú ert ómeðvitað farinn að stunda líkamsrækt fyrir alla aðra en sjálfan þig. Ég skora hér með á þig að byrja, og þá í þeirri hreyfingu sem höfðar mest til þín og þér þykir skemmtileg. Þetta hlýtur að snúast um eitthvað meira en það að vera í röngum hlutföllum samfélags sem löngu er búið að missa sjónar á því hvað er rétt.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Það er löngu sannað að þeir sem stunda reglulega líkamsrækt líður andlega betur og eru í betra jafnvægi en þeir sem gera það ekki. Þú eflist andlega og verður öruggari með sjálfan þig og um leið færari í mannlegum samskiptum. Þú einangrast síður og það bætir um betur í lífslöngun þína. Þú dregur andann og lifir lífinu í fleiri litum. Hvers vegna stundar þá aðeins um þriðjungur manna og barna líkamsrækt sem hafa líkamlega burði í það? Líkamrækt, hugtakið að rækta líkama sinn, er margslungin. Það er hægt að stunda alls kyns hreyfingu. Þú þarft ekki og ættir ekki að fara eftir því sem aðrir gera. Þú getur, og átt að finna þína eigin leiðir í að hreyfa þig. Hvað þykir þér skemmtilegast og hvað þykir þér leiðinlegt? Einbeittu þér að skemmtilegum hlutum og slepptu þessu leiðinlega. Góður vinur minn kenndi mér að halda upp á allt það sem þú mögulega getur haldið upp á. Sama hversu “lítið” aðrir segja það vera. Andleg líkamrækt er annað hugtak. Það er sem dæmi að bjóða skemmtilegu fólki í heimsókn og eiga með þeim kvöldstund. Sami vinur minn eignaðist rándýra koníaksflösku að gjöf sem var orðin 30 ára gömul í skáp hans. Hann beðið í öll þessi ár að opna hana. Hann fann ekki rétta tilefnið. Sagan um flöskuna endaði þannig að hann opnaði hana á ómerkilegu þriðjudagskvöldi eitt sumarið, þegar faðir hans kom í heimsókn í spjall sem hann gerði reglulega. Þeir kláruðu flöskuna og urðu glaðir. Hann viðurkenndi síðar að hafa flækt málin með þessa flösku og gert hana of stóra í sínu lífi. Þetta var bara flaska af koníaki. Algengast er, og miða ég þá út frá minni reynslu, að þeir sem ætla sér að stunda líkamrækt, mikla það fyrir sér og gera of mikið úr því líkt og vinur minn gerði með koníaksflöskuna. Þetta á ekki að vera svona flókið. Inn í breytuna kemur þetta. Allir ætla og telja sig þurfa að ná einhverjum mælanlegum árangri í stað þess að næra sálina eina með hreyfingunni. Kílóin þurfa að fjúka hratt og ummálið sömuleiðis. Þannig gera þeir sig að mælanlegum “hlut” í hápressu þjóðfélagi sem með megrunarkúrum og öfgum, hefur ákveðið hvernig mannskepnan skal líta út. Hvað á sér svo stað innra með þér þegar þú nærð ekki þessu mælanlega sem samfélagið setur? Þú verður vonsvikinn og hreyfingin sem áður var svo skemmtileg fellur um sig sjálfa og þú átt það til að hætta öllu. Þú ert ómeðvitað farinn að stunda líkamsrækt fyrir alla aðra en sjálfan þig. Ég skora hér með á þig að byrja, og þá í þeirri hreyfingu sem höfðar mest til þín og þér þykir skemmtileg. Þetta hlýtur að snúast um eitthvað meira en það að vera í röngum hlutföllum samfélags sem löngu er búið að missa sjónar á því hvað er rétt.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar