Innlent

Réðust nokkrir á einn í austurborginni

Fleiri en einn tóku þátt í að ráðast á mann í austurborginni um klukkan hálf fimm í nótt. Hann náði að hringja í lögreglu, en árásarmennirnir voru á bak og burt þegar hún kom á vettvang.

Þolandinn fékk meðal annars höfuðhögg og var hann fluttur á slysadeild Landsspíatlans.

Árásarmennirnir eru ófundnir, en lögregla veit hverjir það eru. Ekki er nánar greint frá málsatvikum í skeyti lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×