Karlar og krabbamein Jón H. Guðmundsson skrifar 20. mars 2014 07:00 Nú er hinn árlegi mottumars genginn í garð en hann er notaður til fjáröflunar og umræðu um krabbamein. Það hefur oft hvarflað að mér undanfarin misseri að segja smá reynslusögu til að hvetja karlmenn um fimmtugt til að fara sem fyrst í skoðun. Ef þetta getur ýtt við ykkur er tilganginum náð. Þetta byrjaði allt það herrans ár 2008 þegar ég var ný orðinn 62ja ára. Ég hafði óvart orð á því við fjölskyldu mína hvað það væri óþægilegt að fara tvisvar til þrisvar sinnum að pissa á næturnar og jafnvel fjórum sinnum og þurfa að mæta hálfþreyttur í vinnuna. Mér var þá bent á að fara strax læknis. Eftir að hafa sagt lækninum frá vandamálinu setur hann upp hanska og fer að þreifa upp í afturendann á mér og segir að það séu óeðlilegar bólgur í blöðruhálskirtlinum og hann verði að senda mig strax í blóðprufur og boðar mig aftur eftir viku til tíu daga. Þegar að því er komið segir hann mér að svokallað PSA-gildi sé of hátt og að hann hafi pantað tíma hjá þvagfæraskurðlækni til frekari rannsókna. Þegar þangað er komið er ég látinn fara í sýnatöku til frekari rannsókna og læknirinn gefur mér tíma tveimur vikum síðar. Eftir tvær vikur fellur stóri dómurinn; þú ert með krabbamein í blöðruhálskirtli. Síðan upplýsir hann mig um hvað mér standi til boða; lyfjameðferð, geislameðferð og/eða skurðaðgerð. Eftir smá fróðleik og frekari upplýsingar var ákveðið að ég færi í skurðaðgerð. Þegar heim var komið gerði ég mér fyrst grein fyrir alvarleika sjúkdómsins og hvað orðið „krabbamein“ væri. Ég vil taka fram að ég hef alltaf talið mig frekar hraustan og hef varla orðið misdægurt og gortað af því að hafa aldrei lagst inn á sjúkrahús. Tók því þessum tíðindum með jafnaðargeði.Farið sem fyrst í skoðun En þá var komið að því að brjóta odd af oflæti sínu og mæta í aðgerð sem var ákveðin 2. október 2008, þann ágæta mánuð sem líður þjóðinni seint úr minni. Það er skemmst frá því að segja að aðgerðin tókst ekki sem skyldi þar sem krabbameinið var orðið of útbreitt. Ég fór því í aðra aðgerð í desember, síðan 30 sinnum í geislameðferð og svo tvö ár í lyfjameðferð til að ráða niðurlögum eftirstöðva krabbameinsins, þar sem mælingar höfðu sýnt örlítið PSA-gildi. En á seinna árinu í lyfjameðferðinni var það orðið núll. Þá hófst ákveðin ánægja og sigurvíma með árangurinn. En það stóð ekki lengi því í apríl árið 2012 byrjaði aftur að mælast PSA-gildi (0,7) og hækkaði síðan upp í 5,9 í desember 2012. Var því ákveðið að fara aftur í lyfjameðferð sem hófst í janúar 2013 og yrði út það ár og einnig kom fram að ég yrði með ólæknandi krabbamein það sem eftir lifði. Ég yrði kannski góður í 1-2 ár og svo aftur í lyfjameðferð og svo koll af kolli þar til yfir lýkur. Ég vil taka fram að ég gerði mér enga grein fyrir því að pissustandið væri eitthvað óeðlilegt, það væri bara hluti af því að eldast og væri því eðlilegt ástand en þar liggur mesta hættan, sérstaklega þegar þekkingin er ekki til staðar en smá þrjóska. Ágætu karlmenn sem eruð um fimmtugt og jafnvel yngri, hjá þessu hefði verið hægt að komast með því að fara fyrr í rannsóknir svo ekki sé talað um allan andlega og sársaukaþáttinn sem væri efni í aðra grein. Því hvet ég alla karlmenn um fimmtugt og jafnvel yngri að fara sem fyrst í skoðun, þá gæti legið fyrir að allt sé í lagi eða mögulega hægt að grípa strax inn í ef eitthvað væri að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Nú er hinn árlegi mottumars genginn í garð en hann er notaður til fjáröflunar og umræðu um krabbamein. Það hefur oft hvarflað að mér undanfarin misseri að segja smá reynslusögu til að hvetja karlmenn um fimmtugt til að fara sem fyrst í skoðun. Ef þetta getur ýtt við ykkur er tilganginum náð. Þetta byrjaði allt það herrans ár 2008 þegar ég var ný orðinn 62ja ára. Ég hafði óvart orð á því við fjölskyldu mína hvað það væri óþægilegt að fara tvisvar til þrisvar sinnum að pissa á næturnar og jafnvel fjórum sinnum og þurfa að mæta hálfþreyttur í vinnuna. Mér var þá bent á að fara strax læknis. Eftir að hafa sagt lækninum frá vandamálinu setur hann upp hanska og fer að þreifa upp í afturendann á mér og segir að það séu óeðlilegar bólgur í blöðruhálskirtlinum og hann verði að senda mig strax í blóðprufur og boðar mig aftur eftir viku til tíu daga. Þegar að því er komið segir hann mér að svokallað PSA-gildi sé of hátt og að hann hafi pantað tíma hjá þvagfæraskurðlækni til frekari rannsókna. Þegar þangað er komið er ég látinn fara í sýnatöku til frekari rannsókna og læknirinn gefur mér tíma tveimur vikum síðar. Eftir tvær vikur fellur stóri dómurinn; þú ert með krabbamein í blöðruhálskirtli. Síðan upplýsir hann mig um hvað mér standi til boða; lyfjameðferð, geislameðferð og/eða skurðaðgerð. Eftir smá fróðleik og frekari upplýsingar var ákveðið að ég færi í skurðaðgerð. Þegar heim var komið gerði ég mér fyrst grein fyrir alvarleika sjúkdómsins og hvað orðið „krabbamein“ væri. Ég vil taka fram að ég hef alltaf talið mig frekar hraustan og hef varla orðið misdægurt og gortað af því að hafa aldrei lagst inn á sjúkrahús. Tók því þessum tíðindum með jafnaðargeði.Farið sem fyrst í skoðun En þá var komið að því að brjóta odd af oflæti sínu og mæta í aðgerð sem var ákveðin 2. október 2008, þann ágæta mánuð sem líður þjóðinni seint úr minni. Það er skemmst frá því að segja að aðgerðin tókst ekki sem skyldi þar sem krabbameinið var orðið of útbreitt. Ég fór því í aðra aðgerð í desember, síðan 30 sinnum í geislameðferð og svo tvö ár í lyfjameðferð til að ráða niðurlögum eftirstöðva krabbameinsins, þar sem mælingar höfðu sýnt örlítið PSA-gildi. En á seinna árinu í lyfjameðferðinni var það orðið núll. Þá hófst ákveðin ánægja og sigurvíma með árangurinn. En það stóð ekki lengi því í apríl árið 2012 byrjaði aftur að mælast PSA-gildi (0,7) og hækkaði síðan upp í 5,9 í desember 2012. Var því ákveðið að fara aftur í lyfjameðferð sem hófst í janúar 2013 og yrði út það ár og einnig kom fram að ég yrði með ólæknandi krabbamein það sem eftir lifði. Ég yrði kannski góður í 1-2 ár og svo aftur í lyfjameðferð og svo koll af kolli þar til yfir lýkur. Ég vil taka fram að ég gerði mér enga grein fyrir því að pissustandið væri eitthvað óeðlilegt, það væri bara hluti af því að eldast og væri því eðlilegt ástand en þar liggur mesta hættan, sérstaklega þegar þekkingin er ekki til staðar en smá þrjóska. Ágætu karlmenn sem eruð um fimmtugt og jafnvel yngri, hjá þessu hefði verið hægt að komast með því að fara fyrr í rannsóknir svo ekki sé talað um allan andlega og sársaukaþáttinn sem væri efni í aðra grein. Því hvet ég alla karlmenn um fimmtugt og jafnvel yngri að fara sem fyrst í skoðun, þá gæti legið fyrir að allt sé í lagi eða mögulega hægt að grípa strax inn í ef eitthvað væri að.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar