Um landbúnaðarhagfræði próferssors Þórólfs Matthíassonar Jón Þór Helgason skrifar 20. mars 2014 00:00 Ég hef lesið greinar prófessors Þórólfs Matthíassonar að undanförnu. Þær eru einhæfar, fjalla um eina hlið mála án þess að ræða heildaráhrif. Á árunum 1960-70 ákváðu stjórnvöld að niðurgreiða landbúnaðarafurðir til að falsa neysluvísitöluna. Með þessu var hægt að draga úr launahækkunum, því að hækkun á vísitölu var einfaldlega stöðvuð með meiri niðurgreiðslum til afurðastöðva. Upp úr 1990 var kerfinu breytt þannig að greiðslum til afurðastöðva var hætt og greiðslur fóru að berast beint til bænda. Allt í einu sátu bændur uppi með kerfi sem gert var fyrir launafólk. Þessar breytingar leiddu af sér að afurðastöðvum í mjólkuriðnaði fækkaði úr 25 í fjórar. Á sama tíma og bændum hefur fækkað hefur afkastageta hvers bús aukist. Greiðslur til greinarinnar hafa lækkað þannig að sífellt stærri hluti tekna búanna koma af söluverði afurða. Það er afar dýrt að byggja fjós og stækka bú en þegar bætist við að kaupa þarf kvóta, til að geta selt á innanlandsmarkaði á 320 kr. lítrann, vandast málið. Að greiða 320 kr. til að fá beingreiðslu upp á 40 kr. per lítra er fjárfestingin algjörlega vonlaus. En með því að lækka beingreiðslur myndi kvótaverð lækka. Síðasta ríkisstjórn framlengdi búvörusamningum tvisvar sinnum án athugasemda frá Þórólfi Matthíassyni og gilda núverandi búvörusamningar í mjólk til 2017. Á árunum 2004-08 hækkaði kvótaverð verulega úr rúmum 200 kr. og fór hæst í 420 kr. Bankarnir fjármögnuðu kvótann á afar hagstæðum vöxtum. Við hrun bankanna kom í ljós að stór hluti þeirra búa sem fóru í fjárfestingar á þessum tíma voru í alvarlegum greiðsluerfiðleikum.Lengt í hengingarólinni Við framlengingu á búvörusamningum gátu bankarnir lengt í hengingarólinni hjá yfirskuldsettum bændum og skammtað þeim 200-250 þús. krónur í laun á fjölskyldu. Bændur framleiða sjálfir mat og bíllinn er skráður á búreksturinn, sögðu bankamennirnir. Lækkun á niðurgreiðslum frá ríkinu hefði skaðað bankana mest. Miðað við þá búreikninga sem ég hef séð þá sýnist mér með lækkun beingreiðslna frá ríkinu um 20% hefðu tekjur bænda lækkað um 7% en kvótaverð hefði líklega lækkað um 40-60% með tilheyrandi afskriftum í bankakerfinu. Þá hefði vaxtakostnaður bænda lækkað verulega sem hefði vegið upp tekjulækkunina. Þórólfur Matthíasson telur að með því að leyfa innflutning á niðurgreiddum landbúnaðarvörum frá öðrum löndum muni hagur okkar sem þjóðar vænkast og hagsæld aukast. Forsendur fyrir þessari niðurstöðu eru að lækkun tekna landbúnaðar hafi ekki áhrif á aðrar forsendur þjóðhagslíkansins. Störfum mun ekki fækka, hvorki í landbúnaði né afleiddum störfum, gjaldeyrisjöfnuður mun ekki breytast og álagning í verslun mun ekki hækka. Heldur hagfræðiprófessorinn að verð á fákeppnismarkaði eins og í matvörugeiranum muni lækka við innflutning á landbúnaðarafurðum? Hvers vegna hækkuðu innfluttar matvörur um 5,3% frá janúar 2012 til janúar 2014 á sama tíma og krónan styrktist um 0,3% gagnvart evru og rúm 5,5% gagnvart dollar? Er hráefnisverð erlendis alltaf að hækka? Það er sáralítil verðbólga í Evrópu og í Bandaríkjunum. Landbúnaður er og verður okkar grunnatvinnuvegur. Prófessor Þórólfur á að hafa skoðanir á efnahagskerfinu og benda á það sem aflaga fer. Vandamál okkar vegna landbúnaðarkerfisins eru smá miðað við önnur vandamál okkar eins og hæsta verðbólga í Vestur-Evrópu áratugum saman, lág laun og framleiðni miðað við samkeppnislönd, ónýtur gjaldmiðill að hans sögn, og verðtrygging sem prófessor Þórólfur telur nauðsynlega þar sem við Íslendingar séum svo einstakir. Öll þessi vandamál eru að því er virðist óleysanleg. Þessum stóru vandamálum hefur Þórólfi og félögum hans í hagfræðideild Háskóla Íslands mistekist að ráða fram úr. Ég gleðst því yfir ef prófessor Þórólfur er tilbúinn í að einhenda sér í að leysa vandamál íslensks landbúnaðar. Vonandi verður þá einu vandamálinu færra að eiga við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef lesið greinar prófessors Þórólfs Matthíassonar að undanförnu. Þær eru einhæfar, fjalla um eina hlið mála án þess að ræða heildaráhrif. Á árunum 1960-70 ákváðu stjórnvöld að niðurgreiða landbúnaðarafurðir til að falsa neysluvísitöluna. Með þessu var hægt að draga úr launahækkunum, því að hækkun á vísitölu var einfaldlega stöðvuð með meiri niðurgreiðslum til afurðastöðva. Upp úr 1990 var kerfinu breytt þannig að greiðslum til afurðastöðva var hætt og greiðslur fóru að berast beint til bænda. Allt í einu sátu bændur uppi með kerfi sem gert var fyrir launafólk. Þessar breytingar leiddu af sér að afurðastöðvum í mjólkuriðnaði fækkaði úr 25 í fjórar. Á sama tíma og bændum hefur fækkað hefur afkastageta hvers bús aukist. Greiðslur til greinarinnar hafa lækkað þannig að sífellt stærri hluti tekna búanna koma af söluverði afurða. Það er afar dýrt að byggja fjós og stækka bú en þegar bætist við að kaupa þarf kvóta, til að geta selt á innanlandsmarkaði á 320 kr. lítrann, vandast málið. Að greiða 320 kr. til að fá beingreiðslu upp á 40 kr. per lítra er fjárfestingin algjörlega vonlaus. En með því að lækka beingreiðslur myndi kvótaverð lækka. Síðasta ríkisstjórn framlengdi búvörusamningum tvisvar sinnum án athugasemda frá Þórólfi Matthíassyni og gilda núverandi búvörusamningar í mjólk til 2017. Á árunum 2004-08 hækkaði kvótaverð verulega úr rúmum 200 kr. og fór hæst í 420 kr. Bankarnir fjármögnuðu kvótann á afar hagstæðum vöxtum. Við hrun bankanna kom í ljós að stór hluti þeirra búa sem fóru í fjárfestingar á þessum tíma voru í alvarlegum greiðsluerfiðleikum.Lengt í hengingarólinni Við framlengingu á búvörusamningum gátu bankarnir lengt í hengingarólinni hjá yfirskuldsettum bændum og skammtað þeim 200-250 þús. krónur í laun á fjölskyldu. Bændur framleiða sjálfir mat og bíllinn er skráður á búreksturinn, sögðu bankamennirnir. Lækkun á niðurgreiðslum frá ríkinu hefði skaðað bankana mest. Miðað við þá búreikninga sem ég hef séð þá sýnist mér með lækkun beingreiðslna frá ríkinu um 20% hefðu tekjur bænda lækkað um 7% en kvótaverð hefði líklega lækkað um 40-60% með tilheyrandi afskriftum í bankakerfinu. Þá hefði vaxtakostnaður bænda lækkað verulega sem hefði vegið upp tekjulækkunina. Þórólfur Matthíasson telur að með því að leyfa innflutning á niðurgreiddum landbúnaðarvörum frá öðrum löndum muni hagur okkar sem þjóðar vænkast og hagsæld aukast. Forsendur fyrir þessari niðurstöðu eru að lækkun tekna landbúnaðar hafi ekki áhrif á aðrar forsendur þjóðhagslíkansins. Störfum mun ekki fækka, hvorki í landbúnaði né afleiddum störfum, gjaldeyrisjöfnuður mun ekki breytast og álagning í verslun mun ekki hækka. Heldur hagfræðiprófessorinn að verð á fákeppnismarkaði eins og í matvörugeiranum muni lækka við innflutning á landbúnaðarafurðum? Hvers vegna hækkuðu innfluttar matvörur um 5,3% frá janúar 2012 til janúar 2014 á sama tíma og krónan styrktist um 0,3% gagnvart evru og rúm 5,5% gagnvart dollar? Er hráefnisverð erlendis alltaf að hækka? Það er sáralítil verðbólga í Evrópu og í Bandaríkjunum. Landbúnaður er og verður okkar grunnatvinnuvegur. Prófessor Þórólfur á að hafa skoðanir á efnahagskerfinu og benda á það sem aflaga fer. Vandamál okkar vegna landbúnaðarkerfisins eru smá miðað við önnur vandamál okkar eins og hæsta verðbólga í Vestur-Evrópu áratugum saman, lág laun og framleiðni miðað við samkeppnislönd, ónýtur gjaldmiðill að hans sögn, og verðtrygging sem prófessor Þórólfur telur nauðsynlega þar sem við Íslendingar séum svo einstakir. Öll þessi vandamál eru að því er virðist óleysanleg. Þessum stóru vandamálum hefur Þórólfi og félögum hans í hagfræðideild Háskóla Íslands mistekist að ráða fram úr. Ég gleðst því yfir ef prófessor Þórólfur er tilbúinn í að einhenda sér í að leysa vandamál íslensks landbúnaðar. Vonandi verður þá einu vandamálinu færra að eiga við.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar