Án samninga um makríl tapast 10 milljarðar króna árlega Kristin H. Gunnarsson skrifar 20. mars 2014 09:20 Það er komið að því að Íslendingar eiga sína hagsmuni undir því að ná samningum um makrílstofninn. Evrópusambandið og Norðmenn hafa ekki verið auðveldir í samningaviðræðum til þessa og engin ástæða til þess að semja við þá. En þeir kostir sem í boði voru að þessu sinni virðast hafa verið álitlegir. Tækifærið var látið renna landsmönnum úr greipum og stærilæti íslensku sendinefndarinnar stuðlaði að því að Færeyingar sömdu við ESB og Norðmenn og náðu ágætum samningi. Staða Íslendinga hefur heldur veikst, en í boði er að ganga inn í gerðan samning á kjörum og með skilyrðum sem aðrir hafa ákveðið. Íslensk stjórnvöld gengu frá samningaborði fyrir skömmu og skildu Færeyinga eina eftir í viðræðum við Evrópusambandið og Norðmenn. Það var alvarleg skyssa í ljósi þess að fyrir lá að Færeyingar áttu mikið undir því að ná samningum. Það er dregið afar skýrt fram í meistaraprófsritgerð Ingibjörn Johannessen frá 2011: The Sharing of Mackerel in the North East Atlantic. Ingibjörn, sem líklega er Færeyingur, stundaði nám við Handelshöjskolen (Copenhagen Business School) í Danmörku. Meginniðurstaða hans er að til langs tíma séu hagsmunir Færeyinga best tryggðir með samkomulagi um makrílstofninn. Þar komi margt til, einkum þó ávinningur af því að geta veitt makríl í lögsögu Noregs og Evrópsambandslandslandanna. En einnig trygging til langs tíma um hlutdeild í heildarkvótanum, sem kemur sér vel ef makríllinn síðar að breytir göngumynstri sinni og hverfur úr færeyskri lögsögu og ekki síður erþað sé Færeyingum nauðsynlegt að semja sig frá yfirstandandi löndunarbanni og viðskiptahindrunum ESB. Þetta vissu íslensk stjórnvöld, en gengu engu að síður á dyr og fóru heim. Það gat eiginlega ekkert annað gerst en að Færeyingar gripu tækifærið til þess að tryggja sinn hag enda sagði færeyski sjávarútvegsráðherrann hreinskilningslega að honum bæri fyrst og fremst að gæta færeyskra hagsmuna. Íslendingar eru að mörgu leyti í sömu stöðu og Færeyingar. Það yrði mikill ávinningur að geta veitt makrílkvótann í lögsögu ESB landanna og Noregs. Sá ávinningur gæti numið 10 milljörðum kr. á ári og jafnvel hærri upphæð. Skýringuna er að finna í þeirri staðreynd að makríllinn er verðmætastur í desember og janúar. Þá er fituinnihald heppilegt og verðið fyrir afurðirnar hæst. Vegna þessa geta Norðmenn selt um 30% af sínum makrílafurðum til Japans, þessar markaðar sem greiðir hæst verð. Hins vegar veiða Íslendingar sinn makríl eingöngu í íslenskri lögsögu á tímabilinu júní-sept, þar sem ekki eru fyrir hendi samningar við ESB og Noreg um veiðar innan þeirra lögsögu. Þá er fituinnhald makríls hátt, vinnslan vandmeðfarin og útflutningsverðið mun lægra en verður seinna á haustin og fram á veturinn. Heita má að Japansmarkaður sé Íslendingum lokaður. Í apríl 2012 kom út skýrsla vinnuhóps sjávarútvegsráðherra um makrílveiðar. Þar koma fram merkilega upplýsingar. Árið 2011 var útflutningsverðmætið mun lægra en í Noregi. Norðmenn fengu á 10 stærstu mörkuðum Íslendinga hvorki meira né minna en 30% hærra verð að jafnaði fyrir sinn makríl. Meðalverð þeirra var 287 kr/kg samanborið við 220 kr/kg sem Íslendingar fengu. Þá bætist það við muninn sem fyrr segir að Norðmenn gátu selt um 30% af sínum makrílafurðum til Japans, langbesta markaðarins en Íslendingar ekkert. Þar fengu Norðmenn um 316 kr/kg, sem er nærri 50% hærra verð en meðalverðið fyrir íslensku makrílafurðirnar. Að öllu samanlögðu var meðalverð Norðmanna um 35-40% hærra en Íslendinga árið 2011. Það ár nam útflutningsverðmæti makríls 24 milljörðum króna. Það munar um 10 milljörðum króna á útflutningsverðmæti, sem Íslendingar hefðu líklega getað fengið ef þeir hefðu getað veitt makrílinn á þeim tíma sem hann er verðmestur í stað þess að veita hann eingöngu sumri til. Þetta er árlegur fórnarkostnaður við það að hafna samningum, þar sem veiðar verða áfram bundnar við íslenska lögsögu. Á fáum árum hafa Íslendingar verið viðurkenndir sem fullgildir samningsaðilar og hafa fengið tilboð um hartnær þrefalt stærri hlutdeild en í fyrstu og það er góður árangur. En fyrir liggur að nú var boðið 11.9% hlutdeild til næstu fimm ára og ekki minna en 123 þús tonn næstu tvö ár. Miðað við framangreindar upplýsingar um verðmæti útflutingsafurða myndi samningurinn geta fært allt að því um 50 milljarða króna í þjóðarbúið í auknu verðmæti makrílaflans að því gefnu að samingunum fylgdi heimild til þess að veiða makrílinn í lögsögu ESB og Noregs. Það munar um minna. Formaður íslensku samninganefndarinnar staðfestir að Íslendingar hafi krafist veiðiréttar utan eigin lögsögu einmitt af þessu sökum, en það hafi ekki verið í boði af hálfu viðsemjendanna ESB og Noregs. Það er athyglisvert, þar sem Færeyingar náði því fram að fá að veiða 46.580 tonn árlega næstu 5 árin í lögsögu ESB. Það er um þriðjungur af öllum makrílkvóta þeirra og eykur stórlega útflutningsverðmæti makrílsins. Því vakna spurningin hvers vegna Færeyingar ná samkomulagi um þetta mikilvæga atriði en ekki Íslendingar. það þarf að skýra. Að lokum má geta þess að Ingibjörn Johannessen víkur einmitt að verðmæti markílafurða í greiningu sinni á stöðunni og heldur því fram að verðmæti makrílsins sem veiddur sé innan íslensku og færeysku lögsögunnar sé aðeins helmingur þess sem það er miðað við veiðar í norskri lögsögu og lögsögu Evrópusambandslandanna. Það er ein veigamesta ástæðan fyrir því mati hans að Færeyingum sé nauðsynlegt að semja. Ingibjörn getur ekki heimilda fyrir fullyrðingu sinni í meistaraprófritgerðinni en ætla verður að hann styðjist fyrir heimildir sem hann metur traustar. Ef miðað er við staðhæfingu Ingibjörns verður væntanleg verðmætisaukning við samning mun meiri en framangreind 35-40% eða allt að tvöföldun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er komið að því að Íslendingar eiga sína hagsmuni undir því að ná samningum um makrílstofninn. Evrópusambandið og Norðmenn hafa ekki verið auðveldir í samningaviðræðum til þessa og engin ástæða til þess að semja við þá. En þeir kostir sem í boði voru að þessu sinni virðast hafa verið álitlegir. Tækifærið var látið renna landsmönnum úr greipum og stærilæti íslensku sendinefndarinnar stuðlaði að því að Færeyingar sömdu við ESB og Norðmenn og náðu ágætum samningi. Staða Íslendinga hefur heldur veikst, en í boði er að ganga inn í gerðan samning á kjörum og með skilyrðum sem aðrir hafa ákveðið. Íslensk stjórnvöld gengu frá samningaborði fyrir skömmu og skildu Færeyinga eina eftir í viðræðum við Evrópusambandið og Norðmenn. Það var alvarleg skyssa í ljósi þess að fyrir lá að Færeyingar áttu mikið undir því að ná samningum. Það er dregið afar skýrt fram í meistaraprófsritgerð Ingibjörn Johannessen frá 2011: The Sharing of Mackerel in the North East Atlantic. Ingibjörn, sem líklega er Færeyingur, stundaði nám við Handelshöjskolen (Copenhagen Business School) í Danmörku. Meginniðurstaða hans er að til langs tíma séu hagsmunir Færeyinga best tryggðir með samkomulagi um makrílstofninn. Þar komi margt til, einkum þó ávinningur af því að geta veitt makríl í lögsögu Noregs og Evrópsambandslandslandanna. En einnig trygging til langs tíma um hlutdeild í heildarkvótanum, sem kemur sér vel ef makríllinn síðar að breytir göngumynstri sinni og hverfur úr færeyskri lögsögu og ekki síður erþað sé Færeyingum nauðsynlegt að semja sig frá yfirstandandi löndunarbanni og viðskiptahindrunum ESB. Þetta vissu íslensk stjórnvöld, en gengu engu að síður á dyr og fóru heim. Það gat eiginlega ekkert annað gerst en að Færeyingar gripu tækifærið til þess að tryggja sinn hag enda sagði færeyski sjávarútvegsráðherrann hreinskilningslega að honum bæri fyrst og fremst að gæta færeyskra hagsmuna. Íslendingar eru að mörgu leyti í sömu stöðu og Færeyingar. Það yrði mikill ávinningur að geta veitt makrílkvótann í lögsögu ESB landanna og Noregs. Sá ávinningur gæti numið 10 milljörðum kr. á ári og jafnvel hærri upphæð. Skýringuna er að finna í þeirri staðreynd að makríllinn er verðmætastur í desember og janúar. Þá er fituinnihald heppilegt og verðið fyrir afurðirnar hæst. Vegna þessa geta Norðmenn selt um 30% af sínum makrílafurðum til Japans, þessar markaðar sem greiðir hæst verð. Hins vegar veiða Íslendingar sinn makríl eingöngu í íslenskri lögsögu á tímabilinu júní-sept, þar sem ekki eru fyrir hendi samningar við ESB og Noreg um veiðar innan þeirra lögsögu. Þá er fituinnhald makríls hátt, vinnslan vandmeðfarin og útflutningsverðið mun lægra en verður seinna á haustin og fram á veturinn. Heita má að Japansmarkaður sé Íslendingum lokaður. Í apríl 2012 kom út skýrsla vinnuhóps sjávarútvegsráðherra um makrílveiðar. Þar koma fram merkilega upplýsingar. Árið 2011 var útflutningsverðmætið mun lægra en í Noregi. Norðmenn fengu á 10 stærstu mörkuðum Íslendinga hvorki meira né minna en 30% hærra verð að jafnaði fyrir sinn makríl. Meðalverð þeirra var 287 kr/kg samanborið við 220 kr/kg sem Íslendingar fengu. Þá bætist það við muninn sem fyrr segir að Norðmenn gátu selt um 30% af sínum makrílafurðum til Japans, langbesta markaðarins en Íslendingar ekkert. Þar fengu Norðmenn um 316 kr/kg, sem er nærri 50% hærra verð en meðalverðið fyrir íslensku makrílafurðirnar. Að öllu samanlögðu var meðalverð Norðmanna um 35-40% hærra en Íslendinga árið 2011. Það ár nam útflutningsverðmæti makríls 24 milljörðum króna. Það munar um 10 milljörðum króna á útflutningsverðmæti, sem Íslendingar hefðu líklega getað fengið ef þeir hefðu getað veitt makrílinn á þeim tíma sem hann er verðmestur í stað þess að veita hann eingöngu sumri til. Þetta er árlegur fórnarkostnaður við það að hafna samningum, þar sem veiðar verða áfram bundnar við íslenska lögsögu. Á fáum árum hafa Íslendingar verið viðurkenndir sem fullgildir samningsaðilar og hafa fengið tilboð um hartnær þrefalt stærri hlutdeild en í fyrstu og það er góður árangur. En fyrir liggur að nú var boðið 11.9% hlutdeild til næstu fimm ára og ekki minna en 123 þús tonn næstu tvö ár. Miðað við framangreindar upplýsingar um verðmæti útflutingsafurða myndi samningurinn geta fært allt að því um 50 milljarða króna í þjóðarbúið í auknu verðmæti makrílaflans að því gefnu að samingunum fylgdi heimild til þess að veiða makrílinn í lögsögu ESB og Noregs. Það munar um minna. Formaður íslensku samninganefndarinnar staðfestir að Íslendingar hafi krafist veiðiréttar utan eigin lögsögu einmitt af þessu sökum, en það hafi ekki verið í boði af hálfu viðsemjendanna ESB og Noregs. Það er athyglisvert, þar sem Færeyingar náði því fram að fá að veiða 46.580 tonn árlega næstu 5 árin í lögsögu ESB. Það er um þriðjungur af öllum makrílkvóta þeirra og eykur stórlega útflutningsverðmæti makrílsins. Því vakna spurningin hvers vegna Færeyingar ná samkomulagi um þetta mikilvæga atriði en ekki Íslendingar. það þarf að skýra. Að lokum má geta þess að Ingibjörn Johannessen víkur einmitt að verðmæti markílafurða í greiningu sinni á stöðunni og heldur því fram að verðmæti makrílsins sem veiddur sé innan íslensku og færeysku lögsögunnar sé aðeins helmingur þess sem það er miðað við veiðar í norskri lögsögu og lögsögu Evrópusambandslandanna. Það er ein veigamesta ástæðan fyrir því mati hans að Færeyingum sé nauðsynlegt að semja. Ingibjörn getur ekki heimilda fyrir fullyrðingu sinni í meistaraprófritgerðinni en ætla verður að hann styðjist fyrir heimildir sem hann metur traustar. Ef miðað er við staðhæfingu Ingibjörns verður væntanleg verðmætisaukning við samning mun meiri en framangreind 35-40% eða allt að tvöföldun.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun