Þitt atkvæði skiptir máli Auður Finnbogadóttir skrifar 20. mars 2014 15:01 Blað er brotið í sögu íslenskra lífeyrissjóða þessa dagana en þá fer fram fyrsta rafræna stjórnarkjör lífeyrissjóðs hérlendis sem vitað er um, stjórnarkjör hjá Lífeyrissjóði verkfræðinga, Lífsverki. Í stjórnarkjörinu, sem ætlað er að endurspegla gagnsæi og beina aðkomu sjóðfélaga, gildir einföld regla; hver sjóðfélagi hefur eitt atkvæði í stjórnarkjöri. Á síðasta aðalfundi sjóðsins í maí 2013 samþykktu sjóðfélagar að breyta samþykktum sjóðsins á þann veg að taka upp rafrænt stjórnarkjör á aðalmönnum í stjórn. Fimm menn skipa stjórn sjóðsins og kosið er um tvö stjórnarsæti að þessu sinni. Fjögur framboð bárust og má sjá kynningar frambjóðenda á heimasíðu sjóðsins, www.lifsverk.is, og á sjóðfélagagátt. Frambjóðendur eru í stafrófsröð; Bjarki A. Brynjarsson, Brynja Baldursdóttir, Sigþór Sigurðsson og Þrándur S. Ólafsson. Rafrænt stjórnarkjör fer þannig fram að sjóðfélagar skrá sig inn á sjóðfélagagátt í gegnum heimasíðu sjóðsins. Lykilorð má finna í heimabanka hvers sjóðfélaga. Lífsverk er blandaður lífeyrissjóður sem starfrækir samtryggingardeild og þrjár leiðir í séreignardeild. Af 12% skylduframlagi í lífeyrissjóðinn fer 10% til samtryggingardeildar en 2% til séreignardeildar nema sérstaklega sé óskað eftir að allt skylduframlagið skuli fara í samtryggingardeildina. Einnig er hægt að gera samning um viðbótarsparnað við sjóðinn og velja á milli þriggja ávöxtunarleiða. Rafrænt fyrirkomulag stjórnarkjörs eykur verulega aðgengi sjóðfélaga sem búa utan höfuðborgarsvæðis að þátttöku í stjórnarkjöri og stuðlar enn frekar að lýðræðislegri niðurstöðu. Það auðveldar sjóðfélögum að gæta hagsmuna sinna sem felast í virði þeirra réttinda sem þeir hafa safnað sér með greiðslu iðgjalda til sjóðsins. Rafrænt stjórnarkjör er einföld og þægileg leið fyrir sjóðfélaga til þess að nýta atkvæðisrétt sinn og hafa þannig lýðræðisleg áhrif á starfsemi síns lífeyrissjóðs. Sjóðfélagar eru hvattir til að skrá sig inná sjóðfélagagáttina og taka þátt í þessari frumraun meðal lífeyrissjóða. Þitt atkvæði skiptir máli.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Blað er brotið í sögu íslenskra lífeyrissjóða þessa dagana en þá fer fram fyrsta rafræna stjórnarkjör lífeyrissjóðs hérlendis sem vitað er um, stjórnarkjör hjá Lífeyrissjóði verkfræðinga, Lífsverki. Í stjórnarkjörinu, sem ætlað er að endurspegla gagnsæi og beina aðkomu sjóðfélaga, gildir einföld regla; hver sjóðfélagi hefur eitt atkvæði í stjórnarkjöri. Á síðasta aðalfundi sjóðsins í maí 2013 samþykktu sjóðfélagar að breyta samþykktum sjóðsins á þann veg að taka upp rafrænt stjórnarkjör á aðalmönnum í stjórn. Fimm menn skipa stjórn sjóðsins og kosið er um tvö stjórnarsæti að þessu sinni. Fjögur framboð bárust og má sjá kynningar frambjóðenda á heimasíðu sjóðsins, www.lifsverk.is, og á sjóðfélagagátt. Frambjóðendur eru í stafrófsröð; Bjarki A. Brynjarsson, Brynja Baldursdóttir, Sigþór Sigurðsson og Þrándur S. Ólafsson. Rafrænt stjórnarkjör fer þannig fram að sjóðfélagar skrá sig inn á sjóðfélagagátt í gegnum heimasíðu sjóðsins. Lykilorð má finna í heimabanka hvers sjóðfélaga. Lífsverk er blandaður lífeyrissjóður sem starfrækir samtryggingardeild og þrjár leiðir í séreignardeild. Af 12% skylduframlagi í lífeyrissjóðinn fer 10% til samtryggingardeildar en 2% til séreignardeildar nema sérstaklega sé óskað eftir að allt skylduframlagið skuli fara í samtryggingardeildina. Einnig er hægt að gera samning um viðbótarsparnað við sjóðinn og velja á milli þriggja ávöxtunarleiða. Rafrænt fyrirkomulag stjórnarkjörs eykur verulega aðgengi sjóðfélaga sem búa utan höfuðborgarsvæðis að þátttöku í stjórnarkjöri og stuðlar enn frekar að lýðræðislegri niðurstöðu. Það auðveldar sjóðfélögum að gæta hagsmuna sinna sem felast í virði þeirra réttinda sem þeir hafa safnað sér með greiðslu iðgjalda til sjóðsins. Rafrænt stjórnarkjör er einföld og þægileg leið fyrir sjóðfélaga til þess að nýta atkvæðisrétt sinn og hafa þannig lýðræðisleg áhrif á starfsemi síns lífeyrissjóðs. Sjóðfélagar eru hvattir til að skrá sig inná sjóðfélagagáttina og taka þátt í þessari frumraun meðal lífeyrissjóða. Þitt atkvæði skiptir máli.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar