Subaru Impreza fær hæstu einkunn í öryggisprófi Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2014 10:11 Subaru Impreza árgerð 2015. Það er ekki að spyrja að Subaru bílum þegar kemur að öryggisprófunum. Síðasta slíka prófun á öryggi Subaru bíls var gerð á Subaru Impreza og fékk hann allra hæstu einkunn sem hægt er að gefa, þ.e. svokallað „Top Safety Pick+“. Margir bílar Subaru hafa reyndar fengið þessa einkunn og hafa bílarnir Subaru Forester, Legacy, og Outback einnig fengið þessa hæstu einkunn frá IIHS (Insurance Institute for Highway Safety) í Bandaríkjunum. Í Subaru Impreza bílnum sem prófaður var er sjálfvirkur hemlunarbúnaður sem styðst við myndavélar í bílnum (EyeSight active-safety system) og svínvirkaði hann á þeim hraða sem honum er ætlað að grípa inní, þ.e. á milli 20 og 40 km hraða. Sá búnaður er einnig í boði í hinum bílum Subaru sem fengið hafa þessa hæstu einkunn IIHS. Bílarnir Subaru WRX, BRZ og XV Crosstrek hafa einnig fengið háa einkunn frá IIHS, eða „Top Safety Pick“, en án plússins sem táknar allra mesta öryggi sem býðst í bílum. Því eru allir framleiðslubílar Subaru með afar góða einkunn er kemur að öryggi. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent
Það er ekki að spyrja að Subaru bílum þegar kemur að öryggisprófunum. Síðasta slíka prófun á öryggi Subaru bíls var gerð á Subaru Impreza og fékk hann allra hæstu einkunn sem hægt er að gefa, þ.e. svokallað „Top Safety Pick+“. Margir bílar Subaru hafa reyndar fengið þessa einkunn og hafa bílarnir Subaru Forester, Legacy, og Outback einnig fengið þessa hæstu einkunn frá IIHS (Insurance Institute for Highway Safety) í Bandaríkjunum. Í Subaru Impreza bílnum sem prófaður var er sjálfvirkur hemlunarbúnaður sem styðst við myndavélar í bílnum (EyeSight active-safety system) og svínvirkaði hann á þeim hraða sem honum er ætlað að grípa inní, þ.e. á milli 20 og 40 km hraða. Sá búnaður er einnig í boði í hinum bílum Subaru sem fengið hafa þessa hæstu einkunn IIHS. Bílarnir Subaru WRX, BRZ og XV Crosstrek hafa einnig fengið háa einkunn frá IIHS, eða „Top Safety Pick“, en án plússins sem táknar allra mesta öryggi sem býðst í bílum. Því eru allir framleiðslubílar Subaru með afar góða einkunn er kemur að öryggi.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent