Driftað kringum bíl á tveimur hjólum Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2014 12:43 Í flestu er hægt að slá nýtt heimsmet. Það gerðu tveir kínverskir ökumenn á ökuleiknisýningu í Kína um daginn er annar driftaði kringum hinn, sem ók bíl aðeins á tveimur hjólum. Aldrei hefur áður verið driftað jafn marga hringi kringum annan bíl á ferð, eða 10 sinnum. Til þessa notuðu þeir BMW M4 Coupe í driftið og Mini Cooper til akstursins á tveimur hjólum. Hefur met þeirra kumpána verið viðurkennt af Guinness Book of Records. Ekki þarf að efast um ökuhæfni beggja ökumannana, en hálf súrrealískt er að sjá aðfarir þeirra. Sem fyrr er sjón sögu ríkari. Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent
Í flestu er hægt að slá nýtt heimsmet. Það gerðu tveir kínverskir ökumenn á ökuleiknisýningu í Kína um daginn er annar driftaði kringum hinn, sem ók bíl aðeins á tveimur hjólum. Aldrei hefur áður verið driftað jafn marga hringi kringum annan bíl á ferð, eða 10 sinnum. Til þessa notuðu þeir BMW M4 Coupe í driftið og Mini Cooper til akstursins á tveimur hjólum. Hefur met þeirra kumpána verið viðurkennt af Guinness Book of Records. Ekki þarf að efast um ökuhæfni beggja ökumannana, en hálf súrrealískt er að sjá aðfarir þeirra. Sem fyrr er sjón sögu ríkari.
Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent