Næg verkefni á saumastofum Elín Albertsdóttir skrifar 11. desember 2014 11:30 Inga Ásta og samstarfsfélagar hennar á Saumsprettunni eru kát fyrir jólin, enda nóg verkefni og brjálað að gera. Mynd/GVA Mjög algengt er að konur panti brúðarkjóla á netinu. Sprenging hefur orðið í sendingum frá Kína á þessu ári. Netverslun hefur aukist mikið. Fatnaður er meðal þess sem fólk kaupir í stórum stíl en hann passar ekki alltaf. Saumastofur hafa næg verkefni við að breyta fötum. Íslendingar kaupa alls kyns hluti á netinu, ekki bara frá Kína heldur stendur heimurinn opinn í verslunarrekstri. Fyrir jólin í fyrra komu yfir þrjátíu þúsund sendingar til Íslands frá Kína. Þessi verslun hefur óneitanlega áhrif á íslenska verslun. Það sem má teljast jákvætt er að netsalan hefur aukið starfsemi póstþjónustu og saumastofa. Inga Ásta Bjarnadóttir, kjólameistari hjá Saumsprettunni, segir töluverða aukningu vera í fatabreytingum hjá fyrirtækinu. „Það eru ýmiss konar breytingar sem við fáum í hendur. Við þrengjum, víkkum, styttum eða síkkum. Fatanúmer geta verið mismunandi eftir löndum auk þess sem fólk er misjafnt í vexti. Það kemur fyrir að fólk verði fyrir miklum vonbrigðum þegar það fær flíkina og hún passar ekki. Við vitum dæmi þess að keypt hafi verið flík sem leit allt öðruvísi út en myndin á netinu sýndi,“ segir Inga.Frægi kjóllinn olli vonbrigðum „Kona kom til okkar með síðan kjól sem átti að líta út eins og fræg leikkona klæddist á rauða dreglinum í Hollywood. Þegar kjóllinn kom leit hann allt öðruvísi út og passaði engan veginn á konuna. Þá er það okkar verk að laga,“ segir Inga. „Flíkin verður dýrari með breytingunni. Hins vegar eru mörg dæmi um að hún hafi verið svo ódýr á netinu að verð á breytingunni skiptir í raun engu máli.“ Inga segir að þetta séu yfirleitt ágætis föt, enda mikið af fatnaði í íslenskum verslunum einnig framleiddur í Kína. „Stundum sendir fólk út mál af sér þegar það kaupir föt og telur að um sérsaum sé að ræða. Þannig er það ekki í raun og oft passa þessi föt ekki heldur,“ segir hún. „Við kvörtum þó ekkert yfir þessu, það er brjálað að gera hjá okkur,“ segir hún. Inga hefur starfað hjá Saumsprettunni í fimm ár. Helstu störf á stofunni eru fatabreytingar. „Fólk þarf oft líka að breyta fötum sem það kaupir hér á landi,“ segir hún.Kaupa brúðarkjóla á netinu Jóhanna Harðardóttir hjá saumastofunni Textilline tekur í sama streng. Mikið er að gera í fatabreytingum. Jóhanna segir algengt að ungar konur kaupi brúðarkjóla frá Kína fyrir 10-15 þúsund krónur sem er mjög ódýrt. „Það kom til mín kona með brúðarkjól frá Kína tveimur dögum fyrir brúðkaupið. Kjóllinn passaði engan veginn. Hann var lagaður í hvelli. Ég veit að það er mjög algengt að panta brúðarkjóla að utan. Hlutföllin í fötum frá Kína eru ekki alltaf rétt. Íslendingar eru bæði herðabreiðir og búklangir. Sjálf er ég handleggjalöng og með mjótt milli. Ég þarf því alltaf að lengja ermar á flíkum sem ég kaupi og þrengja í mitti. Mittið er ekki alltaf á réttum stað á fatnaði frá Kína,“ útskýrir Jóhanna sem rekur bæði Listasaum í Kringlunni og Textilline á Laugaveginum. „Það hefur verið mikið að gera í fatabreytingum undanfarið. Það þarf líka að breyta fötum sem fást hér á landi. Svo koma sumir með gömul föt og láta breyta þeim. Fólk pantar föt hvaðanæva frá í heiminum og stundum passa þau ekki. Amerísk númer eru til dæmis ólík þeim evrópsku. Mér finnst fötin oft koma frekar of stór en of lítil, að minnsta kosti þau sem koma til mín, maður heyrir ekkert af þeim sem passa. Það er hægt að laga og breyta öllum flíkum.“ Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
Mjög algengt er að konur panti brúðarkjóla á netinu. Sprenging hefur orðið í sendingum frá Kína á þessu ári. Netverslun hefur aukist mikið. Fatnaður er meðal þess sem fólk kaupir í stórum stíl en hann passar ekki alltaf. Saumastofur hafa næg verkefni við að breyta fötum. Íslendingar kaupa alls kyns hluti á netinu, ekki bara frá Kína heldur stendur heimurinn opinn í verslunarrekstri. Fyrir jólin í fyrra komu yfir þrjátíu þúsund sendingar til Íslands frá Kína. Þessi verslun hefur óneitanlega áhrif á íslenska verslun. Það sem má teljast jákvætt er að netsalan hefur aukið starfsemi póstþjónustu og saumastofa. Inga Ásta Bjarnadóttir, kjólameistari hjá Saumsprettunni, segir töluverða aukningu vera í fatabreytingum hjá fyrirtækinu. „Það eru ýmiss konar breytingar sem við fáum í hendur. Við þrengjum, víkkum, styttum eða síkkum. Fatanúmer geta verið mismunandi eftir löndum auk þess sem fólk er misjafnt í vexti. Það kemur fyrir að fólk verði fyrir miklum vonbrigðum þegar það fær flíkina og hún passar ekki. Við vitum dæmi þess að keypt hafi verið flík sem leit allt öðruvísi út en myndin á netinu sýndi,“ segir Inga.Frægi kjóllinn olli vonbrigðum „Kona kom til okkar með síðan kjól sem átti að líta út eins og fræg leikkona klæddist á rauða dreglinum í Hollywood. Þegar kjóllinn kom leit hann allt öðruvísi út og passaði engan veginn á konuna. Þá er það okkar verk að laga,“ segir Inga. „Flíkin verður dýrari með breytingunni. Hins vegar eru mörg dæmi um að hún hafi verið svo ódýr á netinu að verð á breytingunni skiptir í raun engu máli.“ Inga segir að þetta séu yfirleitt ágætis föt, enda mikið af fatnaði í íslenskum verslunum einnig framleiddur í Kína. „Stundum sendir fólk út mál af sér þegar það kaupir föt og telur að um sérsaum sé að ræða. Þannig er það ekki í raun og oft passa þessi föt ekki heldur,“ segir hún. „Við kvörtum þó ekkert yfir þessu, það er brjálað að gera hjá okkur,“ segir hún. Inga hefur starfað hjá Saumsprettunni í fimm ár. Helstu störf á stofunni eru fatabreytingar. „Fólk þarf oft líka að breyta fötum sem það kaupir hér á landi,“ segir hún.Kaupa brúðarkjóla á netinu Jóhanna Harðardóttir hjá saumastofunni Textilline tekur í sama streng. Mikið er að gera í fatabreytingum. Jóhanna segir algengt að ungar konur kaupi brúðarkjóla frá Kína fyrir 10-15 þúsund krónur sem er mjög ódýrt. „Það kom til mín kona með brúðarkjól frá Kína tveimur dögum fyrir brúðkaupið. Kjóllinn passaði engan veginn. Hann var lagaður í hvelli. Ég veit að það er mjög algengt að panta brúðarkjóla að utan. Hlutföllin í fötum frá Kína eru ekki alltaf rétt. Íslendingar eru bæði herðabreiðir og búklangir. Sjálf er ég handleggjalöng og með mjótt milli. Ég þarf því alltaf að lengja ermar á flíkum sem ég kaupi og þrengja í mitti. Mittið er ekki alltaf á réttum stað á fatnaði frá Kína,“ útskýrir Jóhanna sem rekur bæði Listasaum í Kringlunni og Textilline á Laugaveginum. „Það hefur verið mikið að gera í fatabreytingum undanfarið. Það þarf líka að breyta fötum sem fást hér á landi. Svo koma sumir með gömul föt og láta breyta þeim. Fólk pantar föt hvaðanæva frá í heiminum og stundum passa þau ekki. Amerísk númer eru til dæmis ólík þeim evrópsku. Mér finnst fötin oft koma frekar of stór en of lítil, að minnsta kosti þau sem koma til mín, maður heyrir ekkert af þeim sem passa. Það er hægt að laga og breyta öllum flíkum.“
Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira